Innanríkisráðuneyti

997/2016

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 684/1999 um sprengiefni. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 44. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "eftirtaldar gerðir" í 1. mgr. kemur: eftirtalin gerð.
  2. Í stað a- og b-liða 44. gr. kemur nýr a-liður svohljóðandi: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðs­ins 2014/28/ESB frá 26. febrúar 2014 um samræmingu laga aðildarríkjanna um að bjóða sprengiefni til almennra nota fram á markaði og um eftirlit með þeim (endurútgefin), sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 13. október 2016, bls. 17.
  3. c-liður greinarinnar verður b-liður.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 39. gr. vopnalaga nr. 16/1998, sbr. 3. og 8. gr. laga nr. 77/2015, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 21. nóvember 2016.

F. h. r.

Þórunn J. Hafstein.

Rúnar Guðjónsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica