1. gr.
1. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu skal frá og með 1. janúar 2015 annast löggildingu fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með vísan til 2. mgr. 1. gr. laga um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa, nr. 99 9. júní 2004, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2015.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 9. desember 2014. |
F. h. iðnaðar- og viðskiptaráðherra, |
Kristján Skarphéðinsson. |
Ólafur Egill Jónsson.