1. gr.
Fjögur ný aðvörunarmerki bætast við 3. gr. reglugerðarinnar:
Á eftir lið A07.32 bætast við tveir nýir liðir:
A07.41 Hættuleg vegamót þar sem umferð á vegi hefur forgang, sem táknað er með eftirfarandi merki:
Merki þetta má nota áður en komið er að vegamótum þar sem umferð á vegi sem merkið er við hefur forgang gagnvart umferð af hliðarvegum, fyrst til hægri, enda sé merkið A06.11 eða B19.11 við hliðarvegina.
A07.42 Hættuleg vegamót þar sem umferð á vegi hefur forgang, sem táknað er með eftirfarandi merki:
Merki þetta má nota áður en komið er að vegamótum þar sem umferð á vegi sem merkið er við hefur forgang gagnvart umferð af hliðarvegum, fyrst til vinstri, enda sé merkið A06.11 eða B19.11 við hliðarvegina.
Á eftir lið A11.31 bætist við nýr liður A11.32 Hestar, sem táknað er með eftirfarandi merki:
Merki þetta má nota til að vara við því að hestar kunni að ganga lausir á vegsvæði.
Á eftir lið A27.11 bætist við nýr liður A27.21 Ísing á vegi, sem táknað er með eftirfarandi merki:
Merki þetta má nota til að vara við óvæntri ísingu á vegi. Það má setja upp þar sem aðstæður eru með þeim hætti að ísing getur myndast skyndilega án þess að vegir séu almennt hálir.
2. gr.
Eitt nýtt boðmerki bætist við 7. gr. reglugerðarinnar:
Á eftir lið C01.22 bætist við nýr liður C01.26 Akstursstefnumerki, sem táknað er með eftirfarandi merki:
Merki þetta má nota þar sem mælt er fyrir um ákveðna akstursstefnu og má aðeins aka í þá átt eða þær áttir sem örin bendir.
3. gr.
Þrjú ný upplýsingamerki bætast við 9. gr. reglugerðarinnar:
Á eftir lið D01.34 bætist við nýr liður D01.35 Bifreiðastæði fyrir húsbíla, sem táknað er með eftirfarandi merki:
Merki þetta er notað til að sýna bifreiðastæði sem eingöngu eru ætluð húsbílum.
Á eftir lið D06.11 bætast við tveir nýir liðir:
D06.21 Neyðarútskot til hægri, sem táknað er með eftirfarandi merki:
Merki þetta er notað til að sýna útskot á vegi eða í jarðgöngum sem eingöngu eru ætluð til nota í neyð.
D06.22 Neyðarútskot til vinstri, sem táknað er með eftirfarandi merki:
Merki þetta er notað til að sýna útskot á vegi eða í jarðgöngum sem eingöngu eru ætluð til nota í neyð.
4. gr.
Fjögur ný þjónustumerki bætast við 11. gr. reglugerðarinnar:
Á eftir lið E02.12 bætist við nýr liður E02.15 Samnýting ökutækja, sem táknað er með eftirfarandi merki:
Merki þetta vísar á upplýsingatöflu sem kynnir möguleika á samnýtingu ökutækja sem ferðamáta.
Á eftir lið E07.32 bætist við nýr liður E07.33 Strandstangveiði, sem táknað er með eftirfarandi merki:
Merki þetta vísar á stað þar sem hægt er að stunda fiskveiðar í sjó með veiðistöng af strönd. Ef krafist er greiðslu fyrir veiðileyfi fást upplýsingar um það á veiðistað.
Á eftir lið E07.55 bætist við nýr liður E07.58 Mótorhjólabraut, sem táknað er með eftirfarandi merki:
Merki þetta vísar á svæði sem er ætlað til mótorhjólaaksturs (mótorkrossbraut).
Á eftir lið E08.46 bætist við nýr liður E08.47 Ísbúð, sem táknað er með eftirfarandi merki:
Merki þetta vísar á sölustað þar sem boðið er upp á ís sem er framleiddur eða gerður í ísvél á staðnum.
5. gr.
Tvö ný undirmerki bætast við 17. gr. reglugerðarinnar:
Á eftir lið J01.61 bætast við tveir nýir liðir:
J01.71 Stefna sem bann, aðvörun eða leiðbeining á við, sem táknað er með eftirfarandi merki:
J01.72 Stefna sem bann, aðvörun eða leiðbeining á við, sem táknað er með eftirfarandi merki:
6. gr.
Þrjú ný merki bætast við 18. gr. reglugerðarinnar:
Á eftir lið K13.12 bætist við nýr liður K13.51 Fjarlægðarmerking í jarðgöngum, sem táknað er með eftirfarandi merki:
Merki þetta er notað í jarðgöngum til að sýna vegalengd til gangamunna.
Á eftir lið K20.31 bætast við tveir nýir liðir:
K21.11 Þverslá vegna hæðartakmarkana, sem táknað er með eftirfarandi merki:
Mkv. 1:40 *)
Merki þetta má nota þar sem hæð ökutækja er takmörkuð umfram það sem sagt er fyrir um í reglugerð nr. 155/2007 um stærð og þyngd ökutækja, með síðari breytingum. Með merkinu skal ávallt nota merki B15.xx.
K21.21 Lokunarþverslá, sem táknað er með eftirfarandi merki:
Mkv. 1:40 *)
Merki þetta má nota til áréttingar þar sem vegi hefur verið lokað. Með merkinu skal ávallt nota merki B01.11 eða annað bannmerki sem við á.
*) Öll merki í umferðarmerkjareglugerð eru teiknuð í mælikvarða 1:20 nema annað sé tiltekið.
7. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 79. og 84. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 12. júní 2013.
Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Ragnhildur Hjaltadóttir.