I. KAFLI
Inngangur.
1. gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um umferðarmerki, umferðarljós, hljóðmerki og önnur merki á eða við veg til stjórnunar á eða leiðbeiningar fyrir umferð, gerð þeirra, hvað þau tákna og hvenær má víkja frá þeim. Í viðaukum við reglugerð þessa er fjallað um hvernig veghaldari skal nota umferðarmerki, þar á meðal um kröfur til tæknilegrar útfærslu og uppsetningar merkja.
Útlit, litur, lögun og táknmyndir umferðarmerkja og umferðarljósa skulu vera eins og sýnt er í reglugerð þessari. Hið sama gildir um hljóðmerki og önnur merki á eða við veg. Umferðarmerki halda þó gildi sínu þrátt fyrir smávægileg frávik í útliti frá því sem í reglugerðinni greinir.
2. gr.
Viðaukar.
Eftirtaldir viðaukar, sem kveða á um nánari reglur við notkun umferðarmerkja og tengds búnaðar, teljast hluti af reglugerð þessari:
Viðauki I - Notkun umferðarmerkja.
Viðauki II - Notkun breytilegra umferðarmerkja.
Viðauki III - Notkun ljós- og hljóðmerkja.
Viðauki IV - Notkun yfirborðsmerkinga.
3. gr.
Undanþágur.
Vegagerðin, að höfðu samráði við Samgöngustofu, getur heimilað að tekin séu tímabundið í notkun ný merki, önnur en merki í flokkum bannmerkja, boðmerkja, forgangsmerkja og sérreglumerkja, þrátt fyrir að þeirra sé ekki getið í reglugerð þessari.
4. gr.
Myndir og málsetningar.
Vegagerðin skal á vefsíðu sinni gera aðgengilegar myndir og málsetningar merkja sem getið er í reglugerð þessari. Þar skal einnig birta myndir, málsetningar, heiti og númer annarra afbrigða af þeim merkjum sem í reglugerð þessari er sérstaklega getið að heimilt sé að útfæra á annan máta, þ. á m. akreinamerkja og þjónustumerkja. Þar skulu enn fremur talin upp merki sem veitt hefur verið heimild fyrir í samræmi við 3. gr.
II. KAFLI
Umferðarmerki.
5. gr.
Almennt - Gildissvið.
Ákvarðanir um uppsetningu umferðarmerkja skulu teknar af veghaldara í samræmi við ákvæði umferðarlaga. Sérákvæði fyrir umferð sem gefin eru til kynna með umferðarmerki, gilda frá þeim tíma sem merkið er sett upp eða afhjúpað í samræmi við lögmæta ákvörðun veghaldara.
Umferðarmerki gilda almennt um alla umferð ökutækja sem merkjunum er beint að og á öllum akreinum vegar með akstursstefnu í sömu átt. Sérákvæði um umferð á tilteknum akreinum vegar eru gefin til kynna með sérreglumerkjum, með merkjum yfir akrein og ör sem vísar á akreinina eða með yfirborðsmerkingum á akreininni.
Á akreinum þar sem sérreglumerkjum er beitt má neyðaraðili þ.e. lögregla eða neyðarlínan 112 beina umferð björgunarökutækja og aðstoðarökutækja að slysstað.
Umferðarmerki gilda einnig, eftir því sem við á, til stjórnunar eða leiðbeiningar fyrir umferð gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarenda. Á stígum geta enn fremur þær yfirborðsmerkingar sem almennt skulu standa með öðrum umferðarmerkjum, staðið einar og sér til leiðbeiningar fyrir umferð.
Eigi má án leyfis veghaldara setja upp, nema á brott eða breyta umferðarmerki. Enn fremur er óheimilt að setja á eða við veg spjöld, auglýsingar, ljósaskilti eða sambærilegan búnað þannig að honum sé beint að umferð nema með heimild veghaldara.
6. gr.
Flokkar umferðarmerkja.
Umferðarmerki skiptast í þessa flokka:
Merki til viðvörunar fyrir umferð:
100 Viðvörunarmerki.
Merki til stjórnunar umferðar:
200 Forgangsmerki.
300 Bannmerki.
400 Boðmerki.
500 Sérreglumerki.
Merki til leiðbeiningar fyrir umferð:
600 Upplýsingamerki.
700 Vegvísar og þjónustumerki.
Önnur merki og búnaður:
800 Undirmerki.
900 Önnur merki.
Viðvörunarmerki.
7. gr.
Um viðvörunarmerki.
Viðvörunarmerkjum er ætlað að vekja athygli vegfarenda á því að vegur sé hættulegur eða að sérstök hætta sé á vegi.
8. gr.
Upptalning viðvörunarmerkja.
Viðvörunarmerki eru þessi:
100.1
100.2
|
100 Hættuleg beygja. Merki þetta gefur til kynna að fram undan sé stök beygja sem er hættuleg vegna legu vegarins eða þar sem vegsýn er takmörkuð. Merkið tekur breytingum í samræmi við stefnu beygjunnar. |
||
102.1
102.2
|
102 Hættulegar beygjur. Merki þetta gefur til kynna að fram undan sé vegarkafli með tveimur eða fleiri hættulegum beygjum. Merkið tekur breytingum í samræmi við stefnu fyrstu beygju. |
||
104.1
104.2
|
104 Brött brekka. Merki þetta gefur til kynna að fram undan sé brött brekka með þeim halla, sem fram kemur á skiltinu í prósentum. Merkið tekur breytingum eftir því hvort ekið sé upp (104.1) eða niður (104.2) brekkuna. |
||
106.1
|
106 Vegur mjókkar. Merki þetta gefur til kynna að vegur mjókki verulega. Merkið tekur breytingum í samræmi við þá átt sem vegur mjókkar frá. |
||
106.2
|
106.3
|
|
|
108.1
|
108.1 Ósléttur vegur. Merki þetta gefur til kynna að fram undan sé vegarkafli þar sem miklar ójöfnur eru á yfirborði akbrautar. |
||
108.2
|
108.2 Holur. Merki þetta gefur til kynna að fram undan sé vegarkafli þar sem holur hafa eða geta skyndilega myndast í yfirborði vegar með bundnu slitlagi. |
||
109
|
109 Hraðahindrun. Merki þetta gefur til kynna að fram undan sé hraðahindrun. |
||
110
|
110 Vegavinna. Merki þetta gefur til kynna að fram undan séu framkvæmdir á eða við veg. |
||
111
|
111 Vegheflun. Merki þetta gefur til kynna að fram undan sé unnið að viðhaldi malarvegar með veghefli. |
||
112
|
112 Steinkast. Merki þetta gefur til kynna að fram undan sé vegarkafli þar sem hætta er á steinkasti. |
||
114.1
114.2
|
114 Grjóthrun, snjóflóð. Merki þetta gefur til kynna að fram undan sé hætta á grjóti á vegi, grjóthruni eða snjóflóði. Merkið tekur breytingum í samræmi við þá átt sem hrunhætta er úr. |
||
115
|
115 Skert sýn vegna veðurs. Merki þetta gefur til kynna að fram undan sé vegarkafli þar sem líkur á skertri vegsýn vegna veðurs, svo sem þoku, eru meiri en almennt gerist. Merkið er fyrst og fremst notað sem breytilegt umferðarmerki. |
||
116.1
|
116.1 Sleipur vegur. Merki þetta gefur til kynna að fram undan sé vegarkafli þar sem sérstök hætta er á að vegur sé mjög sleipur eða háll. |
||
116.2
|
116.2 Ísing á vegi. Merki þetta gefur til kynna að fram undan sé vegarkafli þar sem hætta er á óvæntri ísingu á vegi. |
||
117.1
|
117.1 Há slitlagsbrún. Merki þetta gefur til kynna háa brún slitlags við vegöxl. |
||
117.2
|
117.2 Ótryggur vegkantur. Merki þetta gefur til kynna að vegkantur beri ekki þung ökutæki. |
||
120
|
120 Bryggjusvæði. Merki þetta gefur til kynna að fram undan sé bryggja, hafnarkantur eða ferjulægi. |
||
122
|
122 Jarðgöng. Merki þetta gefur til kynna að fram undan séu jarðgöng. |
||
124
|
124 Hættuleg vegamót. Merki þetta gefur til kynna að fram undan séu hættuleg vegamót þar sem umferð frá hægri hefur forgang. |
||
125.1
|
125 Hættuleg vegamót þar sem umferð á vegi hefur forgang. Merki þetta gefur til kynna að fram undan séu vegamót þar sem umferð á vegi sem merkið stendur við hefur forgang gagnvart umferð af hliðarvegum. Merkið tekur breytingum í samræmi við legu vegamótanna. |
||
125.2
|
125.3
|
125.4 |
125.5
|
125.6
|
125.7
|
|
|
126
|
126 Hringtorg. Merki þetta gefur til kynna að fram undan sé hringtorg. |
||
132
|
132 Umferðarljós. Merki þetta gefur til kynna að fram undan séu umferðarljós. |
||
140
|
140 Gangbraut. Merki þetta gefur til kynna að fram undan sé gangbraut. |
||
141
|
141 Gangandi vegfarendur. Merki þetta gefur til kynna að fram undan megi búast við umferð gangandi vegfarenda. |
||
142
|
142 Börn. Merki þetta gefur til kynna að fram undan megi búast við börnum við veg. |
||
144
|
144 Hjólandi vegfarendur. Merki þetta gefur til kynna að fram undan megi búast við mikilli umferð reiðhjóla og/eða léttra bifhjóla í flokki I þvert á veg eða að slík umferð þurfi að nota hluta akbrautar við þröngar aðstæður. |
||
146.1
|
146 Dýr. Merki þetta gefur til kynna að nauðsynlegt sé að sýna sérstaka aðgát vegna dýra á eða við veg. Merkið tekur breytingum eftir því hvaða dýrum varað er við. Á merkinu geta því t.d. verið hestar, hreindýr, fuglar, nautgripir, sauðfé eða kanínur. |
||
146.2
|
146.3
|
146.4
|
146.5
|
146.6
|
|
|
|
148
|
148 Tvístefnuakstur. Merki þetta gefur til kynna að umferð sé í báðar áttir eftir vegi eða stíg. |
||
149
|
149 Umferðartafir. Merki þetta gefur til kynna að fram undan megi vænta tafa vegna umferðar. |
||
150.1
150.2
|
150 Lágflug. Merki þetta gefur til kynna að fram undan sé svæði þar sem loftfar sem hefur sig til flugs eða lendir á flugvelli kunni að fljúga lágt yfir nálægan veg. Merkið tekur breytingum þannig að flugvél stefni í átt að flugvelli. |
||
152.1
152.2
|
152 Sviptivindur. Merki þetta gefur til kynna að fram undan sé svæði þar sem miklir sviptivindar eru tíðir. Merkið tekur breytingum í samræmi við ríkjandi vindátt á svæðinu. |
||
153
|
153 Slys. Merki þetta gefur til kynna að fram undan hafi orðið slys. Merkið er eingöngu notað sem breytilegt umferðarmerki. |
||
154
|
154 Vélavinna. Merki þetta gefur til kynna að fram undan megi búast við umferð tengdri atvinnustarfsemi, á svæði sem ekki er lokað fyrir umferð gangandi vegfarenda. |
||
155
|
155 Reiðmenn. Merki þetta gefur til kynna að fram undan megi búast við umferð reiðmanna eða að reiðstígur þveri veg. |
||
156
|
156 Önnur hætta. Merki þetta gefur til kynna aðra hættu sem nánar er tilgreind á undirmerki. |
9. gr.
Merkingar vegna framkvæmda við veg.
Þegar þörf er á tímabundnum merkingum, svo sem vegna framkvæmda eða atburða á eða við veg, er heimilt að nota skæran gulgrænan lit í stað guls litar á viðvörunarmerkjum. Eftirfarandi merki skulu ávallt vera með gulgrænum lit í samræmi við ákvæði reglugerðar um merkingar og aðrar öryggisráðstafanir vegna framkvæmda, viðburða og annarra aðstæðna á og við veg og reglna sem settar hafa verið á grundvelli hennar:
110 |
111 |
|
|
Forgangsmerki.
10. gr.
Um forgangsmerki.
Forgangsmerki mæla með bindandi hætti fyrir um forgang umferðar við vegamót, þrengingar á vegi og samruna akreina. Fyrirmæli um forgang umferðar gilda við staðsetningu forgangsmerkis nema annað sé sérstaklega tekið fram með undirmerki.
Fyrirmæli sem gefin eru til kynna með forgangsmerki gilda framar almennum reglum um forgang umferðar en víkja fyrir fyrirmælum sem gefin eru til kynna með umferðarljósum eða af lögreglu.
11. gr.
Upptalning forgangsmerkja.
Forgangsmerki eru þessi:
202
|
202 Biðskylda. Merki þetta gefur til kynna að ökumanni beri að veita umferð á vegi sem ekið er inn á eða yfir forgang. Þar sem merkið stendur með undirmerki 802.1 Fjarlægð er varað við biðskyldu fram undan. Þar sem merkið stendur með undirmerki 824 Stöðvunarskylda fram undan er varað við stöðvunarskyldu fram undan
|
204
|
204 Stöðvunarskylda. Merki þetta gefur til kynna að ökumanni beri skilyrðislaust að nema staðar og veita umferð á vegi sem ekið er inn á eða yfir forgang. |
206
|
206 Aðalbraut. Merki þetta gefur til kynna að umferð á vegi hafi forgang gagnvart umferð af hliðarvegum. |
208
|
208 Aðalbraut endar. Merki þetta gefur til kynna að aðalbraut endi og umferð á vegi hafi ekki lengur sérstakan forgang gagnvart umferð af hliðarvegum. |
212
|
212 Skylt að veita umferð sem kemur á móti forgang. Merki þetta gefur til kynna að ökumanni sé skylt að veita umferð sem kemur á móti forgang. |
214
|
214 Umferð á móti veitir forgang. Merki þetta gefur til kynna að umferð á móti veiti forgang. |
216 |
216 Fléttuakstur. Merki þetta gefur til kynna að tvær samhliða akreinar á vegi renni saman í eina og að ökumenn skuli aka þannig að eitt ökutæki fari í senn af hvorri akrein eftir því sem við verður komið. |
12. gr.
Merkingar vegna framkvæmda við veg.
Þegar þörf er á tímabundnum merkingum, svo sem vegna framkvæmda eða atburða á eða við veg, er heimilt að nota skæran gulgrænan lit í stað guls litar á merkjum 202 Biðskylda og 212 Skylt að veita umferð sem kemur á móti forgang, í samræmi við ákvæði reglugerðar um merkingar og aðrar öryggisráðstafanir vegna framkvæmda, viðburða og annarra aðstæðna á og við veg og reglna sem settar hafa verið á grundvelli hennar.
Bannmerki.
13. gr.
Um bannmerki.
Bannmerki kveða með bindandi hætti á um bann við tiltekinni umferð eða háttsemi. Takmarkanir á umferð gilda frá staðsetningu bannmerkis og þar til þeim er aflétt en annars að næstu vegamótum, nema annað sé sérstaklega tekið fram á undirmerki eða í ákvæðum um einstök merki.
14. gr.
Upptalning bannmerkja.
Bannmerki eru þessi:
302
|
302 Innakstur bannaður. Merki þetta gefur til kynna að akstur allra ökutækja inn á veg, þ. á m. reiðhjóla og léttra bifhjóla, sé bannaður. |
306.0
|
306.0 Allur akstur bannaður. Merki þetta gefur til kynna að akstur allra ökutækja, þ. á m. reiðhjóla og léttra bifhjóla, sé bannaður í báðar akstursáttir. Gangandi vegfarendum er heimilt að teyma reiðhjól. |
306.1
|
306.1 Akstur vélknúinna ökutækja bannaður. Merki þetta gefur til kynna að akstur vélknúinna ökutækja sé bannaður. |
306.2
|
306.2 Akstur vélknúinna ökutækja, annarra en tvíhjóla, bannaður. Merki þetta gefur til kynna að akstur vélknúinna ökutækja, annarra en tvíhjóla, sé bannaður. |
306.3
|
306.3 Akstur dráttarvéla, torfærutækja á hjólum og vinnuvéla bannaður. Merki þetta gefur til kynna að akstur dráttarvéla, torfærutækja á hjólum og vinnuvéla sé bannaður. |
306.41
|
306.41 Akstur léttra bifhjóla bannaður. Merki þetta gefur til kynna að akstur léttra bifhjóla sé bannaður. |
306.42
|
306.42 Akstur bifhjóla bannaður. Merki þetta gefur til kynna að akstur bifhjóla sé bannaður. |
306.43
|
306.43 Akstur torfærutækja á beltum (vélsleða) bannaður. Merki þetta gefur til kynna að akstur torfærutækja á beltum, þ. á m. vélsleða, sé bannaður. |
306.5
|
306.5 Akstur vörubifreiða bannaður. Merki þetta gefur til kynna að akstur vörubifreiða sé bannaður. |
306.6
|
306.6 Hjólreiðar bannaðar. Merki þetta gefur til kynna að hjólreiðar séu bannaðar. |
306.7
|
306.7 Umferð gangandi vegfarenda bönnuð. Merki þetta gefur til kynna að umferð gangandi vegfarenda sé bönnuð. |
306.8
|
306.8 Umferð gangandi vegfarenda og hjólreiðar bannaðar. Merki þetta gefur til kynna að umferð gangandi vegfarenda og hjólreiðar séu bannaðar. |
306.9
|
306.9 Umferð reiðmanna og rekstur hrossa bannaður. Merki þetta gefur til kynna að umferð reiðmanna og rekstur hrossa sé bannaður. |
306.10
|
306.10 Akstur hópbifreiða bannaður. Merki þetta gefur til kynna að akstur hópbifreiða sé bannaður. |
308
|
308 Akstur ökutækja með hættulegan farm bannaður. Merki þetta gefur til kynna að akstur ökutækja með hættulegan farm, svo sem sprengiefni, bensín eða annað eldsneyti, sé bannaður. Takmörkun samkvæmt ADR-flokkum B, C, D og E, sbr. reglugerð nr. 1077/2010, er gefin til kynna með undirmerki. |
309
|
309 Akstur ökutækja með vatnsspillandi farm bannaður. Merki þetta gefur til kynna að akstur ökutækja með vatnsspillandi farm sé bannaður. |
312
|
312 Takmörkuð breidd ökutækja. Merki þetta gefur til kynna mestu leyfilegu breidd ökutækja, hvort heldur með eða án farms, í metrum með einum aukastaf. |
314
|
314 Takmörkuð hæð ökutækja. Merki þetta gefur til kynna mestu leyfilegu hæð ökutækja, hvort heldur með eða án farms, í metrum með einum aukastaf. |
315
|
315 Minnsta bil milli vélknúinna ökutækja. Merki þetta gefur til kynna minnsta leyfilega bil milli vélknúinna ökutækja sem ferðast í sömu átt, í heilum metrum. |
316
|
316 Takmörkuð lengd ökutækja. Merki þetta gefur til kynna mestu leyfilegu lengd ökutækja, þ.m.t. samtengdra ökutækja, hvort heldur með eða án farms, í heilum metrum. |
318.1
|
318.1 Takmörkuð heildarþyngd ökutækja. Merki þetta gefur til kynna mestu leyfilegu heildarþyngd ökutækja, í heilum tonnum. Takmörkunin gildir um hvert ökutæki samtengdra ökutækja. |
318.2
|
318.2 Takmörkuð heildarþyngd samtengdra ökutækja. Merki þetta gefur til kynna mestu leyfilegu heildarþyngd samtengdra ökutækja, í heilum tonnum. Takmörkunin gildir einnig um stök ökutæki. |
320
|
320 Takmarkaður ásþungi. Merki þetta gefur til kynna mesta leyfilega þunga á ás með fjórum hjólum. Þyngd á ás með tveimur hjólum og þyngd á tví- og þríás skal vera í samræmi við reglur um þyngd ökutækja. |
324
|
324 Sérstök stöðvunarskylda. Merki þetta gefur til kynna að stöðva skuli ökutæki við merkið eða stöðvunarlínu, annars staðar en við vegamót. Ástæða stöðvunarskyldunnar er letruð á neðri helming merkisins. |
330.1
330.2
|
330 Beygja bönnuð. Merki þetta gefur til kynna að óheimilt sé að beygja í þá átt sem tilgreind er á merkinu á vegamótum eða við sambærilegar aðstæður, þ. á m. að óheimilt sé að snúa ökutæki við. |
332
|
332 U-beygja bönnuð. Merki þetta gefur til kynna að óheimilt sé að snúa ökutæki við á vegamótum eða við sambærilegar aðstæður. |
334
|
334 Framúrakstur bannaður. Merki þetta gefur til kynna að óheimilt sé að aka fram úr vélknúnum ökutækjum öðrum en tvíhjóla. |
335
|
335 Framúrakstur vörubifreiða bannaður. Merki þetta gefur til kynna að vörubifreiðum, þ.m.t. samtengdum ökutækjum, með meiri leyfðri heildarþyngd en 3.500 kg sé óheimilt að aka fram úr vélknúnum ökutækjum öðrum en tvíhjóla. |
336
|
336 Bann við framúrakstri afnumið. Merki þetta gefur til kynna að bann við framúrakstri sé afnumið. |
337
|
337 Bann við framúrakstri vörubifreiða afnumið. Merki þetta gefur til kynna að bann við framúrakstri vörubifreiða sé afnumið. |
362 |
362 Sérstök takmörkun hámarkshraða. Merki þetta gefur til kynna hæsta leyfilega hraða ökutækis, hámarkshraða, í kílómetrum á klukkustund. |
364
|
364 Sérstök takmörkun hámarkshraða afnumin. Merki þetta gefur til kynna að sérstök takmörkun hámarkshraða sé afnumin. Þar með tekur gildi almenn takmörkun hámarkshraða á svæðinu. |
370
|
370 Bannað að stöðva ökutæki. Merki þetta gefur til kynna að bannað sé að stöðva ökutæki, enda sé stöðvun eigi nauðsynleg vegna annarrar umferðar, þeim megin vegar sem merkið stendur, frá merkinu og að næstu vegamótum nema annað sé tekið fram á undirmerki. Ef bifreiðastæði er merkt eða afmarkað er heimilt að leggja í það en bannið gildir áfram að því loknu. Nánari lýsing á takmörkun kemur fram á undirmerki. |
372
|
372 Bannað að leggja ökutæki. Merki þetta gefur til kynna að bannað sé að leggja ökutæki þeim megin vegar sem merkið stendur, frá merkinu og að næstu vegamótum nema annað sé tekið fram á undirmerki. Ef bifreiðastæði er merkt eða afmarkað er heimilt að leggja í það en bannið gildir áfram að því loknu. Nánari lýsing á takmörkun kemur fram á undirmerki. |
380
|
380 Afnám banna. Merki þetta kemur fyrir á framkvæmdasvæðum og við aðrar tímabundnar merkingar. Merkið gefur til kynna afnám banna sem hafa verið sett s.s. bann við framúrakstri og lækkun hámarkshraða. Merkið afnemur ekki bann við stöðvun eða lagningu ökutækja. |
15. gr.
Merkingar vegna framkvæmda við veg.
Þegar þörf er á tímabundnum merkingum, svo sem vegna framkvæmda eða atburða á eða við veg, er heimilt að nota skæran gulgrænan lit í stað guls litar á bannmerkjum. Merki 362 Sérstök takmörkun hámarkshraða skal þá vera með gulgrænum lit í samræmi við ákvæði reglugerðar um merkingar og aðrar öryggisráðstafanir vegna framkvæmda, viðburða og annarra aðstæðna á og við veg og reglna sem settar hafa verið á grundvelli hennar:
362 |
380 |
|
Boðmerki.
16. gr.
Um boðmerki.
Boðmerki mæla með bindandi hætti fyrir um tiltekna háttsemi eða fyrirkomulag umferðar. Fyrirmæli um umferð gilda frá þeim stað sem boðmerki stendur að næstu vegamótum nema annað sé sérstaklega tekið fram á undirmerki eða í ákvæðum um einstök merki.
17. gr.
Upptalning boðmerkja.
Boðmerki eru þessi:
402.1
|
402 Akstursstefnumerki. Merki þetta mælir fyrir um að ökumanni sé skylt að aka í ákveðna akstursstefnu. Ökumanni ber að aka í þá átt sem örin vísar eða í eina af þeim áttum sem örvarnar vísa, séu á merkinu fleiri en ein ör.
|
||
402.2
|
402.3
|
402.4
|
402.5
|
402.6
|
402.7
|
402.8
|
402.9
|
404.1
404.2
|
404 Akbrautarmerki. Merki þetta mælir fyrir um að ökumanni beri að aka á þeirri akbraut eða þeim hluta akbrautar sem merkið vísar á. |
||
405
|
405 Akbrautarmerki. Merki þetta mælir fyrir um að ökumanni beri að aka öðru hvorum megin við merkið þar sem vegur greinist í tvennt en kemur aftur saman í framhaldinu. |
||
406
|
406 Hringtorg. Merki þetta gefur til kynna að ekið sé inn á hringtorg. Örvarnar gefa til kynna akstursstefnu í hringtorginu. |
||
410
|
410 Hjólastígur. Merki þetta gefur til kynna að stígur sé eingöngu ætlaður umferð reiðhjóla og léttra bifhjóla í flokki I. |
||
412
|
412 Göngustígur. Merki þetta gefur til kynna að stígur sé aðallega ætlaður umferð gangandi vegfarenda. |
||
414
|
414 Reiðstígur. Merki þetta gefur til kynna að stígur sé sérstaklega ætlaður fyrir umferð reiðmanna á hestum. |
||
416.1
|
416 Sameiginlegur stígur. Merki þetta gefur til kynna að stígur sé eingöngu ætlaður þeirri umferð sem merkið sýnir. Merkið tekur breytingum í samræmi við tegund umferðar. Vegfarendur skulu sýna hver öðrum gagnkvæma tillitssemi. |
||
416.2
|
|
|
|
418.1
|
418 Aðgreindir stígar. Merki þetta gefur til kynna tvo samhliða stíga sem aðgreindir eru með yfirborðsmerkingu, hæðarmun, eyju eða öðru sambærilegu. Merkið tekur breytingum í samræmi við tegund umferðar. Staðsetning táknanna á merkinu gefur til kynna hvor stígurinn er ætlaður hvorri tegund umferðar.
|
||
418.2
|
418.3
|
418.4
|
418.5
|
418.6
|
|
|
|
455 |
455 Lágmarkshraði. Merki þetta er notað á akreinamerki og gefur til kynna lágmarkshraða á viðkomandi akrein í kílómetrum á klukkustund. |
Sérreglumerki.
18. gr.
Um sérreglumerki.
Sérreglumerki mæla með bindandi hætti fyrir um sérstakar reglur eða takmarkanir fyrir umferð á tilteknum stað, afmörkuðu svæði eða á ákveðnum akreinum, aðrar en þær sem gefnar eru til kynna með bannmerki, boðmerki eða forgangsmerki.
Sérreglur fyrir umferð gilda frá þeim stað sem sérreglumerki stendur, nema annað sé sérstaklega tekið fram á undirmerki eða í ákvæðum um einstök merki.
19. gr.
Upptalning sérreglumerkja.
Sérreglumerki eru þessi:
a
b
c
|
500 Akreinamerki. Merkin gefa til kynna akreinar og heimila notkun þeirra, þ. á m. í hvaða átt umferð má aka, hvert heimilt sé að aka þegar komið er að vegamótum, hvar akrein sameinast annarri og hvar akreinar skiljast að. Heimilar akstursstefnur á akreinum eru gefnar til kynna með hvítum örvum á bláum grunni. Óheimilt er að nota akrein til aksturs í aðra akstursstefnu en gefin er til kynna á merkinu. Þegar akreinamerki eru notuð tímabundið, t.d. vegna vegavinnu, eru örvarnar svartar á appelsínugulum grunni. Takmarkanir á tiltekinni umferð um sérstakar akreinar, sérreinar og aðrar sérreglur um umferð á akrein eru gefnar til kynna á akreinamerki með viðeigandi umferðarmerki, t.d. boð- eða bannmerki, og eftir atvikum undirmerki á mynd viðkomandi akreinar. Hægfara umferð er skylt að nota akrein sem sérstaklega er merkt fyrir slíka umferð. Akreinamerki skulu útfærð eftir legu vegar á hverjum stað í samræmi við ákvæði þessarar greinar. Merkið sýnir allar akreinar viðkomandi akbrautar. Útlit, númer og heiti akreinamerkja í notkun skulu birt á vefsíðu Vegagerðarinnar. Merki sem sýnd eru í þessari grein eru tekin sem dæmi og hafa eftirfarandi merkingar:
|
|
d
|
e
|
f
|
g
|
h
|
i
|
j
|
|
|
500F |
Þegar akreinamerki eru notuð tímabundið, t.d. vegna vegavinnu, eru örvarnar svartar á appelsínugulum grunni og til aðgreiningar táknað 500F.
|
a
b
|
501 Akreinamerki ofan akbrautar. Merkið er staðsett ofan akbrautar og gefur til kynna heimilar akstursstefnur á þeirri akrein sem það er staðsett ofan. Merki sem sýnd eru í þessari grein eru tekin sem dæmi og hafa eftirfarandi merkingar:
|
|||
c
|
d
|
e
|
||
508
|
508 Hópbifreiðar í almenningsakstri. Merki þetta gefur til kynna akrein sem er eingöngu ætluð hópbifreiðum í almenningsakstri. |
|||
512
|
512 Biðstöð hópbifreiða í almenningsakstri. Merki þetta gefur til kynna biðstöð sem eingöngu er ætluð hópbifreiðum í almenningsakstri. Á merkinu er heimilt að birta myndmerki rekstraraðila hópbifreiða í almenningsakstri.
|
|||
514
|
514 Biðstæði leigubifreiða. Merki þetta gefur til kynna biðstæði leigubifreiða. |
|||
516.1
516.2
|
516 Gangbraut. Merki þetta gefur til kynna gangbraut sem ætluð er gangandi vegfarendum til að komast yfir akbraut. Merkið tekur breytingum þannig að táknmynd gangandi vegfaranda stefnir í átt að viðkomandi gangbraut. |
|||
521
|
521 Hjólarein. Merki þetta gefur til kynna akrein sem er eingöngu ætluð umferð reiðhjóla og léttra bifhjóla í flokki I. |
|||
526
|
526 Einstefna. Merki þetta gefur til kynna að einstefnuakstur sé um veginn í þá átt sem örin vísar. |
|||
540
|
540 Vistgata. Merki þetta gefur til kynna að komið sé inn á svæði þar sem ákvæði umferðarlaga um vistgötur gilda. |
|||
542
|
542 Vistgata endar. Merki þetta gefur til kynna að farið sé út af svæði þar sem ákvæði umferðarlaga um vistgötur gilda. |
|||
544
|
544 Þéttbýli. Merki þetta gefur til kynna að komið sé inn á svæði þar sem ákvæði umferðarlaga um þéttbýli gilda. |
|||
546
|
546 Þéttbýli lokið. Merki þetta gefur til kynna að farið sé út af svæði þar sem ákvæði umferðarlaga um þéttbýli gilda. |
|||
548
|
548 Göngugata. Merki þetta gefur til kynna að komið sé inn á svæði þar sem ákvæði umferðarlaga um göngugötur gilda. Nánari lýsing á reglum sem gilda innan svæðisins getur komið fram á merkinu. |
|||
550
|
550 Göngugata endar. Merki þetta gefur til kynna að farið sé út af svæði þar sem ákvæði umferðarlaga um göngugötur gilda.
|
|||
552.1
|
552.1 Bifreiðastæði. Merki þetta gefur til kynna að heimilt sé að leggja, sé það ekki í andstöðu við ákvæði umferðarlaga um að stöðva eða leggja ökutæki. Merkið gildir á afmörkuðu bifreiðastæði eða þeim megin vegar sem merkið stendur, frá merkinu og að næstu vegamótum nema annað sé tekið fram með undirmerki. Nánari lýsing á takmörkun kemur fram á undirmerki. |
|||
552.2
|
552.2 Bílastæðahús. Merki þetta gefur til kynna bílastæðahús. |
|||
552.3
|
552.3 Bifreiðastæði með gjaldskyldu. Merki þetta gefur til kynna gjaldskyldu bifreiðastæða. Merkið gildir á afmörkuðu bifreiðastæði eða þeim megin vegar sem merkið stendur, frá merkinu og að næstu vegamótum nema annað sé tekið fram með undirmerki. Mismunandi gjaldsvæði eru gefin til kynna með tölustaf. Nánari lýsing á takmörkun kemur fram á undirmerki. |
|||
553.1
|
553 Bifreiðastæði ætlað tilteknum aðilum. Merki þetta gefur til kynna að afmarkað bifreiðastæði sé einungis ætlað tiltekinni tegund ökutækja. Þannig er t.d. 553.4 Bifreiðastæði ætlað bifreiðum til rafhleðslu einungis ætlað ökutækjum meðan á rafhleðslu stendur. 553.1 Bifreiðastæði ætlað hópbifreiðum. 553.2 Bifreiðastæði ætlað vörubifreiðum. 553.3 Bifreiðastæði ætlað fólksbifreiðum. 553.4 Bifreiðastæði ætlað bifreiðum til rafhleðslu. 553.5 Bifreiðastæði ætlað húsbílum. 553.6 Bifreiðastæði ætlað lögreglu og sjúkrabílum. 553.7 Stæði ætlað reiðhjólum. 553.8 Stæði ætlað bifhjólum. 553.9 Stæði ætlað vélknúnum hlaupahjólum.
|
|||
553.2
|
553.3
|
553.4
|
553.5
|
|
553.6
|
553.7
|
553.8
|
553.9 |
|
554.1
554.2
554.3
|
554 Bifreiðastæði fyrir hreyfihamlað fólk. Merki 554.1 gefur til kynna að bifreiðastæði sé eingöngu ætlað handhöfum stæðiskorta fyrir hreyfihamlað fólk.
Merki 554.2 gefur til kynna sérstaklega breitt bifreiðastæði sem er eingöngu ætlað handhöfum stæðiskorta fyrir hreyfihamlað fólk.
|
|||
555.1
555.2
|
555 Neyðarútskot. Merki þetta gefur til kynna útskot á vegi eða í jarðgöngum sem eingöngu er ætlað til notkunar í neyð. Merkið tekur breytingum eftir þeirri átt sem útskotið er í. |
|||
562
|
562 Mörk svæðis með sérstaka takmörkun hámarkshraða. Merki þetta gefur til kynna að farið sé inn á svæði þar sem sérstök takmörkun hámarkshraða er í gildi. |
|||
563
|
563 Svæði með sérstaka takmörkun hámarkshraða endar. Merki þetta gefur til kynna að farið sé út af svæði þar sérstök takmörkun hámarkshraða er í gildi. |
|||
572
572
|
572 Mörk svæðis þar sem heimild til að leggja ökutæki er takmörkuð. Merki þetta gefur til kynna að farið sé inn á svæði þar sem heimild til að leggja ökutæki er takmörkuð. Nánari lýsing á takmörkun getur komið fram á merkinu. Merki þetta með textanum "Snúningshaus" gefur til kynna að um snúningshaus í samræmi við 29. gr. umferðarlaga sé að ræða. |
|||
573
|
573 Svæði þar sem heimild til að leggja ökutæki er takmörkuð endar. Merki þetta gefur til kynna að farið sé út af svæði þar sem heimild til að leggja ökutæki er takmörkuð. |
|||
576
576
|
576 Mörk svæðis þar sem heimilt er að leggja ökutæki. Merki þetta gefur til kynna að farið sé inn á svæði þar sem heimilt er að leggja ökutæki. Nánari lýsing á heimild getur komið fram á merkinu. |
|||
577 |
577 Svæði þar sem heimilt er að leggja ökutæki endar. Merki þetta gefur til kynna að farið sé út af svæði þar sem heimilt er að leggja ökutæki. |
|||
Upplýsingamerki.
20. gr.
Um upplýsingamerki.
Upplýsingamerkjum er ætlað að veita vegfarendum upplýsingar um ýmis atriði sem telja má þýðingarmikil fyrir umferðina en fela ekki í sér boð, bönn eða aðrar sérreglur fyrir umferð.
Upplýsingamerki eru ekki talin upp með tæmandi hætti í reglugerð þessari. Veghöldurum er heimilt, að fengnu samþykki Vegagerðarinnar, að höfðu samráði við Samgöngustofu að taka í notkun önnur upplýsingamerki en hér greinir, til upplýsingar fyrir umferð. Vegagerðin skal tryggja samræmt útlit upplýsingamerkja.
21. gr.
Upptalning upplýsingamerkja.
Upplýsingamerki eru þessi:
650.1
|
650 Upplýsingatafla. Upplýsingatafla með stuttum texta eða myndum veitir vegfarendum mikilvægar upplýsingar sem ekki er með greinargóðum hætti hægt að gefa til kynna með öðrum umferðarmerkjum. Upplýsingatöflur geta m.a. veitt vegfarendum nánari upplýsingar um þjónustu, vegakerfi, fjarlægðir og bæjarstæði á svæði. Varanlegar upplýsingatöflur eru bláar að lit en tímabundnar upplýsingatöflur (bráðabirgðamerki) eru appelsínugular að lit, táknað 650F.x. |
|||||||
650.2
|
650.3
|
650F.4
|
650F.4
|
|||||
650F.5
|
650F.5 Upplýsingatafla um framkvæmdasvæði. Upplýsingatafla um framkvæmdasvæði þ.e. hver framkvæmir, verktaka, magn, upphaf verks, verklok og tilvísanir í nánari upplýsingar. |
|||||||
650F.61
|
650F.6 Hjáleið. Merki þetta gefur til kynna hentugustu leið fram hjá vinnu- eða viðburðarsvæði.
|
|||||||
650F.62 |
650F.63 |
650F.64
|
||||||
652.1
|
652 Snúningssvæði fyrir löng ökutæki. Merki þetta gefur til kynna útskot þar sem snúa má löngum ökutækjum við, svo sem í jarðgöngum. |
|||||||
652.2
|
|
|||||||
652.4
|
652.4 Útskot. Merki þetta gefur til kynna útskot á mjóum vegi þar sem sérstök aðstaða er til að mætast eða aka fram úr. |
|||||||
652.71
|
652.7 Botngata. Merki þetta gefur til kynna að vegur sé lokaður í annan endann. Á merkinu má gefa til kynna að göngustígur, hjólastígur eða sameiginlegur stígur sé í framhaldi af veginum. Merkið tekur breytingum eftir aðstæðum. |
|||||||
652.72
|
652.73
|
652.74
|
652.75
|
|||||
652.76
|
652.77 |
652.78
|
|
|||||
653.11
653.12
|
653.1 Undirgöng. Merki þetta vísar á gönguleið um undirgöng. |
|||||||
653.21
653.22
|
653.2 Brú. Merki þetta vísar á gönguleið að brú. |
|||||||
654.11
654.12
|
654.1 Inn. Merki þetta gefur til kynna hvar ekið er inn á tiltekið svæði. |
|||||||
654.21
654.22
|
654.2 Út. Merki þetta gefur til kynna hvar ekið er út af tilteknu svæði. |
|||||||
655.61
|
655.61 Löggæslumyndavél. Merki þetta gefur til kynna að fram undan sé sjálfvirk löggæslumyndavél sem gæti tekið ljósmynd af umferðarlagabroti. |
|||||||
655.62
|
655.62 Meðalhraðaeftirlit. Merki þetta gefur til kynna að fram undan sé vegarkafli þar sem sjálfvirkar löggæslumyndavélar mæla meðalhraða ökutækis þ.e. þann hraða sem ökutæki hreyfist að jafnaði á yfir tiltekna vegalengd. |
|||||||
655.71
|
655.71 Eftirlitsmyndavél. Merki þetta gefur til kynna að á viðkomandi stað eða vegarkafla sé sjálfvirk eftirlitsmyndavél til að fylgjast með umferð. |
|||||||
656
|
656 Hámarkshraðaupplýsingar. Merki þetta gefur upplýsingar um almennar reglur umferðarlaga um leyfilegan hámarkshraða við mismunandi aðstæður. |
|||||||
658.1
|
658 Leiðbeinandi leið fyrir tegund umferðar. Merki þetta gefur til kynna leiðbeinandi leið fyrir þá tegund umferðar sem tilgreind er á merkinu. Merkið tekur breytingum í samræmi við tegund umferðar t.d. vörubifreiðir, hjólandi vegfarendur, umferð hreyfihamlaðra vegfarenda og umferð reiðmanna á hestum. Önnur umferð er heimil nema sérstaklega sé lagt bann við henni.
|
|||||||
658.2
|
658.3 |
658.4 |
|
|||||
659
|
659 Rafræn gjaldtaka. Merki þetta gefur til kynna að ekið er inn á veg eða svæði þar sem gjald verður innheimt á rafrænan hátt. |
|||||||
660.1
660.2
|
660 Neyðarútgangur. Merki þetta gefur til kynna neyðarútgang eða stefnu og fjarlægð í neyðarútgang í jarðgöngum. |
|||||||
662 |
662 Vatnsverndarsvæði. Merki þetta gefur til kynna að ekið sé inn á vatnsverndarsvæði þar sem umferð sem flytur vatnsspillandi efni þarf að sýna sérstaka varúð. |
|||||||
Vegvísar og þjónustumerki.
22. gr.
Um vegvísa.
Vegvísum er ætlað að leiðbeina ökumanni um leiðarval. Þjónustumerki eru ein tegund vegvísa og er ætlað að upplýsa vegfarenda um þjónustu.
Litur vegvísa, þ. á m. texta og tákna á vegvísum, tekur breytingum í samræmi við tegund, staðsetningu og vísun vegvísis.
Svartur texti á gulum grunni með svörtum jaðri er notaður við almenna vegvísun á vegvísum utan höfuðborgarsvæðisins. Vegnúmer eru á hvítum bakgrunni.
Blár texti á hvítum fleti með bláum jaðri er notaður við almenna vegvísun á vegvísum innan höfuðborgarsvæðisins. Vegnúmer eru á gulum bakgrunni.
Rauður texti á hvítum fleti með rauðum jaðri er notaður við vísun á opinberar byggingar og áhugaverða staði. Vegnúmer eru á gulum bakgrunni.
Hvítur texti á brúnum fleti með hvítum jaðri er notaður við vísun á ferðamannastaði sem uppfylla viðmið Vörðu sem ráðuneyti ferðamála setur. Vegnúmer eru á hvítum bakgrunni. Vörður eru merkisstaðir á Íslandi sem teljast einstakir á lands- og/eða heimsvísu. Meginaðdráttarafl þeirra eru náttúrufyrirbæri og/eða menningarsögulegar minjar sem mynda sérstætt landslag eða landslagsheildir.
Svartur texti á appelsínugulum fleti með svörtum jaðri er notaður við tímabundna vísun á leið eða stað s.s. vegna framkvæmda eða viðburða. Vegnúmer eru á hvítum bakgrunni. Til aðgreiningar eru slíkir vegvísar táknaðir 7xxF.
23. gr.
Upptalning vegvísa.
Vegvísar eru þessir:
701.1
|
701 Töfluleiðamerki. Merki þetta sýnir leiðaval við vegamót sem eru fram undan, áður en komið er að vegamótum. |
|
701.2
|
||
701.3
|
701.4
|
|
703.1
|
703 Staðarleiðatafla. Merki þetta sýnir einfaldaða mynd af leiðavali við vegamót sem eru fram undan, áður en komið er að vegamótum. |
|
703.2
|
|
|
703.3 |
|
|
707
|
707 Akreinaleiðatafla. Merki þetta sýnir einfaldaða mynd af vegamótum sem eru fram undan, áður en komið er að vegamótum, til leiðbeiningar um akreinaval fyrir ökumenn. |
||||||
709 Töfluleiðavísir. Merki þetta sýnir áfangastaði sem sérhver akrein leiðir til nærri vegamótum, t.d. á merkjabrú yfir veg. |
|||||||
709
|
|||||||
711.1
|
711 Töfluvegvísir. Merki þetta vísar á áfangastaði í hverri akstursstefnu og stendur á eða við vegamót, einkum þar sem akreinar eru fleiri en ein. |
||||||
711.2
|
|
|
|||||
711.3
|
711.4
|
||||||
712.1
712.2
|
712 Töfluvegvísir fyrir hringtorg. Merki þetta vísar á áfangastaði í hverri akstursstefnu og stendur á eða við hringtorg, einkum þar sem akreinar eru fleiri en ein. Mælikvarði 1:40. |
||||||
713.1 |
713 Vegvísir. Merki þetta vísar á áfangastað í þá stefnu sem merkið vísar og stendur við vegamót. Lárétt lína í stað staðarheitis og vegalengdar táknar að vegnúmer teljist næg vegvísun.
|
||||||
713.1
|
|
||||||
713.2 |
713.3
|
||||||
713.4
|
713.5 |
||||||
713.6
|
|
|
|||||
714.2
|
714 Staðarvísir. Merki þetta vísar á tiltekinn stað, svo sem býli og stendur við vegamót. |
||||||
714.3
|
714.4
|
714.5
|
|||||
715.1
715.2
|
715 Fráreinavísir. Merki þetta stendur við upphaf fráreinar og vísar á stað sem fráreinin leiðir til. |
||||||
717 |
717 Staðarleiðarvísir. Merki þetta gefur til kynna stað og þjónustu sem er fram undan, áður en að honum er komið.
|
||
|
723 Vegnúmer og tákn. Vegnúmer og myndtákn eru einkum notuð inn á vegvísa eða upplýsingamerki.
|
||
723.00
|
723.00 Ónúmeraður vegur. Merkið gefur til kynna að vegur sé án vegnúmers og ekki í umsjón Vegagerðarinnar. |
||
723.13
723.13
|
723.13 Vegnúmer. Merkið gefur til kynna númer vegar. Á hvítum vegvísum er tákn vegnúmers haft gult. |
||
723.14
|
723.14 Vegnúmer, leið að vegi. Merkið gefur til kynna að vegur liggi að öðrum vegi með tilgreindu númeri. |
||
723.41
|
723.41 Ferðamannastaður með Vörðu. Merkið gefur til kynna áhugaverðan áfangastað ferðamanna sem uppfyllir viðmið Vörðu sem ráðuneyti ferðamála setur. |
||
723.42
|
723.42 Staður á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Merki þetta gefur til kynna áfangastað sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. |
||
723.51
|
723.51 Eyðibýli. Merkið gefur til kynna að vegvísir með tákninu vísi á eyðibýli. |
||
723.61
|
723.61 Jarðgöng. Merkið gefur til kynna að vegvísir með tákninu vísi á jarðgöng. |
||
725.2
725.3
|
725 Fjarlægðartafla. Merki þetta gefur til kynna fjarlægðir til áfangastaða. |
||
727.1
727.2
|
727 Sveitarfélagsmerki. Merki þetta gefur til kynna að farið sé yfir stjórnsýslumörk. Á merkinu eru nafn og táknmynd viðkomandi sveitarfélags. |
||
728.31
|
728 Staðartafla. Merki þetta gefur til kynna áhugaverðan áfangastað. Staðartafla getur einnig gefið til kynna afmörkun svæðis t.d. aðkomu inn í friðland eða þjóðgarð. Uppfylli áfangastaður ferðamanna viðmið Vörðu sem ráðuneyti ferðamála setur er skiltið haft í brúnum lit. |
||
728.32
|
728.41
|
728.42
|
|
728.6 |
728.6 Þjóðgarður eða friðland endar. Merki þetta gefur til kynna að farið sé út fyrir mörk þjóðgarðs eða friðlands. |
729.1
|
729.1 Götunafn eða vegarheiti. Merki þetta tilgreinir nafn götu, torgs eða heiti vegar. |
729.2
|
729.2 Staðarmerki. Merki þetta tilgreinir heiti staðar, örnefni o.þ.h. |
729.3
|
729.3 Húsnúmer. Merki þetta tilgreinir númer þeirra húsa sem standa við götu. |
751 |
751 Vegvísir fyrir hjólastíga. Merki þetta gefur til kynna stígamót og vísar á hjólaleið sem er merkt með númeri eða lit.
|
753
|
753 Töfluvegvísir fyrir hjólastíga. Merki þetta stendur á eða við stígamót og gefur til kynna áfangastaði hjólaleiða í hverri akstursstefnu.
|
755 |
755 Leiðamerki fyrir hjólastíga. Merki þetta gefur til kynna númer eða lit hjólaleiðar og er til að upplýsa vegfarendur um á hvaða leið þeir eru. |
24. gr.
Um þjónustumerki.
Þjónustumerki eru ein tegund vegvísa og er ætlað að upplýsa vegfarendur um þjónustu sem veghaldari telur sérstaka ástæðu til að vekja athygli á, annaðhvort vegna mikilvægi þjónustunnar eða þar sem langt er í aðra sambærilega þjónustu.
Þjónustumerki skal vera rétthyrndur ferhyrningur. Tákn er að jafnaði svart á hvítum grunni með bláan ramma en getur verið rautt eða gult. Vegagerðin, að höfðu samráði við Samgöngustofu, getur heimilað að önnur tákn en þau sem fram koma í reglugerð þessari séu notuð á þjónustumerki. Tákn sem heimiluð hafa verið skulu birt með öðrum umferðarmerkjum á vefsíðu Vegagerðarinnar ásamt skýringu á tákninu.
25. gr.
Upptalning þjónustumerkja.
Þjónustumerki eru þessi:
760.1
|
760 Þjónustumerki neyðarþjónustu. Merki þessi eru notuð ein og sér eða með öðrum vegvísum til að vísa á neyðarþjónustu. 760.1 Slysahjálp. 760.2 Heilsugæsla 760.3 Lyfjaverslun. 760.4 Lögregla. 760.5 Neyðarsími eða talstöð. 760.6 Slökkvitæki. 760.7 Neyðarskýli.
|
||
760.2
|
760.3
|
760.4
|
760.5
|
760.6
|
760.7 |
|
|
762.1
|
762 Þjónustumerki umferðar og samgangna. Merki þessi eru notuð ein og sér eða með öðrum vegvísum til að vísa á samgöngutengda þjónustu. 762.1 Miðbær. 762.2 Útvarp. 762.3 Bifreiðaverkstæði. 762.4 Bensínstöð. 762.5 Rafhleðslustöð. 762.6 Flugvöllur. 762.7 Bílferja. 762.8 Vöruhöfn. 762.9 Iðnaðarsvæði. 762.10 Losun skólptanka. 762.11 Umferðarmiðstöð. |
||
762.2
|
762.3
|
762.4
|
762.5
|
762.6
|
762.7 |
762.8 |
762.9 |
762.10
|
762.11 |
|
|
764.1
|
764 Þjónustumerki fyrir upplýsingar og áhugaverða staði. Merki þessi eru notuð ein og sér eða með öðrum vegvísum til að vísa á upplýsingar, áhugaverða staði, áningarstaði og útsýnisstaði. 764.1 Upplýsingar. 764.2 Upplýsingaskrifstofa. 764.3 Athyglisverður staður. 764.4 Athyglisverður staður innanhúss. 764.5 Áningarstaður. 764.6 Útsýnisstaður. 764.7 Gönguleið. |
||
764.2
|
764.3
|
764.4
|
764.5
|
764.6
|
764.7 |
|
|
766.1
|
766 Þjónustumerki gistiþjónustu. Merki þessi eru notuð ein og sér eða með öðrum vegvísum til að vísa á þjónustu tengda gistingu og gistiaðstöðu. 766.1 Gisting. 766.2 Tjaldstæði. 766.3 Hjólhýsasvæði. 766.4 Sæluhús. 766.5 Orlofshúsahverfi.
|
||
766.2
|
766.3
|
766.4
|
766.5
|
768.11
|
768 Þjónustumerki annarrar þjónustu. Merki þessi eru notuð ein og sér eða með öðrum vegvísum til að vísa á aðra nauðsynlega þjónustu. 768.11 Veitingahús. 768.12 Veitingastofa. 768.13 Kjörbúð. 768.21 Almenningssalerni. 768.31 Sundstaður. 768.32 Skíðasvæði. 768.33 Golf. 768.34 Íþróttasvæði. 768.35 Íþróttahús. 768.41 Kirkja. 768.42 Kirkjugarður. 768.51 Pósthús.
|
||
768.12
|
768.13 |
768.21 |
768.31 |
768.32
|
768.33 |
768.34 |
768.35
|
768.41 |
768.42 |
768.51 |
|
Undirmerki.
26. gr.
Um undirmerki.
Undirmerki eru notuð með öðrum umferðarmerkjum til nánari leiðbeininga eða skýringa. Undirmerki eru rétthyrnd og í sömu litum og aðalmerki nema annað sé tekið fram. Tákn og texti á gulum grunni skal að jafnaði vera svartur en tákn og texti á bláum grunni hvítur. Þýðing á íslenskum texta skal vera gul á bláum grunni en blá á gulum grunni.
Undirmerki eru ekki talin upp með tæmandi hætti í reglugerð þessari. Veghöldurum er heimilt, að fengnu samþykki Vegagerðarinnar, að taka í notkun önnur undirmerki en hér greinir, til nánari útskýringar á aðalmerki. Vegagerðin skal tryggja samræmt útlit undirmerkja.
Svartur texti á appelsínugulum fleti með svörtum jaðri er notaður við tímabundin undirmerki s.s. vegna framkvæmda eða viðburða. Til aðgreiningar eru slík undirmerki táknuð 8xxF.
27. gr.
Upptalning undirmerkja.
Helstu undirmerki eru:
802.1
802.2
|
802 Fjarlægð. Merki þetta segir til um hversu langt er að þeim stað sem aðalmerkið á við. Fjarlægðin er gefin upp í heilum metrum eða kílómetrum með einum aukastaf. Merkið tekur lit aðalmerkis.
|
||
804.1
804.2
|
804 Lengd gildissvæðis. Merki þetta segir til um gildissvæði aðalmerkis. Á merkinu kemur fram fjarlægð að upphafi gildissvæðis og fjarlægð að lokum þess, mæld frá merkinu. Fjarlægðin er gefin upp í heilum metrum eða kílómetrum með einum aukastaf. Merkið tekur lit aðalmerkis. |
||
806.1
806.2
|
806 Gildistími. Merki þetta segir til um gildistíma aðalmerkis. Tíminn er gefinn upp í heilum tölum á bilinu 0-24. Stafir án sviga segja til um gildistíma á mánudögum til föstudaga. Stafir innan sviga segja til um gildistíma á laugardögum. Rauðir stafir án sviga segja til um gildistíma á sunnudögum og lögboðnum frídögum. Ef sömu tímamörk gilda alla daga er gildistíminn táknaður með svörtum eða hvítum stöfum og textanum "Alla daga". Ef gildistími nær aðeins til vissra vikudaga eru eftirfarandi styttingar notaðar á dagaheitum: mán, þri, mið, fim, fös, lau, sun. Gildi merkið á vissum vikudegi gildir það óháð því hvort dagurinn sé virkur dagur eða lögboðinn frídagur.
|
||
|
807 Táknmynd tegundar umferðar. Táknmyndir þessar gefa til kynna tegund umferðar og geta staðið með eða í stað texta á undirmerki. Táknmynd á undirmerki án frekari texta gefur til kynna að aðalmerkið sem það stendur með eigi einungis við um viðkomandi tegund umferðar.
|
||
807.1 |
807.1 Fólksbifreið undir 3.500 kg. Táknið stendur fyrir bifreið undir 3.500 kg sem aðallega er ætluð til farm- eða fólksflutninga.
|
||
807.2 |
807.2 Vörubifreið. Táknið stendur fyrir bifreið ætlaðri til farmflutninga, með leyfða heildarþyngd meiri en 3,5 tonn og að hámarki fyrir átta farþega.
|
||
807.21
|
807.21 Vöruafgreiðsla. Táknið stendur fyrir lestun og losun á þungum eða fyrirferðarmiklum farmi.
|
||
807.3
|
807.3 Hópbifreið. Táknið stendur fyrir hópbifreið sem ætluð er fyrir fleiri en 8 farþega. |
||
807.4 |
807.4 Vörubifreið með eftirvagn, vagnlest. Táknið stendur fyrir vagnlest bifreiðar og eftirvagns, þar sem bifreiðin er ætluð til farmflutninga, með leyfða heildarþyngd meiri en 3,5 tonn og að hámarki fyrir átta farþega (vörubifreið).
|
||
807.51
|
807.51 Dráttarvél. Táknið stendur fyrir dráttarvélar og vinnuvélar. |
||
807.52 |
807.52 Torfærutæki á beltum. Táknið stendur fyrir vélknúið ökutæki sem er aðallega ætlað til fólks- eða farmflutninga utan vega og er búið beltum.
|
||
807.6
|
807.6 Reiðhjól. Táknið stendur fyrir reiðhjól samkvæmt skilgreiningu umferðarlaga. |
||
807.65 |
807.65 Vélknúið hlaupahjól. Táknið stendur fyrir lítið vélknúið ökutæki sem ekki telst til létts bifhjóls og er hannað til aksturs á hraða frá 6 km/klst. upp í 25 km/klst. m.a. vélknúið hlaupahjól og tvíhjóla ökutæki á einum öxli. Slíkum farartækjum má ekki aka á akbraut.
|
||
807.71 |
807.71 Létt bifhjól. Táknið stendur fyrir létt bifhjól samkvæmt skilgreiningu umferðarlaga.
|
||
807.72
|
807.72 Bifhjól. Táknið stendur fyrir bifhjól samkvæmt skilgreiningu umferðarlaga.
|
||
807.81
|
807.81 Gangandi vegfarendur. Táknið stendur fyrir umferð gangandi vegfarenda. |
||
807.82
|
807.82 Hreyfihamlaðir vegfarendur. Táknið stendur fyrir umferð hreyfihamlaðra vegfarenda. |
||
807.91
|
807.91 Húsbíll. Táknið stendur fyrir húsbíla. |
||
807.92
|
807.92 Hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagnar. Táknið stendur fyrir ferðavagna svo sem hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagna. |
||
808.1
808.2
808.3
808.4
808.5
808.6
|
808 Texti. Merki þetta gefur nánari skilgreiningu á gildissviði, undanþágu frá eða skýringu á því umferðarmerki sem merkið stendur með. Undirmerki með heildarþyngd í heilum tonnum undir bannmerki, gefur til kynna að bannmerkið taki einungis til ökutækja yfir þeirri heildarþyngd sem fram kemur á undirmerkinu. Þar sem aðalmerki gildir ekki um öll ökutæki er undirmerki notað með textanum "NEMA" og myndtákni eða texta fyrir þá tegund umferðar sem undanþegin er banni eða fyrirmælum. Undirmerki með textanum "Vöruafgreiðsla heimil" ásamt gildistíma gefur til kynna vörulosunartíma og þar með undanþágu frá banni sem merkið sem það stendur með gefur til kynna.
|
||
810.1
|
810 Stefna sem aðalmerki á við. Merki þetta vísar í þá átt sem aðalmerki á við. |
||
810.2 |
810.3 |
810.4
|
810.5
|
|
810.6
|
810.7 |
|
811.1
|
811.1 Hjólastígur, tvístefna. Merki þetta gefur til kynna umferð í báðar áttir á hjólastíg. |
||
811.2
|
811.2 Hjólastígur, tvístefnu lýkur. Merki þetta gefur til kynna lok tvístefnu á hjólastíg. |
||
812
|
812 Leiðbeinandi hámarkshraði. Merki þetta gefur til kynna þann hámarkshraða sem ráðlagður er á þeim vegarkafla sem yfirmerkið nær yfir. |
||
815.1
|
815 Leið aðalbrautar á vegamótum. Merki þetta gefur til kynna leið aðalbrautar á vegamótum þar sem sver lína táknar leið aðalbrautar en mjó lína víkjandi veg með biðskyldu eða stöðvunarskyldu gagnvart aðalbraut. |
||
815.2
|
815.3 |
815.4 |
815.5 |
824
|
824 Stöðvunarskylda fram undan. Merki þetta er notað með merkinu 202 Biðskylda og gefur til kynna að fram undan sé stöðvunarskylda við vegamót, merkt með merkinu 204 Stöðvunarskylda. |
||
826.1
|
826.1 Umferð hjólandi vegfarenda úr báðum áttum. Merki þetta er notað með merkinu 202 Biðskylda eða 204 Stöðvunarskylda og vekur athygli á því að von er á hjólandi umferð úr báðum áttum.
|
||
826.2 |
826.2 Umferð hópbifreiða í almenningsakstri úr báðum áttum. Merki þetta er notað með merkinu 202 Biðskylda eða 204 Stöðvunarskylda og vekur athygli á því að von sé á umferð hópbifreiða í almenningsakstri úr báðum áttum. |
||
828.1
|
828 Gildissvæði. Merki þetta gefur til kynna að bannmerki eða sérreglumerki sem það stendur með gildi í þá átt sem örin tilgreinir. Heimilt er að setja upplýsingar um lengd í heilum metrum inn á örina. Undirmerkið getur hvort heldur sem er verið lárétt eða lóðrétt. Lárétt undirmerki stendur samsíða götu og gildir í þá átt eða þær áttir sem það vísar. Lóðrétt undirmerki stendur þvert á götu. Ör sem vísar upp á lóðréttu undirmerki gefur til kynna að bann gildi í framhaldi af merkinu en ör sem vísar niður að bann gildi að merkinu. Lóðrétt ör sem vísar bæði upp og niður gefur til kynna að bann gildi beggja vegna merkisins. Merkið er alltaf notað í þessum lit óháð lit aðalmerkis.
|
||
828.2
|
828.3 |
828.4 |
828.5 |
828.6 |
828.7 |
828.8 |
828.9
|
829.1
|
829 Bifreiðastæði, fyrirkomulag. Merki þetta gefur til kynna fyrirkomulag bifreiðastæða, samsíða, hornrétt eða á ská. |
||
829.2
|
829.3 |
|
|
831.1
831.2
|
831 Hámarkstími. Merki þetta gefur til kynna hámarkstíma sem heimilt er að leggja. Merki 831.2 gefur til kynna að stilla skuli skífu undir framrúðu á réttan tíma þegar bifreiðinni er lagt. |
||
831.51
831.52
|
831.5 Brotlegir verða fjarlægðir. Merki þetta gefur til kynna að ökutæki sem lagt er óleyfilega geti verið fjarlægð. |
||
840.1
|
840.1 Sjónskertir vegfarendur. Merki þetta vekur athygli á að vænta megi umferðar sjónskerts fólks. |
||
840.2
|
840.2 Heyrnarskertir vegfarendur. Merki þetta vekur athygli á að vænta megi umferðar heyrnarskerts fólks. |
||
842.1
|
842.1 Nýlögð klæðing. Merki þetta gefur til kynna að ekið sé á nýlagðri klæðingu. |
||
842.2
|
842.2 Malbik endar. Merki þetta gefur til kynna að bundið slitlag endi og malarvegur taki við. |
||
844.1
|
844.1 Seinfarinn vegur. Merki þetta gefur til kynna að ekið sé inn á leið sem fær er fólksbílum en sé seinfarin og mögulega gróf og brött. |
||
844.2 |
844.2 Illfær vegur. Merki þetta gefur til kynna að ekið sé inn á leið sem er ófær almennum fólksbifreiðum en fær fjórhjóladrifnum bifreiðum sem eru hærri en almennar fólksbifreiðar, svo sem jeppum.
|
||
844.3
|
844.3 Torleiði. Merki þetta gefur til kynna að ekið sé inn á leið sem einungis er fær sérútbúnum torfærubifreiðum, svo sem jeppum og fjallabílum. Á leiðinni kunna að vera mjög brattar brekkur, snjóskaflar og ár sem tæplega eru færar bifreiðum. |
||
846.3
|
846.3 Óbrúaðar ár. Merki þetta gefur til kynna að ekið sé inn á leið með óbrúuðum ám sem getur verið varhugaverð. |
||
848.3
|
848.3 Snjór á vegi. Merki þetta gefur til kynna að ekið sé inn á leið þar sem vænta má ófærðar og er mögulega einungis fær stærri eða sérútbúnum jeppum og fjallabílum. Á leiðinni kunna að vera brattar brekkur og snjóskaflar. |
||
848.5
|
848.5 Hált í bleytu. Merki þetta gefur til kynna aðstæður sem sérstaklega þarf að varast í rigningu og bleytu. |
||
850.1
850.2
|
850 Blindhæð. Merki þetta gefur til kynna að fram undan sé hæð sem takmarkar mjög vegsýn. |
||
852
|
852 Slysasvæði. Merki þetta gefur til kynna að slys séu óvenju tíð á svæðinu. |
||
854.1
|
854.1 Einbreitt slitlag. Merki þetta gefur til kynna að bundið slitlag sé 5 metrar að breidd eða mjórra. Vegfarendur þurfa því að víkja út á malaröxl þegar mæst er. |
||
854.2
|
854.2 Einbreið brú. Merki þetta gefur til kynna að fram undan sé einbreið brú. |
||
854.3
|
854.3 Einbreið brú með þröngri akbraut. Merki þetta gefur til kynna að fram undan sé einbreið brú með akbraut mjórri en 3,05 m. |
||
854.4
|
854.4 Einbreið jarðgöng. Merki þetta gefur til kynna að fram undan séu einbreið jarðgöng. |
||
860 |
860 Keðjunarstaður. Merki þetta gefur til kynna útskot við veg sem sérstaklega er ætlað fyrir ökumenn sem þurfa að setja á keðjur eða taka þær af. |
Önnur merki.
28. gr.
Um önnur merki.
Önnur merki eru notuð vegfarendum til aðstoðar, til að skýra nánar hættu sem fram undan er og til leiðbeiningar um legu vegar, akbrautar, vegamóta eða vegarbrúnar.
29. gr.
Upptalning annarra merkja.
902.1
|
902 Þverslá. Þverslá við vegarbrún gefur til kynna enda vegar sem vegna aðstæðna kann að vera vegfarendum óljós. Svört og gul skástrik sem mynda örvar gefa til kynna akstursstefnu. |
|||
902.2
|
|
|||
904
|
904 Stefnuör. Stefnuör við vegarbrún gefur til kynna breytingu á stefnu vegarins sem vegna aðstæðna kann að vera vegfarendum óljós. |
|||
906.11 906.12
906.21 906.22
|
906 Gátskjöldur. Gátskjöldur, með svörtum og gulum skástrikum sem vísa niður að vegi, gefur til kynna þrengingu á akbraut. |
|||
|
908 Hindrunarslá. Hindrunarslá gefur til kynna að vegur sé lokaður fyrir umferð. Þar sem merkið er hengt yfir veg, vekur það athygli á hæðartakmörkunum sem gefnar eru til kynna með sérstöku umferðarmerki. |
|||
908.1
|
|
|||
908.2 |
|
|||
912.1 912.2
|
912 Gátskjöldur á veggreiningu. Gátskildir á veggreiningu, með svörtum og gulum skástrikum sem vísa niður frá miðju skjaldarins, vekja athygli vegfarenda á veggreiningu. |
|
913
|
913 Gátstaur. Gátstaurar beggja vegna akbrautar gefa til kynna að á akbraut sé hraðahindrun. |
|
914.11 |
914.12
|
914 Gátskjöldur í jarðgöngum. Gátskildir í vegkanti, með svörtum og hvítum skástrikum sem vísa niður að vegi, afmarka akbraut í jarðgöngum. |
916
|
916 Fjarlægðarmerking í jarðgöngum. Merki þetta gefur til kynna fjarlægðir að gangamunnum í jarðgöngum. |
|
920.1
920.2
920.3
|
920 Vegstika. Vegstikur afmarka vegarbrún og bæta vegsýn vegfarenda. Glitmerki á vegstikum eru með hvítu endurskini og skásett þannig að þau vísi niður að vegi. Á vegi með umferð í eina átt er eitt glitmerki á hvorri vegstiku sitt hvorum megin vegar. Á vegi með umferð í tvær áttir er eitt glitmerki á vegstiku við hægri brún vegar miðað við akstursstefnu og tvö glitmerki á vegstiku við vinstri brún vegar miðað við akstursstefnu. Við vissar aðstæður, svo sem í jarðgöngum og á snjóþungum vegum, er fjöldi glitmerkja tvöfaldaður. Vegstikur geta afmarkað akbraut við miðeyju eða bannsvæði til að árétta yfirborðsmerkingar. 920.1 Vegstika. 920.2 Vegstika í jarðgöngum. 920.3 Snjóstika.
|
|
940 |
940 Stólpi til afmörkunar miðeyju eða bannsvæðis. Stólpar til afmörkunar akbrautar við miðeyju eða bannsvæði til áréttingar yfirborðsmerkinga. |
|
30. gr.
Merkingar vegna framkvæmda við veg.
Þegar þörf er á tímabundnum merkingum, svo sem vegna framkvæmda eða atburða á eða við veg, skal nota gátskildi, gátstaura, stefnuörvar og þverslár í rauðum og hvítum lit í stað guls og svarts litar, í samræmi við ákvæði reglugerðar um merkingar og aðrar öryggisráðstafanir vegna framkvæmda, viðburða og annarra aðstæðna á og við veg og reglna sem settar hafa verið á grundvelli hennar.
902.1F1
902.1F2
|
902.1F Þverslá, framkvæmdir. Stefnuvirk þverslá við vegarbrún gefur til kynna enda vegar sem kann að vera vegfarendum óljós, vegna framkvæmda á eða við veg. |
||
904F1 904F2
|
904F Stefnuvísandi gátskjöldur, framkvæmdir. Stefnuvísandi gátskjöldur við vegarbrún gefur til kynna breytingu á stefnu vegarins sem vegna aðstæðna kann að vera vegfarendum óljós vegna framkvæmda á eða við veg. |
||
906F1 906F2
|
906F Gátskjöldur, framkvæmdir. Gátskjöldur, með rauðum og hvítum skástrikum sem vísa niður að vegi, gefur til kynna þrengingu á akbraut vegna framkvæmda á eða við veg. |
||
908F
|
908F Hindrunarslá, framkvæmdir. Hindrunarslá gefur til kynna að vegur sé lokaður fyrir umferð. Þar sem merkið er hengt yfir veg, vekur það athygli á hæðartakmörkunum sem gefnar eru til kynna með sérstöku umferðarmerki.
|
||
909F1
909F2 Mkv. 1:40
|
909F Stefnuvísandi gátskjöldur, framkvæmdir. Stefnuvísandi gátskjöldur við vegarbrún gefur til kynna breytingu á stefnu vegarins sem kann að vera vegfarendum óljós vegna framkvæmda á eða við veg. |
||
912F |
912F Gátskjöldur á veggreiningu, framkvæmdir. Gátskildir á veggreiningu, með rauðum og hvítum skástrikum sem vísa niður frá miðju skjaldarins, vekja athygli vegfarenda á veggreiningu sem kann að vera vegfarendum óljós vegna framkvæmda á eða við veg. |
||
940F
|
940F Keila til afmörkunar vegna framkvæmda.
|
941F |
941F Stólpi til afmörkunar vegna framkvæmda. |
Breytileg umferðarmerki.
31. gr.
Um breytileg merki.
Breytileg umferðarmerki eru ljósmerki eða flettimerki með breytilegum táknum eða texta til upplýsingar, leiðbeiningar eða stjórnunar umferðar. Umferðarmerki sem birt eru á breytilegu merkjaskilti hafa sama gildi og samsvarandi hefðbundin umferðarmerki.
Í þágu aukins sýnileika er heimilt að breyta litum umferðarmerkja sem sýnd eru með breytilegum merkjum, á þann hátt sem nauðsynlegt er. Að jafnaði skal slík breyting fela í sér að svört tákn á gulum bakgrunni verði hvít tákn á svörtum bakgrunni. Rauður litur í umferðarmerkjum skal ávallt halda sér á breytilegum merkjum.
32. gr.
Merki sem heimilt er að nota sem breytileg umferðarmerki.
Heimilt er að nota eftirfarandi merki sem breytileg umferðarmerki:
106.1
|
106.2 |
106.3 |
110 |
115
|
116.1 |
116.2 |
132 |
141
|
148
|
149 |
152 |
153
|
156 |
302 |
306.0 |
306.5 |
315 |
330.1
|
330.2 |
334 |
335 |
336 |
337
|
362
|
364 |
|
|
Vegagerðin, að höfðu samráði við Samgöngustofu, getur heimilað að önnur merki séu notuð sem breytileg umferðarmerki.
33. gr.
Breytilegt textamerki.
Merki þetta gefur til kynna upplýsingar fyrir umferð. Texti á mynd er birtur sem dæmi. |
34. gr.
Hraðavaramerki.
Merki þetta gefur til kynna mældan ökuhraða og vekur athygli ökumanns ef ekið er yfir leyfilegum hámarkshraða. Mynd er dæmi um útlit slíks merkis. |
III. KAFLI
Yfirborðsmerkingar vega.
35. gr.
Flokkar yfirborðsmerkinga vega.
Yfirborðsmerkingar skulu stuðla að umferðaröryggi og greiðfærni. Yfirborðsmerkingar gefa til kynna gildandi reglur fyrir umferð, leiðbeina ökumanni og upplýsa um aðstæður.
Yfirborðsmerkingar eru hvítar nema annað sé sérstaklega tekið fram. Á vinnusvæði, þar sem breyta þarf legu akbrautar tímabundið, skulu yfirborðsmerkingar þó vera gular og gilda þá framar hvítum yfirborðsmerkingum sem kunna að vera á svæðinu.
Merkingar á yfirborði vega skiptast í eftirfarandi flokka:
Merkingar langsum eftir akbraut.
Merkingar þversum á akbraut.
Aðrar yfirborðsmerkingar vega.
Merkingar langsum eftir akbraut.
36. gr.
Mið- og deililínur.
Mið- og deililínur liggja langsum eftir akbraut og eru notaðar til að skipta henni í akreinar. Miðlínur skilja á milli umferðarstrauma í gagnstæðar áttir en deililínur skilja á milli umferðarstrauma í sömu átt.
1000 |
1000 Brotin lína. Brotin mið- eða deililína, með stuttum línum og löngum bilum (1:3), skilur á milli akreina og merkir að aka megi yfir hana enda sé gætt varúðar.
|
1002 |
1002 Hálfbrotin lína (varúðarlína). Hálfbrotin mið- eða deililína, með löngum línum og stuttum bilum (3:1), skilur á milli akreina og merkir að sýn fram á við sé of stutt fyrir hefðbundinn framúrakstur eða að aðrar hættur geri það að verkum að varhugavert sé að aka yfir hana og óheimilt nema gætt sé fyllstu varúðar.
|
1004 |
1004 Óbrotin lína. Óbrotin mið- eða deililína skilur á milli akreina og merkir að óheimilt og hættulegt sé að aka yfir hana. Í 25. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 eru tilgreind frávik.
|
1006.1
1006.2
1006.3
1006.4
|
1006 Tvöföld miðlína. Tvöfaldar miðlínur skilja á milli akreina með gagnstæðar akstursstefnur. Hvor lína hefur sömu merkingu og sams konar einföld lína. Ökumaður skal fylgja merkingu þeirrar línu sem nær liggur þeirri akrein sem ekið er eftir.
|
1006.5
|
1006.5 Tvöföld brotin miðlína skilur á milli akreina með breytilegar akstursstefnur, þar sem 1190 Akreinaljós ofan akreinar stýra akstursstefnu á akrein. |
1010 |
1010 Stýrilína. Stýrilína, með jafn löngum línum og bilum (1:1), afmarkar akstursleið umferðar sem beygir á vegamótum eða þar sem önnur sérstök ástæða þykir til.
|
37. gr.
Kantlína.
Kantlínur liggja langsum eftir brún akbrautar og eru notaðar til að marka akbraut.
1012.1 |
1012.1 Brotin kantlína. Brotin kantlína, með jafn löngum línum og bilum (1:1), markar brún akbrautar á mjóum vegi sem ekki er markaður með miðlínu eða þar sem ekki er brýn þörf á óbrotinni kantlínu. Brotin kantlína markar einnig akbraut gagnvart minni háttar vegtengingum. Heimilt er að aka yfir brotna kantlínu enda sé gætt fyllstu varúðar.
|
1012.2 |
1012.2 Óbrotin kantlína. Óbrotin kantlína markar þann hluta akbrautar sem ætlaður er ökutækjum. Óheimilt er að aka yfir óbrotna kantlínu nema brýna nauðsyn beri til enda sé gætt fyllstu varúðar.
|
1013.1
|
1013.1 Gul brotin kantlína. Gul brotin lína með jafn löngum línum og bilum (1:1), á eða meðfram brún akbrautar, merkir að þar sé óheimilt að leggja ökutæki. Heimilt er að aka yfir gula brotna kantlínu enda sé gætt fyllstu varúðar. |
1013.2
|
1013.2 Gul óbrotin kantlína. Gul óbrotin lína, á eða meðfram brún akbrautar, merkir að þar sé óheimilt að stöðva eða leggja ökutæki. Óheimilt er að aka yfir óbrotna gula kantlínu nema nauðsyn beri til enda sé gætt fyllstu varúðar. |
38. gr.
Aðrar línur.
1014.1
1014.2 |
1014 Bannsvæði. Bannsvæði er svæði á vegi eða götu þar sem öll umferð ökutækja er bönnuð. Bannsvæði er afmarkað með óbrotnum línum og auðkennt með skálínum. Sé lína sem afmarkar bannsvæði brotin er ökumanni heimilt að aka yfir það þegar beygt er, en aðeins frá þeirri hlið. Vélknúnu ökutæki er heimilt að aka þeim megin bannsvæðis sem skálínurnar vísa áfram. Svæði milli tveggja óbrotinna lína sem liggja nær hvor annarri en 1 m telst bannsvæði þrátt fyrir að engar skálínur séu merktar. |
Merkingar þversum á akbraut.
39. gr.
1020
|
1020 Stöðvunarlína. Stöðvunarlína, óbrotin lína þvert á akbraut, merkir að skylt er að stöðva áður en komið er að línunni, enda sé það gefið til kynna með umferðarmerki 204 Stöðvunarskylda eða umferðarljósum. |
1021 |
1021 Hjólabox. Hjólabox, svæði framan við stöðvunarlínu vélknúinna ökutækja, merkt með stöðvunarlínu fyrir hjólandi vegfarendur og hjólatákni, merkir að þar geti hjólreiðamenn tekið sér stöðu á rauðu ljósi svo þeir séu betur sýnilegir annarri umferð. |
1022
|
1022 Biðskyldumerking. Biðskyldumerking, röð þríhyrninga þvert á akbraut, merkir að ökumanni beri að veita öðrum vegfarendum forgang. |
1024.1
1024.2
|
1024 Gangbrautarmerking. Gangbrautarmerking, hvítar samhliða rendur langsum á akbraut (1024.1) eða tvær hvítar óbrotnar línur þvert yfir akbraut (1024.2) merkir að gangandi vegfarandi á forgang yfir akbraut nema annað sé gefið til kynna með umferðarljósum.
|
1026.1
|
1026 Hjólaþverun. Hjólaþverun, tvær brotnar línur með jafn löngum og breiðum línum og bilin, er merking yfir akbraut í framhaldi af hjólarein eða hjólastíg þar sem umferð er stýrt með umferðarljósum eða forgangsmerkjum. Hjólaþverun er ekki merkt þar sem umferð hjólandi vegfarenda er víkjandi. Þar sem 1024 Gangbrautarmerking er þétt við hjólaþverun er annarri línunni sleppt (1026.2 og 1026.3). |
1026.2
|
1026.3 |
1027.11
|
1027.1 Hraðahindrun. Tvær raðir brotinna lína, með jafn löngum og breiðum línum og bilið, merkja hraðahindrun á akbraut (1027.11). Jafnhliða þríhyrningur, einn eða fleiri, á hraðahindrun merkir hraðahindrun á akbraut (1027.12). |
1027.12 |
|
1027.2 |
1027.2 Hvinrönd. Hvinrönd, hljóðframkallandi upphleyptar þverrendur á akbraut, veitir vegfaranda viðvörun t.d. um lækkun leyfilegs hámarkshraða. |
Aðrar merkingar á yfirborði vega.
40. gr.
Tákn og aðrar áletranir.
Tákn umferðarmerkja, táknmynd tegundar umferðar (807) og áletranir á akbraut vekja athygli á umferðarmerkjum eða öðrum atriðum umferðinni viðkomandi.
1028
|
1028 Bifreiðastæði. Bifreiðastæði eru merkt með hvítum eða bláum 100 mm óbrotnum línum, brotnum línum eða afmörkuð með frábrugðnu yfirborði. Þegar ökutæki er lagt á merkt stæði skal það allt vera innan línanna eða afmarkaðs svæðis. Bifreiðastæði ætlað tilteknum aðila er merkt með umferðarmerki. Jafnframt er heimilt að merkja stæði með tákni eða texta til samræmis við merkið. Bifreiðastæði merkt með blárri línu gefur til kynna að heimild til leggja ökutæki sé háð takmörkunum, svo sem um gildistíma, gjaldskyldu eða tegund umferðar. Takmörkun kemur fram á umferðarmerki. |
||
|
1034.1 Stefnuör. Stefnuör gefur til kynna að akreinina eigi að nota til aksturs í þá átt sem örin eða örvarnar vísa. Píla á ská á akrein gefur til kynna að viðkomandi akrein endar. |
||
|
|
|
|
1034.2
|
1034.2 Akreinaör. Akreinaör sem vísar til hliðar gefur til kynna að viðkomandi akrein endar. |
||
1035
|
1035 Hjólavísir. Hjólavísir gefur til kynna hjólaleið þar sem ekki eru sérstakir innviðir fyrir umferð hjólandi vegfarenda.
|
||
1036.1
|
1036.1 Tákn fyrir biðskyldu. Yfirborðsmerkingin gefur til kynna að fram undan sé biðskylda. |
||
1037
|
1037 Tákn fyrir gangandi vegfarendur. |
||
1039.1
|
1039.1 Tákn fyrir hjólandi vegfarendur. |
||
1039.2
|
1039.2 Tákn fyrir vélknúið hlaupahjól. |
||
1040
|
1040 Tákn fyrir bifreiðastæði. |
||
1040.2
|
1040.2 Tákn fyrir rafhleðslustæði. |
||
1042
|
1042 Tákn fyrir stæði hreyfihamlaðs fólks. |
||
1044
|
1044 Tákn fyrir einbreiða þrengingu. |
||
1050.1
|
1050.1 Áletrun fyrir stöðvunarskyldu. |
||
1050.2
|
1050.2 Áletrun fyrir hópbifreið í almenningsakstri. |
||
1050.3
|
1050.3 Áletrun fyrir leigubifreiðar. |
||
1054
|
1054 Áletrun fyrir hámarkshraða. |
IV. KAFLI
Umferðarljós og hljóðmerki.
Umferðarljós.
41. gr.
Um umferðarljós.
Umferðarljós eru notuð til að stjórna umferð svo sem á vegamótum, yfir gönguþverun, þar sem hleypa þarf umferð á víxl um einbreiðan vegarkafla eða þar sem stöðva þarf vegfarendur eða vara þá við hættu.
Umferðarljós sýna rautt, rautt og gult, gult, eða grænt ljós, að undanskildu ljósmerkinu 1188 Umferðarljós fyrir hópbifreiðar í almenningsakstri.
Vegfaranda er óheimilt að fara gegn rauðu umferðarljósi. Við rautt ljós skal stöðva áður en komið er að stöðvunarlínu eða, ef stöðvunarlínu vantar, umferðarljósastólpa.
Rautt ljósmerki samtímis gulu ljósmerki hefur sömu merkingu og rautt ljósmerki eitt og sér en gefur jafnframt til kynna að brátt skipti yfir í grænt ljós. Vegfaranda er óheimilt að halda áfram för fyrr en grænt ljós er komið.
Gult ljós eitt og sér merkir að nema skuli staðar. Það gefur til kynna að brátt skipti yfir í rautt ljós en hefur að öðru leyti sömu merkingu og rautt ljós. Vegfarandi skal þó ekki nema staðar ef hann, þegar skipt er úr grænu ljósi í gult, er kominn það nálægt umferðarljósi að stöðvun muni hafa í för með sér hættu.
Grænt ljós merkir að heimilt sé að halda áfram för enda brjóti vegfarandi ekki með því í bága við aðrar reglur.
Tölustafir á ljósopi við umferðarljós gefa til kynna hversu margar sekúndur eru þar til skiptir um ljós.
42. gr.
Upptalning umferðarljósa með stöðugu ljósi.
1180
|
1180 Almenn umferðarljós. Almenn umferðarljós eru ljósmerki með hringlaga ljósopum fyrir rautt, gult og grænt ljós. Ljósmerki skulu sýnd í röðinni rautt, rautt og gult, grænt, gult, rautt. Almenn umferðarljós gilda fyrir alla umferð nema umferð sé stjórnað sérstaklega með öðrum ljósmerkjum.
|
1182
1182
|
1182 Ljósör. Ljósör er ljósmerki sem getur haft eitt ljósop fyrir græna eða rauða ljósör, tvö ljósop fyrir gula og græna ljósör eða þrjú ljósop fyrir rauða, gula og græna ljósör. Ljósör gildir fyrir þá vegfarendur sem ætla að aka í þá átt sem örin vísar til. Ljósör, ein eða fleiri, er notuð með merkjum 1180 Almenn umferðarljós eða 1184 Umferðarljós fyrir hjólandi vegfarendur. |
1184
1184
|
1184 Umferðarljós fyrir hjólandi vegfarendur. Umferðarljós fyrir hjólandi vegfarendur gildir fyrir þá sem ferðast eftir viðkomandi hjólastíg eða hjólarein. Þau eru með minni ljósopum en að öðru leyti eins og merki 1180 Almenn umferðarljós og eftir atvikum 1182 Ljósör. Ofan við rautt ljósop er merki með hjóli sem gefur til kynna að um umferðarljós fyrir hjólandi vegfarendur sé að ræða.
|
1186
1186
|
1186 Umferðarljós fyrir gangandi vegfarendur. Umferðarljós fyrir gangandi vegfarendur eru ljósmerki með rauðu ljósopi sem sýnir táknmynd manns í kyrrstöðu og grænu ljósopi sem sýnir táknmynd manns á göngu. Rautt ljós merkir að gangandi vegfarandi skuli ekki leggja af stað yfir akbraut. Hafi gangandi vegfarandi þegar lagt af stað þegar rautt ljós kviknar skal hann halda áfram yfir akbraut eða að miðeyju ef hún er til staðar og umferðarljós fyrir gangandi vegfarendur staðsett þar. Grænt ljós merkir að gangandi vegfarandi megi fara yfir akbraut. Hnappabox er búnaður sem notaður er með umferðarljósum fyrir gangandi vegfarendur til að kalla eftir grænu ljósi. Ljósmerki á hnappaboxi gefur til kynna að kallað hafi verið eftir grænu ljósi. Upphleypt ör á hnappaboxi gefur til kynna í hvaða átt gönguþverun er. Upphleypt táknmynd gefur til kynna fyrirkomulag vegamótanna. Ef fleiri ljósmerki eru sýnileg í göngustefnu gildir það sem næst stendur. Táknmynd sem sýnir mann og reiðhjól saman, beinist einnig að vegfarendum á hjólastíg.
|
1188
|
1188 Umferðarljós fyrir hópbifreiðar í almenningsakstri. Ljósmerkið gildir fyrir hópbifreiðar í almenningsakstri. Ljósmerkið er með hvítum ljósum í öllum þremur ljósopunum. Efsta ljósopið sýnir bókstafinn S og jafngildir rauðu ljósmerki, miðju ljósopið sýnir lárétt strik og jafngildir gulu ljósmerki og neðsta ljósopið sýnir lóðrétt strik og jafngildir grænu ljósmerki. Strik á ská upp til vinstri í neðsta ljósopi jafngildir grænni ljósör til vinstri. Strik á ská upp til hægri í neðsta ljósopi jafngildir grænni ljósör til hægri. Heimilt er að nota neðsta ljósopið eitt og sér með almennum umferðarljósum. Lítið ljós á efsta ljóskeri gefur til kynna að stýring almenningssamgangna hafi verið virkjuð.
|
1190
|
1190 Akreinaljós. Ljósmerkið gildir fyrir þá akrein sem það hangir ofan við. Rauður kross merkir að óheimilt sé að aka eftir akreininni í þá átt sem ferðast er í. Gul ör merkir að akreininni verði lokað og að akandi vegfarandi skuli skipta yfir á akrein í þá átt sem örin bendir. Græn ör merkir að heimilt sé að aka eftir akreininni. |
1192 |
1192 Umferðarljós vegna eftirlits, gjaldtöku eða vegavinnu eða við ámóta aðstæður. Ljósmerki með hringlaga ljósopum fyrir rautt og grænt ljós, sem hafa sömu merkingu og almenn umferðarljós. Táknmynd á ljósopinu gefur til kynna að ljósið gildir fyrir viðkomandi vegfarendahóp. |
43. gr.
Önnur ljósmerki, blikkandi ljós.
1194
|
1194 Rautt blikkandi ljós. Rautt blikkandi ljós gefur til kynna að vegfarendur skuli nema staðar áður en komið er að stöðvunarlínu eða, ef stöðvunarlínu vantar, ljósmerkinu.
|
1198
|
1198 Gult blikkandi ljós. Gult blikkandi ljós gefur til kynna að vegfarendur skuli sýna sérstaka varúð. Táknmynd á ljóskerinu gefur til kynna að ljósið vari við umferð viðkomandi vegfarendahóps.
|
1199 |
1199 Blátt blikkandi ljós. Blátt blikkandi ljós gefur til kynna að vegfarendur skuli sýna sérstaka varúð vegna starfa viðbragðsaðila og fylgja fyrirmælum þeirra. |
Hljóðmerki.
44. gr.
Hljóðmerki til leiðbeiningar fyrir gangandi vegfarendur.
Hljóðmerkið leiðbeinir gangandi vegfarendum við vegamót og ljósastýrðar gönguþveranir og gefur til kynna stöðu umferðarljósa. Hljóðmerki í hröðum takti merkir að grænt ljós logi fyrir gangandi vegfarendur. Hljóðmerki í hægum takti merkir að rautt ljós logi fyrir gangandi vegfarendur.
V. KAFLI
Merkjagjöf við umferðarstjórn.
45. gr.
Umferðarstjórn lögreglu.
Merki sem lögregla gefur við umferðarstjórn tákna:
46. gr.
Umferðarstjórn annarra.
Þar sem aðrir en lögregla fara með umferðarstjórn skal umferð stýrt með færanlegum umferðarljósum, færanlegum umferðarmerkjum eða umferðarmerkjum sem haldið er á, leiðibílum eða með öðrum sambærilegum vegbúnaði og aðferðum sem eru í samræmi við aðrar kröfur þessarar reglugerðar.
VI. KAFLI
Ýmis ákvæði.
47. gr.
Gildi eldri umferðarmerkja.
Umferðarmerki skv. reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra nr. 289/1995 sem tekin voru í notkun fyrir gildistöku reglugerðar þessarar halda gildi sínu þar til þau hafa verið fjarlægð eða þeim skipt út.
48. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 83. og 88. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, öðlast gildi 1. mars 2024.
Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra nr. 289/1995.
Innviðaráðuneytinu, 5. janúar 2024.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Hermann Sæmundsson.
VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)