Félagsmálaráðuneyti

46/1976

Reglugerð um breytingu á reglugerð, nr. 58 21. febrúar 1973, um holræsi í Hafnarhreppi, Höfn, Hornafirði. - Brottfallin

R E G L U G E R Ð

um breytingu á reglugerð, nr. 58 21. febrúar 1973,

um holræsi í Hafnarhreppi, Höfn, Hornafirði.

 

1. gr.

6. gr. reglugerðarinnar orðist svo

Kostnaður við aðalholræsakerfið greiðist úr sveitarsjóði. Til þess að standast þann kostnað er húseigendum, sem eiga hús við veg, götu eða opið svæði, þar sem holræsi er lagt í, skylt að greiða árlega holræsagjald til sveitarsjóðs, sem nemur 0.20% af fasteignamatsverði húss og lóðar, samkv. lögum um fasteignamat og fast­eignaskráningu nr. 28 frá 29. apríl 1,963.

Lágmarksupphæð holræsagjalds fyrir hverja gjaldskylda fasteign skal aldrei lægri vera en kr. 1500.00.

Holræsagjaldið er miðað við byggingarvísitölu 1986 stig og breytist einu sinni á ári til samræmis við byggingarvísitöluna eins og hún er í árslok hverju sinni, þó ekki yfir 50% án samþykkis ráðuneytisins.

Reglugerðarbreyting þessi, sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Hafnar­hrepps, staðfestist hér með samkv. vatnalögum nr. 15 20. júní 1923, til þess að öðlast gildi þegar í stað.

Félagsmálaráðuneytið, 18. febrúar 1976.

 

F. h. r. Hallgrímur Dalberg.

Skúli Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica