Félagsmálaráðuneyti

384/1975

Reglugerð um gatnagerðargjöld A í Skútustaðahreppi. - Brottfallin

1, gr.

Sveitarstjórn er heimilt að leggja gatnagerðargjöld á lóðir í hreppnum, eftir því sem nánar segir í reglugerð þessari.

Heimilt er að leggja gatnagerðargjald á land, sem sambærilegt telst, þótt ekki sé sérstök 1óð.

2. gr.

Gatnagerðargjald A er gjald vegna þátttöku lóðarhafa í kostnaði við undir­byggingu götu fyrir bundið slitlag.

3. gr.

Gatnagerðargjald skal nema ákveðnum hundraðshluta byggingarkostnaðar pr. m3 eins og hann er á hverjum tíma í vísitöluhúsinu samkvæmt útreikningi Hagstofu Íslands, svo sem hér segir:

Einbýlishús 4.0%

Verslunar- og skrifstofubyggingar 4.0%

Opinberar byggingar 4.0%

Iðnaðarhús, vörugeymslur og annað atvinnuhúsnæði 1.0%

Af kjöllurum og rishæðum, sem ekki eru notuð til íbúðar eða atvinnurekstrar, svo og bifreiðsgeymslum, skal greiða hálft gjald. Gatnagerðargjald of íbúðarhúsum skal aldrei vera lægra en sem nemur greiðslu of 300 m3 húsi.

4. gr

Sveitarstjórn skal vera heimilt að hækka eða lækka gjaldstuðla, sbr. 3. gr., hvern um sig eða alla í einu, um allt að 50% án frekari staðfestingar ráðuneytisins.

5. gr.

Sveitarstjórn setur reglur um gjalddaga við hverja úthlutun 1óða og tekur ákvörðun um gjaldfrest.

6. gr.

Innifalið í gatnagerðargjaldi A er byggingarleyfisgjald og tengigjald holræsa vegna heimæðar úr aðalræsi í brunn við húshlið.

7. gr.

Gatnagerðargjaldi fylgir lögveð í fasteign þeirri, sem það er lagt á sbr. lög nr. 51/1974 og gengur það ásamt vöxtum fyrir öllum veðkröfum, sem á eigninni hvíla næstu 2 ár eftir gjalddaga og tekur einnig til vátryggingarfjár eignarinnar. Heimilt er að taka gjöld samkvæmt reglugerð þessari lögtaki samkvæmt lögum nr. 29/1885.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af sveitarstjórn Skútustaðahrepps, staðfestist hér með samkvæmt lögum um gatnagerðargjöld nr. 51/1974 til að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Félagsmálaráðuneytið, 14.ágúst 1975.

F. h. r.

Hallgrímur Dalberg.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica