Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

217/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár, nr. 892 10. desember 1999. - Brottfallin

1. gr.

3. gr. liður 3.10, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 705, 18. ágúst 2004, orðast svo:

3.10

Verð fyrir hvern leik (röð) í Lottó 5/38 er kr. 100, Jóker kr. 200, og í Víkingalottói kr. 50. Aðeins er unnt að gerast þátttakandi hjá söluaðilum Íslenskrar getspár eða með rafrænum hætti, sbr. lið 3.1.



2. gr.

5. gr. liður 5.5.1, sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 534, 26. júní 2001, orðast svo:

5.5.1 Lottó 5/38:

  1. 57% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa allar 5 aðaltölur réttar. Með vísan til 5. gr., lokamálsliðar 5.6, er heimilt, ef 57% af heildarvinningsfjárhæð nær ekki 5 milljónum króna, að bæta við fyrsta vinningsflokk fjárhæð, sem þarf til að vinningsfjárhæðin fari yfir 5 milljónir króna. Viðbót þessi skal hlaupa á 50.000 krónum.
  2. 2,5% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa 4 aðaltölur réttar og auk þess rétta bónustölu. Með vísan til liðar 5.6., 3. mgr., er heimilt, ef 2,5% af heildarvinningsfjárhæð nær ekki 300.000 krónum, að bæta við þennan vinningsflokk fjárhæð sem þarf til að vinningsfjárhæðin fari yfir 300.000 krónur. Viðbót þessi skal hlaupa á 10.000 krónum.
  3. 14,5% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa 4 aðaltölur réttar.
  4. 17,5% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa 3 aðaltölur réttar.
  5. 8,5% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa 2 aðaltölur réttar og auk þess rétta bónustölu.

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í lögum um talnagetraunir nr. 26, 2. maí 1986, sbr. lög nr. 126, 16. desember 2003, öðlast gildi 16. apríl 2006.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 8. mars 2006.

Björn Bjarnason.

Fanney Óskarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica