I. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 751/2003,
um skráningu ökutækja, með síðari breytingum.
1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Heimilt er að skrá ökutæki tímabundinni skráningu ef um tilraunaakstur er að ræða í þágu rannsókna og þróunar ökutækja, t.d. prófun vistvænna ökutækja. Heimildina má aðeins veita í eins skamman tíma og nauðsynlegt er og aldrei lengur en til eins árs í senn og má endurnýja að þeim tíma liðnum. Heimildina má veita framleiðendum ökutækja eða umboðsaðila þeirra. Gildistími skal tilgreindur í skráningarskírteini. Verði eigendaskipti á ökutækinu fellur heimildin umsvifalaust niður. Ef ekki er sótt sérstaklega um endurnýjun tímabundinnar skráningar eða slíkri beiðni hafnað skal að skráningartíma loknum afskrá ökutækið, farga eða skila til eiganda. Samgöngustofa setur verklagsreglur um heimild til tímabundinnar skráningar.
2. gr.
4. málsl. 7. mgr. 18. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Þjóðarmerki skal ekki vera á skráningarmerkjum bifreiða sem tilgreindar eru í 2. mgr. 19. gr., að undanskildum d-lið.
3. gr.
Við 2. mgr. 19. gr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi:
II. KAFLI
Breyting á reglugerð nr. 822/2004,
um gerð og búnað ökutækja, með síðari breytingum.
4. gr.
Á eftir ákvæði 03.05 bætist við nýtt ákvæði, 03.06, svohljóðandi:
03.06 | Undanþága vegna tímabundinnar skilyrtrar skráningar. |
(1) | Samgöngustofa getur veitt undanþágu frá lið 03.04 og 03.05 á grundvelli heimildar til tímabundinnar skráningar samkvæmt reglum um skráningu ökutækja. Undir þetta ákvæði falla ökutæki sem notaá í þágu rannsóknar og þróunar ökutækja og eru í eigu framleiðanda og/eða eru skráð á umboðsaðila hans. Um gildistíma og skráningarmerki ökutækisins fer eftir reglum um skráningu ökutækja. Samgöngustofa setur verklagsreglur um undanþáguna. |
III KAFLI
Lagastoð og gildistaka.
5. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 60. og 64. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 23. febrúar 2016.
Ólöf Nordal.
Ragnhildur Hjaltadóttir.