Samgönguráðuneyti

158/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 751/2003 um skráningu ökutækja.

1. gr.

9. gr. breytist þannig:

Á eftir 4. mgr. kemur ný málsgrein þannig orðuð: Eyðingarvottorð, sbr. a-liði 1. og 2. mgr., skal vera í samræmi við lágmarkskröfur sem koma fram í tilskipun 2000/53/EB, sbr. ákvörðun 2002/151/EB.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 60. gr., 64. gr. a og 67. gr. umferðarlaga nr. 50 frá 30. mars 1987 til innleiðingar á ákvörðun 2002/151/EB sem vísað er til nr. 32eb í XX. viðauka við EES-samninginn og birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB 10.04.2003 í 19. hefti á bls. 18.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 17. janúar 2006.

Sturla Böðvarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica