Félagsmálaráðuneyti

209/1978

Reglugerð um holræsagjöld í Fellahreppi, Norður-Múlasýslu - Brottfallin

REGLUGERÐ

um holræsagjöld í Fellahreppi, Norður-Múlasýslu.

 

1. gr.

Hverjum þeim, sem á hús eða húshluta i Fellahreppi, á lóð eða leigir lóð i hreppnum, við götu veg eða opið svæði, sem holræsi hefur verið lagt í, ber að greiða árlegt holræsagjald til sveitarsjóðs.

Holræsagjald skal vera 0.15% af fasteignamati húsa og lóða skv. lögum um fasteignamat nr. 28 29. apríl 1963.

Lágmarksfjárhæð holræsagjalds fyrir hverja gjaldskylda fasteign skal þó aldrei vera lægri en kr. 2000.

Nú er fasteign, sem greiða ber af holræsagjald eigi virt fasteignavirðingu og skal þá greiða holræsagjald skv. samþykktum uppdráttum, kr. 10 á hvern rúmmetra í íbúðarhúsnæði og kr. 5 á hvern rúmmetra í öðru húsnæði.

Sé ekkert mannvirki á 1óð, greiðist ekki holræsagjald.

 

2. gr.

Holræsagjald greiðist af hús- eða íbúðareiganda, lóðareiganda, ef um eignarlóð er að ræða, en af leigutaka, ef um leigulóð er að ræða, og bera þessir aðilar ábyrgð á greiðslum gjaldsins.

Gjaldið hefur lögtaksrétt og er tryggt með lögveði í lóð og mannvirkjum næstu 2 ár eftir gjalddaga þess, með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.

 

3. gr.

Um gjalddaga og innheimtu holræsagjalds fer með sama hætti og um fasteigna­skatt, enda skulu gjöld þessi innheimt sameiginlega.

Reglugerð þessi er samin og samþykkt af hreppsnefnd Fellahrepps, Norður Múla­sýslu og staðfestist hér með samkvæmt vatnalögum nr. 15 20. júní 1923 til þess að öðlast gildi þegar í stað.

 

Félagsmálaráðuneytið, 29. maí 1978.

 

F. h. r. Hallgrímur Dalberg.

Hólmfríður Snæbjörnsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica