Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

18/1967

Reglugerð um nafnskírteini. - Brottfallin

Felld brott með:

REGLUGERÐ

um nafnskírteini.

1. gr.

Á öllum nafnskírteinum, sem eftir gildistöku þessarar reglugerðar eru gefin út til einstaklinga 12-25 ára, skal vera mynd af skírteinishafa. Þetta tekur einnig til nafnskírteina, sem gefin hafa verið út fyrir gildistöku þessarar reglugerðar, en óafhent eru, þá er hún tekur gildi.

Í samræmi við ákvæði 1. mgr. þessarar gr. er afhending nafnskírteina til einstaklinga 12-25 ára framvegis bundin því skilyrði, að hlutaðeigandi afhendi mynd af sér til festingar á skírteinið.

2. gr.

Lögreglustjórar annast um afhendingu nafnskírteina, sem Hagstofan sendir þeim í því skyni (sbr. 7. málsgr. 1. gr. laga nr. 25/1965), og þeir setja :mynd á nafnskírteini (sbr. 2. málsgr. 3. gr. laga nr. 25/1965), þó ekki á skírteini endurútgefin af Hagstofunni, sbr. 3. gr.

3. gr.

Beiðnir um, að gefið sé út nýtt skírteini í stað glataðs eða skemmds skírteinis eða til leiðréttingar á áður útgefnu skírteini, skulu sendar Hagstofunni, annað hvort beint eða um hendur hlutaðeigandi lögreglustjóra. Hagstofan gefur ekki út nýtt skírteini til einstaklinga 12-25 ára, nema henni sé áður afhent mynd hlutaðeiganda til festingar á nafnskírteinið. Hagstofan setur stimpil sinn og dagsetningu á nafnskírteini með mynd, sem hún gefur út samkvæmt þessari gr.

Einstaklingar búsettir í Reykjavík og nágrenni hennar, þ. e. í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðahreppi, Bessastaðahreppi, Seltjarnarneshreppi og Mosfellshreppi, skulu snúa sér beint til Hagstofunnar, er þeir þurfa að fá út gefið nýtt nafnskírteini samkvæmt fyrri málsgr. þessarar gr.

4. gr.

Mynd, sem afhent er lögreglustjóra eða Hagstofunni til festingar á nafnskírteini; skal vera á endingargóðum pappír, 35X45 mm að stærð, ósnjáð og skýr, og að öllu öðru leyti fullnægjandi að dómi hlutaðeigandi yfirvalds.

5. gr.

Óheimilt er að afhenda einstaklingi nafnskírteini með mynd, nema hlutaðeigandi yfirvald hafi áður gengið örugglega úr skugga um, að hún sé af þeim, sem nafnskírteinið hljóðar á, og að móttakandi skírteinis sé sá, sem hann segist vera. Sama gildir, þá er skírteinishafi ber fram ósk um, að mynd sé fest á skírteini, sem hann áður hefur fengið afhent.

6. gr.

Hagstofan setur reglur um, hvernig menn skuli færa sönnur á., að mynd til festingar á nafnskírteini sé af þeim, sem það hljóðar á, og að móttakandi skírteinis sé sá, sem hann segist vera.

7. gr.

Einstaklingar búsettir utan Reykjavíkur og nágrennis (sbr. 2. málsgr. 3. gr.), sem þurfa að fá gefið út nýtt nafnskírteini samkvæmt 3. gr., eiga sér að kostnaðarlausu rétt á að fá nafnskírteini til bráðabirgða, er hefur sama notagildi og myndlaust nafnskírteini. Lögreglustjórar gefa út bráðabirgðanafnskírteini á þar til gerðu eyðublaði til eigi lengri tíma en eins mánaðar frá útgáfudegi.

Lögreglustjóri gefur yfirleitt ekki út bráðabirgðanafnskírteini, nema hlutaðeigandi hafi afhent honum beiðni til Hagstofunnar um útgáfu nafnskírteinis samkvæmt 3. gr.

Handhafi bráðabirgðanafnskírteinisins skal skila því til lögreglustjóra um leið og hann fær afhent nafnskírteini, gefið út samkvæmt 3. gr.

8. gr.

Hver lögreglustjóri getur ákveðið fyrir eitt ár f senn, að ákvæði 1. gr, skulu eigi taka til umdæmis hans eða tiltekins hluta þess. Þetta heimildarákvæði tekur ekki til nafnskírteina, sem gefin eru út samkvæmt 3. gr. þessarar reglugerðar.

9. gr.

Reglugerð þessi er gefin út í samráði við dómsmálaráðuneytið.

10. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 25/1965, um útgáfu og notkun nafnskírteina, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðherrann, 3. marz 1967.

Magnús Jónsson.

Klemens Tryggvason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica