1. gr.
1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Verð ársmiða er 27.600 kr. en endurnýjunarverð í hverjum flokki 2.300 kr.
2. gr.
8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Hlutanúmer eru seld á skrifstofu SÍBS í Reykjavík, á netinu, í síma og hjá umboðsmönnum happdrættisins.
Endurnýjunargreiðsla hlutanúmers skal hafa borist happdrætti SÍBS með sannanlegum hætti fyrir lok síðasta endurnýjunardags.
3. gr.
1. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Útdráttur vinninga fer fram opinberlega í Reykjavík daginn eftir síðasta endurnýjunardag á þeim stað og á þeim tíma sem happdrættisráð samþykkir.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um happdrætti fyrir Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga nr. 18/1959, öðlast gildi 1. janúar 2025.
Dómsmálaráðuneytinu, 14. október 2024.
Guðrún Hafsteinsdóttir.
Haukur Guðmundsson.