Samgönguráðuneyti

669/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 751/2003 um skráningu ökutækja.

1. gr.

Í stað 2. málsl. 4. mgr. 18. gr. kemur nýr málsliður sem orðast svo:

Skráningarmerki af gerð B, C og D skulu hafa áletrun í tveim röðum, tvo bókstafi og bandstrik í þeirri efri og eftir atvikum, sbr. 4. gr., bókstaf og tölustafi eða tölustafi í þeirri neðri.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 26. gr. reglugerðarinnar:

a. Í stað orðanna "skráningarmerkis samkvæmt 18.-20. gr." í niðurlagi 1. málsl. 1. mgr. kemur: fastanúmer, sbr. 4. gr. reglugerðarinnar.
b. Á undan "íslenskir" í a-lið 2. mgr. kemur: stórir.
c. Við 2. mgr. bætast við d- og e-liðir sem orðast svo:
d. Á einkamerki af gerð B, C og D, má fjöldi stafa, þrátt fyrir ákvæði í 4. mgr. 18. gr., vera eins og fyrir verður komið með góðu móti.
e. Áletrun skráningarmerkis má ekki vera svo lík áletrun annars skráningarmerkis, sem þegar er í notkun að valdið geti ruglingi.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 27. gr. reglugerðarinnar:

a. Í c-lið 1. mgr. fellur niður "og" í enda setningar.
b. Aftan við d. lið 1. mgr. bætist við: geta verið 0,75 mm þykkar segulmottur, án upplyftra flata.

4. gr.

Reglugerðin er sett með heimild í 60., 64. og 64. gr. a umferðarlaga nr. 50/1987 og öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 20. júní 2008.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica