Félagsmálaráðuneyti

146/1991

Reglugerð um gatnagerðargjöld í þéttbýli í Vallahreppi. - Brottfallin

1. gr.

Áður en byggingarleyfi er vent til nýbyggingar á lóð, eða leyfi til stækkunar á eldra húsi, skal húsbyggjandi greiða gatnagerðargjald vegna þátttöku í kostnaði við gatnagerð, holræsa- og vatnsæðarlögn að lóðarmörkum.

2. gr.

Gatnagerðargjald samkvæmt 1. gr. skal reiknað sem hundraðshluti of byggingarkostnaði á gólffermetra í vísitöluhúsinu, eins og hann er ár hvert. Gjaldskráin skal þó aðeins breytast einu sinni á ári, þ.e. 1. janúar, í samræmi við breytingu á vísitölu byggingarkostnaðar.

(Vísitala byggingarkostnaðar er 159,6 stig 1. janúar 1990 og byggingarkostnaður á gólffermetra í vísitöluhúsinu kr. 38 470 frá sama tíma.)

3. gr.

Gjaldstuðlar til ákvörðunar gatnagerðargjaldi, samkvæmt 1. og 2. gr. skulu vera svo sem hér segir:

Einbýlishús 1,5%,

Bílageymsla og geymslurými 0,7%

Tvíbýlis- og parhús 1,1%

Rað- og keðjuhús, ein hæð 1,0%

Rað-og keðjuhús,tvær hæðir 0,9%

Fjölbýlishús 0,5

Iðnaðar-og atvinnuhúsnæði 1,0%

Verslunar-og atvinnuhúsnæði 2,0%

Gripahús o.fl. 0,4%

4. gr.

Gatnagerðargjaldi fylgir lögveð í fasteign þeirri. sem það er lagt á og gengur það, ásamt vöxtum, fyrir öllum veðkröfum, sem á eigninni hvíla, og tekur einnig til vátryggingarfjáreignarinnar. Heimilt er að taka gjöld þessi lögtaki samkvæmt lögum nr. 29/1885.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt of hreppsnefnd Vallahrepps, staðfestist hér amt með samkvæmt lögum nr. 51/1974 um gatnagerðargjöld, sbr. lög nr. 31/1975, til þess að öðlast gildi þegar í stað.

Félagsmálaráðuneytið, 20. mars 1997.

F. h. r.

Berglind Ásgeirsdóttir.

Húnbogi Þorsteinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica