1. gr.
1. gr. verður svohljóðandi:
Aðilar, sem njóta réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) um frjálsa för fólks, staðfesturétt eða þjónustustarfsemi eða samsvarandi ákvæða í stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) eða samningi milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og heimastjórnar Færeyja hins vegar, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis ráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, svo sem nánar greinir í reglugerð þessari.
Aðilum, sem um getur í 1. mgr., er heimilt að nýta sér rétt til fjármagnsflutninga, samkvæmt reglum þeirra samninga sem greinir í 1. mgr., að því marki sem þeim er það nauðsynlegt til að neyta réttarins til frjálsrar farar fólks, staðfesturéttar eða þjónustustarfsemi.
2. gr.
a. liður 3. gr. verður svohljóðandi:
eign sem nota á sem nauðsynlegan bústað allt árið fyrir þann sem réttinn vill öðlast, eða
3. gr.
4. gr. falli niður.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 2. tölul. 4. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, nr. 19 6. apríl 1966, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 17. apríl 2013.
Ögmundur Jónasson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.