Reglugerð um breytingu á reglugerð um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna nr. 129 6. apríl 1992 með síðari breytingum.
5. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Happdrættið gefur árlega út 80.000 -áttatíuþúsund- hlutamiða. Af hverjum hlutamiða eru gefnar út tvær flokkaraðir, sem greinast að með bókstöfunum A og B. Sama verð gildir um hvora flokkaröð.
Hver hlutamiði gildir í flokkaröð og sjóðsröð, sem auðkennd er í vinningaskrá sem DAS 80%. Hver hlutamiði ber áprentað númer frá 1-80.000, auðkenni raðarinnar, A eða B, flokksnúmer frá 1-12, sjóðsraðarauðkenni, spilamerki sem eru hjarta, spaði, tígull eða lauf, verð miðans og skiptingu þess milli flokkaraðar eða sjóðsraðar, síðasta söludag, dráttardag hvorrar raðar og innlausnarfrest vinninga. Á miðann skal prenta eiginhandarundirskrift forstjóra happdrættisins og á honum skal vera undirskrift og eiginhandarstimpill söluumboðs.
Við útdrátt vinninga í flokkaröð sem fram fer mánaðarlega gilda hlutamiðanúmer en við útdrátt vinninga í sjóðsröð sem fram fer í ágúst, desember og apríl gilda auk hlutamiðanúmersins og bókstafsins þau sérstöku spilamerki sem prentuð eru á miðann, það er hjarta, spaði, tígull og lauf.
5. og 9. flokkur, miði ber auðkennið hjarta.
6. og 10. flokkur, miði ber auðkennið spaði.
7. og 11. flokkur, miði ber auðkennið tígull.
8. og 12. flokkur, miði ber auðkennið lauf.
Útdráttur vinninga skal fara fram sérstaklega fyrir hvora röð vinninga. Við útdrátt í flokkaröð skal draga úr öllum útgefnum númerum, 1-80.000, en við útdrátt vinninga í sjóðsröð, DAS 80%, skal einungis dregið úr þeim númerum sem seld eru í hverjum viðkomandi undanfarandi fjögurra flokka og skal fyrir útdrátt liggja fyrir skrá um þau númer sem seld eru í hverjum flokki, staðfest af yfirmanni happdrættisins. Skulu söluaðilar hafa skilað skrá yfir selda miða tímanlega áður en útdráttur fer fram.
2. mgr. 6. gr. orðist svo:
Vinningar í flokkaröðum skulu vera a.m.k. 50.000 í tólf flokkum.
Heildarverðmæti þeirra miðað við smásöluverð skal nema a.m.k. 40% af heildarsöluverði miða í öllum tólf flokkunum.
1. mgr. 7. gr. orðist svo:
Verð hlutamiða í hvorri flokkaröð skal vera kr. 7.200 ef keyptur er miði sem gildir í öllum tólf flokkum happdrættisins sem er frá 1. maí til 30. apríl.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum nr. 16 13. apríl 1973 um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 18. apríl 1995.
F. h. r.
Þorsteinn Geirsson.
Jón Thors.