Samgönguráðuneyti

307/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 751/2003 um skráningu ökutækja.

1. gr.

Á eftir b-lið 2. mgr. 19. gr. kemur nýr liður, c-liður, sem orðast svo:

Á skráningarmerkjum bifreiðar sem ætluð er til sérstakra nota, sbr. 6. og 7. tölulið 1. mgr. 4. gr. laga um olíugjald og kílómetragjald o.fl. nr. 87/2004, sbr. lög nr. 136/2005, og er undanþegin gjaldskyldu vegna olíugjalds, skal grunnur vera dökkgulur en brúnir, stafir, bandstrik og tígullaga flöturinn vera svört.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 60., 64. gr. a og 67. gr. umferðarlaga, nr. 50 frá 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 15. mars 2006.

Sturla Böðvarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica