1. gr.
Hvar sem orðið "Umferðarstofa", í hvers konar beygingarfalli, kemur fyrir í reglugerðinni, kemur í viðeigandi beygingarfalli: Samgöngustofa.
2. gr.
3. málsl. 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Skírteinið skal vera í samræmi við tilskipanir 1999/37/EB, 2003/127/EB og 2014/46/ESB og viðauka.
3. gr.
Innleiðing.
Við 37. gr. reglugerðarinnar bætast svohljóðandi nýjar málsgreinar:
Með reglugerðinni er innleidd tilskipun Evrópuþingins og ráðsins 1999/37/EB um skráningarskjöl fyrir ökutæki, ásamt viðaukum. Vísað er til tilskipunarinnar í XIII. viðauka samnings um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 177/1999, þann 17. desember 1999. Tilskipunin, ásamt viðaukum, er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 14/2001, 15. mars 2001, bls. 65-73.
Með reglugerðinni er innleidd tilskipun Evrópuþingins og ráðsins 2003/127/EB um breytingu á tilskipun ráðsins 1999/37/EB um skráningarskjöl fyrir ökutæki, ásamt viðaukum. Vísað er til tilskipunarinnar í XIII. viðauka samnings um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 129/2004, þann 24. september 2004. Tilskipunin, ásamt viðaukum, er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26/2007, 7. júní 2007, bls. 224-248.
Með reglugerðinni er innleidd tilskipun Evrópuþingisins og ráðsins 2014/46/ESB um breytingu á tilskipun ráðsins 1999/37/EB um skráningarskjöl fyrir ökutæki. Vísað er til tilskipunarinnar í XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 106/2015, þann 30. apríl 2015. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34/2015, 18. júní 2015, bls. 187-191.
4. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 60. gr., 64. gr., 64. gr. a. og 67. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 28. nóvember 2018.
F. h. r.
Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir.
Jónas Birgir Jónasson.