730/2007
Reglugerð um breyting á reglugerð um útlendinga nr. 53/2003 með síðari breytingum. - Brottfallin
Stofnreglugerð:
Felld brott með:
1. gr.
4. mgr. 38. gr., sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 769/2004 orðast svo:
Þegar Útlendingastofnun hefur gefið út dvalarleyfi skal það sent umsækjanda.
2. gr.
39. gr., sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 769/2004 breytist þannig:
- Á eftir 1. málsl. 2. mgr. bætist nýr málsl. er verður 2. málsl. og orðast svo:
Útlendingastofnun og sýslumenn utan Reykjavíkur taka við umsóknum um dvalarleyfi.
- Á eftir 2. málsl. 2. mgr. bætist nýr málsl. er verður 4. málsl. og orðast svo:
Ef um er að ræða útlending sem fellur undir ákvæði 2. eða 3. mgr. 38. gr. skal hjá Útlendingastofnun eða embætti sýslumanns utan Reykjavíkur tekin stafræn ljósmynd af umsækjanda er fylgja skal umsókn.
- Við 5. mgr. bætist nýr málsl. er orðast svo:
Skal þá jafnframt tekin af honum stafræn ljósmynd.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 58. gr. laga um útlendinga nr. 96 15. maí 2002 með síðari breytingum öðlast gildi 15. ágúst 2007.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 2. ágúst 2007.
Björn Bjarnason.
Haukur Guðmundsson.