296/2003
Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 473/2001, um námskeið og próf fyrir viðurkennda bókara. - Brottfallin
Stofnreglugerð:
Felld brott með:
1. gr.
3. gr. orðist svo:
Prófnefnd tekur ákvörðun um prófsefni það sem prófað er úr. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta, I. hluta, upplýsingamiðlun og upplýsingakerfi, II. hluta, reikningshald, og III. hluta, skattskil. Miða skal við að kennsla í I. hluta verði 30 klst., kennsla í II. hluta verði 38 klst. og kennsla í III. hluta verði 38 klst. Að loknum námskeiðum skal halda próf úr öllum hlutunum. Kennslugreinar eru þessar og skiptast þannig á milli námskeiðshluta:
I. |
hluti |
|
Rafræn skattskil einstaklinga og lögaðila. |
|
Öryggismál í netkerfum. |
|
Áhrif upplýsingatækninnar á reikningshaldskerfi. |
|
Reikningshaldslegt innra eftirlit í viðskiptaferlum. |
II. |
hluti |
|
Grundvallarreglur reikningsskila. |
|
Lög og reikningsskilavenjur. |
|
Reikningsskilagerð. |
III. |
hluti |
|
Lög og reglur. |
|
Samskipti við skattyfirvöld. |
|
Úrskurðir, dómar og álit. |
2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 43. gr. laga nr. 145/1994, um bókhald með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Fjármálaráðuneytinu, 16. apríl 2003.
F. h. r.
Ragnheiður Snorradóttir.
Elva Ósk S. Wiium.