451/2007
Reglugerð um breyting á reglugerð um sakaskrá ríkisins, nr. 569/1999. - Brottfallin
Stofnreglugerð:
Felld brott með:
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 3. gr.:
- B-liður orðast svo: Dómi eða viðurlagaákvörðun í máli vegna brots á öðrum lögum, nema umferðarlögum og reglugerðum settum samkvæmt þeim, þegar ákveðin er fangelsisrefsing, ákvörðun refsingar er frestað eða ákveðin er réttinda- eða leyfissvipting eða dæmd sekt 50.000 krónur eða hærri.
- Nýr stafliður bætist við, er verður d-liður, og breytist röð eftirfarandi stafliða í samræmi við það, svohljóðandi: Dómi, viðurlagaákvörðun eða lögreglustjórasátt í máli vegna brots á umferðarlögum og reglugerðum settum samkvæmt þeim þegar sekt er hærri en 100.000 krónur eða brot hefur leitt til réttinda- eða leyfissviptingar.
- E-liður orðast svo: Sektargerð lögreglustjóra eða tollstjóra í máli vegna brots á öðrum lögum þegar sekt er 50.000 krónur eða hærri eða brot hefur leitt til réttinda- eða leyfissviptingar.
2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga um meðferð opinberra mála, nr. 19 26. mars 1991, öðlast þegar gildi.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 7. maí 2007.
Björn Bjarnason.
Gunnar Narfi Gunnarsson.