Félagsmálaráðuneyti

242/1977

Reglugerð um gatnagerðargjöld í Vopnafjarðarhreppi N-Múlasýslu. - Brottfallin

1. gr.

            Sveitarstjórn er heimilt að leggja gatnagerðargjald á lóðir í sveitarfélaginu, eftir því sem segir í reglugerð þessari. Heimilt er að leggja gatnagerðargjald á land, sem sambærilegt telst, þótt ekki sé sérstök 1óð.

 

2. gr.

            Gatnagerðargjald þetta er: A-gjald, sem er gjald vegna þátttöku lóðarhafa í kostnaði við að gera undirbyggða götu. Auk A-gjalds verði einnig B-gjald skv. reglugerð nr. 309 12. júní 1975, sem er til að greiða hluta kostnaðar við varan­lega gatnagerð, þ. e. bundið slitlag og gangstéttir.

 

3. gr.

            Til útreiknings A-gjalds skal nota eftirfarandi einingartölur, sem breytast í samræmi við breytingar á vísitölu byggingarkostnaðar frá setningu þessarar reglu­gerðar:

A.

1. Einbýlishús m/bifreiðageymslu að 400 m3 ........................................................ kr. 100 000

2. Parhús að 400 m3 ................................................................................................. -     80 000

3. Tvíbýlishús á 2 hæðum, tveggja íbúða hús á 1 hæð að 400 m3 hver íbúð ........... -    70 000

4. Raðhús og fjölbýlishús að 300 m3 hver íbúð ....................................................... -     50 000

5. Verslunar-, skrifstofu- og skólahúsnæði per m3 .................................................. -          200

6. Iðnaðarhús og vörugeymslur per m3 .................................................................... -         150

7. Umframstærðir í íbúðarhúsum per m3 ................................................................. -         200

8. Ef byggt er við eldri hús og stærð þeirra verður meiri en lágmarksstærð skal

    greiða sama gjald fyrir umframstærðir og áður greinir.

B.

1. Lóðarhafar greiði í gatnagerðargjald kr. 40 of hverjum m2 lóðar.

C.

1. Bifr.eiðastæði greiða húseigendur sjálfir.

 

4. gr.

            Gjalddagi gatnagerðargjalda, samkvæmt 3. grein skal vera þegar byggingarleyfi er vent eða lóð úthlutað. Þó er sveitarstjórn heimilt að veita gjaldfrest á hluta gjaldsins þar til byggingarframkvæmdir hefjast eða allt að 2 mánuði. Sé gjaldið þá eigi greitt er heimilt að stöðva framkvæmdir fyrirvaralaust þar til skuldin hefur verið greidd að fullu.

 

5. gr.

            Nú hefur gatnagerðargjald verið greitt of 1óð eða hliðstæð gjöld sem sveitar­félagið hefur innheimt og skal þá gilda sem greiðsla á A-gjaldi. Hafi lóðarhafar hinsvegar ekki greitt nein slík gjöld en eru með byggingu á byrjunarstigi þegar reglugerð þessi gengur í gildi ber að greiða samkvæmt 3. grein þessarar reglugerðar.

 

6. gr.

            Sveitarstjórn er heimilt að hækka og lækka gjaldstuðlana í 3. gr. hvern um sig eða alla í einu um allt að 50% án frekari staðfestingar ráðuneytisins.

            Reglugerð þessi sem samin er og samþykkt of hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 51/1974 og 31/1975 til þess að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

 

Félagsmálaráðuneytið, 2. júní 1977.

 

F. h. r.

Hallgrímur Dalberg.

Hólmfríður Snæbjörnsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica