Samgönguráðuneyti

506/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 751/2003 um skráningu ökutækja.

1. gr.

3. gr. breytist þannig:
Á eftir 5. tölulið 1. mgr. kemur nýr töluliður, 6. töluliður, sem verður þannig orðaður: afhenda megi skammtímaskráningarmerki til notkunar, sbr. 33. gr.


2. gr.

21. gr. breytist þannig:
Orðin "(án þjóðarmerkis)" falla brott.


3. gr.

30. gr. breytist þannig:
Á eftir orðinu "fornbifreið" í 1. málslið og á eftir orðinu "fornbifreiðir" í fyrirsögn greinarinnar kemur: og fornbifhjól.

Í stað orðsins "bifreiðarinnar" í 2. málslið kemur: ökutækjanna.


4. gr.

31. gr. breytist þannig:
Orðin "bifhjól og" í 1. málslið og í fyrirsögn greinarinnar falla brott.

Í stað orðsins "ökutækjanna" í 2. málslið kemur: dráttarvélar.


5. gr.

33. gr. verður þannig orðuð:

Skammtímaskráningarmerki.

Heimilt er í eftirgreindum tilvikum að merkja ökutæki tímabundið áður en það er tekið í notkun, sbr. 1. og 2. gr., með sérstöku skammtímaskráningarmerki, það er:

a. skráð ökutæki sem er án skráningarmerkja,
b. forskráð ökutæki sem færa skal til nýskráningar eða
c. ökutæki sem hefur verið afskráð og færa skal til endurskráningar.

Heimildin skal bundin við tiltekið ökutæki og skal skráð á merkið hve lengi má nota það.

Umferðarstofa kveður í verklagsreglum nánar á um skilyrði þess að merkja megi ökutæki með skammtímaskráningarmerki og um gerð merkisins.


6. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 60. gr., 64. gr. a og 67. gr. umferðarlaga nr. 50 frá 30. mars 1987 og með innleiðingu á 24c tölul. XIII. viðauka við EES-samninginn, með síðari breytingum, sbr. eftirfarandi yfirlit:

Tölul. í XIII.
viðauka
Gerðir
EB/EBE
Birting
EB/EBE gerðar í stjórnartíðindum EB
Ákvörðun
EES-nefndarinnar
Birting
EES-gerðar
í EES-viðbæti við stjórnartíðindi EB
24c
Tilskipun ráðsins nr. 1999/37/EB frá 29.04.1999 01.06.1999, hefti nr. 138, bls. 57 Nr. 177/1999 15.03.2001, hefti nr. 14, bls. 64
Breyting: Tilskipun framkvæmdastjórar EB
nr. 2003/127, frá 23.12.2003
16.01.2004, hefti nr.10, bls. 29 Nr. 129/2004 10.03.2005, hefti nr. 12, bls 41


Reglugerðin öðlast þegar gildi.


Samgönguráðuneytinu, 23. maí 2005.

Sturla Böðvarsson.
Unnur Gunnarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica