1. gr.
Á eftir 69. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 69. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Framleiðsluundanþága á gildistíma viðbótarvottorðs.
Þrátt fyrir að í gildi sé viðbótarvernd skv. 1. mgr. 65. gr. a einkaleyfalaga er heimilt án samþykkis rétthafa að framleiða og/eða framkvæma nauðsynlegar aðgerðir til framleiðslu efnis í samræmi við 4. mgr. sömu greinar.
Framleiðsla og/eða framkvæmd nauðsynlegra aðgerða til framleiðslu efnis sem eingöngu er ætlað til útflutnings út fyrir Evrópska efnahagssvæðið þar sem efni eða lyf sem inniheldur efnið nýtur ekki lengur verndar eða hefur ekki notið verndar, skal merkja með kennimerki sbr. a-lið 4. mgr. 65. gr. a einkaleyfalaga. Merkið skal vera sýnilegt á umbúðum framleiðslu og, ef mögulegt er, á innri umbúðum framleiðslunnar einnig. Kennimerkið er sýnt í viðauka I.
Framleiðandi skal tilkynna Hugverkastofunni um framleiðslu skv. a- og b-lið 4. mgr. 65. gr. einkaleyfalaga eigi síðar en þremur mánuðum áður en hún skal hefjast. Jafnframt skal framleiðandi veita handhafa viðbótarvottorðs upplýsingar um fyrirhugaða framleiðslu innan sömu tímamarka. Upplýsingar þær sem veita ber eru eftirfarandi:
Heimilt er að notast við staðlað eyðublað fyrir tilkynningar skv. 3. mgr.
Ef kröfur um tilvísunarnúmer markaðsleyfis skv. d-lið eru ekki uppfylltar að því er varðar þriðja land, skal það aðeins hafa áhrif á útflutning til þess lands og skal sá útflutningur þá ekki njóta góðs af framleiðsluundanþágunni.
2. gr.
Við 2. mgr. 82. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, svohljóðandi:
3. gr.
2. málsliður 2. mgr. 85. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
4. gr.
Við 89. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, svohljóðandi:
5. gr.
Í stað heitisins Einkaleyfastofan í a-lið 1. tölul. 2. gr. reglugerðarinnar og sama orðs hvarvetna annars staðar í reglugerðinni kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Hugverkastofan.
6. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 7. mgr. 65. gr. a laga nr. 17/1991 um einkaleyfi með síðari breytingum og lögum nr. 32/2019 og öðlast þegar gildi.
Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 31. janúar 2022.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Páll Magnússon.
VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)