Fjármálaráðuneyti

447/2004

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 473/2001, um námskeið og próf fyrir viðurkennda bókara. - Brottfallin

1. gr.

3. gr. orðist svo:
Námskeiðið skiptist í þrjá áfanga, I. áfanga, reikningshald, II. áfanga, upplýsingamiðlun og upplýsingakerfi og III. áfanga, skattskil. Miða skal við að kennslan á námskeiðinu skuli vera samtals 106 klst. Prófnefnd ákveður í hvaða röð áfangarnir eru kenndir á námskeiðinu og vægi hvers áfanga innan námskeiðs. Kennslugreinar eru þessar og skiptast þannig milli námskeiðsáfanga:

I. áfangi
Grundvallarreglur reikningsskila.
Lög og reikningsskilavenjur.
Reikningsskilagerð.

II.

áfangi
Rafræn skattskil einstaklinga og lögaðila.
Áhrif upplýsingatækni á reikningshaldskerfi.
Reikningshaldlegt innra eftirlit í viðskiptaferlum.

III.

áfangi
Lög og reglur.
Samskipti við skattyfirvöld.
Úrskurðir, dómar og álit.


Að loknum hverjum áfanga skal halda próf úr námsefni þess áfanga. Prófnefnd tekur ákvörðun um það námsefni sem prófað er úr.


2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 43. gr. laga nr. 145/1994, um bókhald með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.


Fjármálaráðuneytinu, 17. maí 2004.

F. h. r.
Maríanna Jónasdóttir.
Elva Ósk S. Wiium.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica