REGLUGERÐ
um breyting á reglugerð um holræsi og holræsagjöld Blönduóshreppi nr. 169 14. maí 1973.
1. gr.
2. gr, orðist svo:
Þar sem sveitarstjórn hefur látið leggja holræsi f götu, veg eða opið svæði, er hverjum húseiganda, sem á 1óð þar að, skylt að leggja á Sinn kostnað ræsi frá húsinu, sem flytji skólp frá húsinu út að aðalræsi og halda við sinni heimæð. Regnvatn af húsi eða 1óð skal einnig, að svo miklu leyti sem unnt er, leitt í húsræsið Ef húseigandi vanrækir að leggja holræsi innan hæfilegs frests, sem sveitarstjórn tiltekur, skal verkið unnið á hans kostnað. Greiða skal kr. 10.000 f tengigjald.
2. gr.
6. gr. orðist svo:
Kostnaður við holræsagerð staðarins greiðist úr sveitarsjóði. Til þess að standast útgjöld þau, sem stafa af lagningu holræsanna, ber hverjum þeim sem hús á, 1óð eða lóðarréttindi við götu eða veg eða opið svæði, þar sem hreppurinn hefur lagt holræsi í, að greiða árlega til sveitarsjóðs 0,10% af fasteignamati húss og lóðar, þó aldrei minna en kr. 5.000 af húsi eða hluta af húsi, sem talinn er sér í fasteignamati enda sé skólplögn að viðkomandi húseign eða húshluta. Gjöld samkvæmt þessari og 2. gr. eru miðuð við byggingarvísitöluna 240 stig frá 1. október 1978 og breytist einu sinni á ári til samræmis við byggingarvísitöluna eins og hún er 1. október ár hvert.
3. gr.
8. gr. orðist svo
Brot gegn reglugerð þessari varðar sektum allt að kr. 100.000, sem rennur í sveitarsjóð. Má1 út af brotum gegn reglugerð þessari skal fara með sem almennt lögreglumál.
Reglugerðarbreyting þessi, sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Blönduóshrepps staðfestist hér með samkvæmt vatnalögum nr. 15 20. júní 1923, til þess að öðlast gildi þegar í stað.
Félagsmálaráðuneytið, 24. janúar 1979.
F. h. r. Hallgrímur Dalberg.
Hólmfríður Snæbjörnsdóttir.