REGLUGERÐ
um breyting á reglugerð um holræsi og holræsagjöld
í Skútustaðahreppi nr. 133 29. maí 1969.
1. gr.
5. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:
Í stað orðanna: "1.5% af núverandi fasteignamati" komi "0.1% af núverandi fasteignamati", og í stað orðanna: "Lágmarksgjald fyrir hvert íbúðarhús eða íbúð er þó kr. 500.00" komi "Lágmarksgjald fyrir hvert íbúðarhús eða íbúð er þó kr.
700.00".
Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Skútustaðahrepps, staðfestist hér með samkvæmt vatnalögum nr. 15 20. júní 1923, til þess að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
Félagsmálaráðuneytið, 10. ágúst 1972.
Hannibal Valdimarsson.
Hallgrímur Dalberg.