REGLUGERÐ
um holræsi í Siglufjarðarkaupstað.
1. gr.
Reglugerð þessi gildir um allt lögsagnarumdæmi Siglufjarðar, nema annað sé tekið fram hér á eftir.
2. gr.
Bæjarstjórn ákveður lagningar holræsa, aðalæða og götuæða.
Bæjarverkfræðingur sér um daglegan rekstur holræsiskerfis bæjarins.
3. gr.
Hverjum þeim, sem á húseign, sem hægt er að tengja við holræsakerfi bæjarins, er skylt að tengja þá húseign við holræsakerfið eftir því, sem nánar er tekið fram í reglugerð þessari.
Ef eigi er unnt eða ekki talið ráðlegt að dómi bæjarverkfræðings að tengja hús við holræsakerfið, ber að haga frágangi frárennslislagna samkvæmt fyrirmælum bæjarverkfræðings.
4. gr.
Hyggist húseigandi tengja ræsi frá húsi sínu við holræsakerfi bæjarins eða gera breytingar eða viðbætur við eldra ræsi ber honum með nægum fyrirvara að fá til þess skriflegt leyfi hjá bæjarverkfræðingi.
Umsóknir um leyfi ber að skrifa á eyðublöð, sem fást á skrifstofu bæjarverkfræðings, og skulu þær undirritaðar af eiganda hússins eða umboðsmanni hans.
5. gr.
Með umsókninni fylgi uppdráttur af fyrirhuguðum holræsum og/eða breytingum á þeim eldri. Uppdráttur þessi skal gerður af þar til hæfum manni, er hlotið hefur til þess löggildingu bæjarstjórnar.
Sá sem uppdrátt gerir, skal undirrita hann með eigin hendi og ber hann ábyrgð á, að hann sé í samræmi við reglugerð þessa og brjóti eigi í bága við byggingarsamþykkt, brunamálasamþykkt, heilbrigðissamþykkt, né aðrar þær reglur um þessi mál, sem í gildi eru í Siglufirði. Samþykkt bæjarverkfræðings á uppdrætti, sbr. 7. gr., rýrir á engan hátt þá ábyrgð.
6. gr.
Uppdráttum þeim, sem um getur í 5. gr., skal skila í tvíriti, og skila bæði eintökin undirrituð. Uppdrættirnir skulu gerðir á haldgóðan, óstökkan pappír og þannig frá þeim gengið, að ekki máist drættir eða letur við geymslu. Stærð þeirra skal vera 42.0 X 59.4 eða 59.4 X 84.1 cm. Standi sérstaklega á, getur bæjarverkfræðingur leyft að gera uppdrættina á stærri blöð í DIN-broti. Nota skal mælikvarða 1 :100 og 1:50, og ef sýna þarf smáatriði minnst 1:20.
Uppdrættir skulu sýna allar lagnir, utan húss sem innan, er lengjast eiga við holræsið. Öll tæki, vatnslásar, niðurföll, hreinsilok og brunnar, er kerfinu tilheyra, skulu og sýnd. Taka skal fram um vídd, efni og halla allra lagna.
Auk þess skal fylgja málsett afstöðumynd í mælikvarða 1 :500, er sýni tengingu frárennsliskerfis hússins við götuholræsi.
Sérteikning skal fylgja af brunnum, fitu-, sand-, olíu- og bensíngildrum.
Á ofangreinda uppdrætti skal rita allar hæðartölur, sem nauðsynlegar eru, miðaðar við hæðarmerkjakerfi Siglufjarðar.
Ef bæjarverkfræðingur telur ástæðu til, getur hann krafist ýtarlegri upplýsinga en um getur hér að framan.
7.gr.
Þegar bæjarverkfræðingur hefur samþykk uppdrátt, stimplar hann og áritar bæði eintökin. Annað eintakið skal varðveitt í skjalasafni bæjarverkfræðings.
8. gr.
Pípulagningameistarar, löggiltir af bæjarstjórn, hafa einir rétt til þess að annast holræsalagnir, og gildir það um nýlagnir jafnt sem viðbætur við eða breytingar á eldri holræsalögnum.. Þeir bera og ábyrgð á, að allar lagnir séu í samræmi við reglugerð þessa, nánari fyrirmæli, er kunna að verða sett, og samþykktan uppdrátt.
Ef pípulagningameistari brýtur í bág við fyrirmæli reglugerðar þessarar eða reglna, settra samkvæmt þeim, eða brot er framið af starfsmönnum, sem hann her ábyrgð á, getur bæjarverkfræðingur vein honum áminningu. Enn fremur getur bæjarstjórn svipt hann löggildingu, ef um miklar sakir er að ræða eða ítrekað brot.
9. gr.
Pípulagningameistari sá, er verkið á að vinna, ritar nafn sitt á bæði eintök samþykkts uppdráttar, áður en verkið hefst.
Pípulagningameistarinn ber fulla ábyrgð á, að verkið sé framkvæmt í samræmi við samþykktan uppdrátt. Sé skipt um pípulagningameistara, meðan á verki stendur, ber að tilkynna það bæjarverkfræðingi. Skal pípulagningameistari sá, er við tekur, gefa skriflegar upplýsingar um, hversu miklum hluta verksins sé þegar lokið. Er honum eigi heimilt að halda verkinu áfram, fyrr en harm hefur áritað áðurnefnda uppdrætti.
Ávallt skal hafa áritaðan uppdrátt á vinnustað.
Uppdráttur fellur úr gildi eftir eitt ár, sé þá ekki farið að vinna eftir honum.
10. gr.
Með samþykkt uppdráttar er engin ábyrgð á því tekin, að unnt sé að leggja holræsi samkvæmt honum vegna lagna eða annarra mannvirkja, er kunna að vera fyrir.
11. gr.
Bæjarverkfræðingur skal hafa eftirlit með því, að lagnir séu í samræmi við samþykktan uppdrátt og reglugerð þessa.
Engar frárennslislagnir má hylja, fyrr en þær hafa verið viðurkenndar af bæjarverkfræðingi.
Álíti bæjarverkfræðingur, að verk sé eigi framkvæmt samkvæmt ákvæðum reglugerðar þessarar eða öðrum reglum, er settar kunna að verða, getur hann stöðvað verkið, þar til bætt hefur verið úr því, sem áfátt kann að vera.
Bæjarverkfræðingur hefur rétt til þess að láta þrýstiprófa frárennslislagnir á kostnað húseiganda, og sé það gert, skal pípulagningameistari sá, er ábyrgð ber á verkinu, vera viðstaddur og aðstoða starfsmenn bæjarverkfræðings við prófunina.
12. gr.
Þegar bæjarverkfræðingur hefur samþykkt uppdrátt, getur hann veitt heimild til tengingar við holræsiskerfi bæjarins gegn sérstöku gjaldi, sem bæjarstjórn ákveður. Heimild þessa og götuleyfi vegna frárennslis, getur hann bundið þeim skilyrðum, er hann telur nauðsynleg.
Bæjarverkfræðingur getur á áveðið, að frárennslislögn utanhúss eða hluti hennar skuli lögð af starfsmönnum bæjarins á kostnað húseiganda. Ef fleiri húseigendur eiga í hlut, ákveður bæjarverkfræðingur skiptingu kostnaðar.
Að jafnaði skal ein lögn vera frá hverri húseign í holræsiskerfi bæjarins. Bæjarverkfræðingur getur þó ákveðið, að fleiri en eitt hús noti sama frárennsli að nokkru eða öllu leyti, og kveður því nánar á um vídd og legu lagnarinnar.
Ef ágreiningur verður um skiptingu kostnaðar sker bæjarverkfræðingur úr.
Allar viðgerðir á götum eða öðrum svæðum, er gera þarf vegna lagningar frárennslis, strax að verki loknu eða síðar, skulu gerðar á kostnað eiganda.
13. gr.
Skylt er mönnum að hlíta því, að holræsi sé lagt um eignarland þeirra eða umráðasvæði, og fram fari á því nauðsynlegt viðhald.
Um bætur fyrir slíkt fer skv. ákvæðum vatnalaga.
14. gr.
Eigi er heimilt að veita frárennsli, er valdið getur skemmdum á holræsakerfinu eða truflað rekstur þess, út í göturæsi. Þannig má ekki veita út í göturæsi vökvum, sem innihalda mikið magn af fitu, t. d. frá veitinga- og matgerðarhúsum, súrum vökvum, vökvum, sem eru heitari en 35°C, mælt í götubrunni, olíu, bensíni, eða öðrum efnum, sem hætta eða óþægindi geta stafað af.
Þar sem hætta er á, að skolp innihaldi ofangreind efni, ber húseiganda að gera ráðstafanir til að fjarlægja þau eða gera óskaðleg, áður en því er vent út í holræsakerfið.
Ráðstöfunum þessum ber að haga samkvæmt fyrirmælum bæjarverkfræðings.
15. gr.
Húseigendum ber að sjá um hreinsun á frárennslislögnum frá húsum sínum og gæta þess, að þær stíflist ekki.
Rotþrær ber að hreinsa að minnsta kosti einu sinni á ári.
Fitu- og olíugildrur, bensín- og sandgildrur o. þ. h. ber að hreinsa reglulega. þannig að tryggt sé, að útbúnaðurinn gegni sínu hlutverki.
16. gr.
Frárennslislögnum, sem teknar hafa verið úr notkun, skal lokað tryggilega.
17. gr.
Brot á reglu gerð þessari varðar sektum allt að kr. 200.000.00 - tvö hundruð þúsund 00/100 -, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Með mál út af slíkum brotum skal farið að hætti opinberra mála.
Nú vanrækir maður að vinna verk, sem bæjarverkfræðingur hefur fyrirskipað, skv. reglugerð þessari, eða verk er ekki unnið á viðunandi hátt, og er honum þá heimilt að láta vinna það, sem þarf, á kostnað aðila.
Skal þá greiða kostnaðinn til hrá bráðabirgða úr bæjarsjóði, en innheimta síðan hjá aðila með lögtaki, ef þörf krefur.
18. gr.
Gjaldskrárákvæði: Holræsagjald skal árlegu greiða til bæjarsjóðs Siglufjarðar af öllum eignum, sem metnar eru til fasteignamats, og skal vera 0.3% af hinu nýja fasteignamati. Gjalddagi skal vera 2. janúar ár hvert.
Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af bæjarstjórn Siglufjarðar staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 15 20. júní 1923, til þess að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
Jafnframt er úr gildi felld reglugerð um holræsagerð í Siglufjarðarkaupstað nr. 233 31. des. 1959.
Félagsmálaráðuneytið, 13. júní 1972.
Hannibal Valdimarsson.
Hallgrímur Dalberg.