362/2008
Reglugerð um breyting á reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu, nr. 322 9. apríl 2001, með síðari breytingum. - Brottfallin
Stofnreglugerð:
Felld brott með:
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar:
-
1. tölul. orðast svo: vegna umsókna um störf á sviði löggæslu, tollgæslu eða landhelgisgæslu, enda sé viðkomandi starf þess eðlis að það varði þjóðaröryggi eða landvarnir, auk þess sem hinn skráði hafi veitt upplýst samþykki sitt og fengið í hendur afrit af hinum miðluðu upplýsingum eða
-
Á eftir orðinu "hættu" í 4. tölul. kemur orðið: eða.
-
Við bætist nýr töluliður svohljóðandi: ef viðkomandi er tryggingafélag sem hefur með höndum uppgjör vegna tjóns og upplýsingarnar eru málefnalegar og nauðsynlegar til að ljúka uppgjörinu.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 3. mgr. 19. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19 26. mars 1991, i-lið 1. mgr. 5. gr. lögreglulaga nr. 90 13. júní 1996, sbr. lög nr. 15 14. apríl 2000 og 3. mgr. 45. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nr. 77 23. maí 2000, öðlast þegar gildi.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 1. apríl 2008.
Björn Bjarnason.
Dís Sigurgeirsdóttir.