Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

871/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 308 15. apríl 2003, með síðari breytingu. - Brottfallin

871/2003

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja,
nr. 308 15. apríl 2003, með síðari breytingu.

1. gr.

Ný 3. mgr. í 3. gr., liður 03.01 (1) hljóðar svo: Merking á efni í íhlutum ökutækja vegna úreldingar þeirra telst vera fullnægjandi ef ákvæði EB-tilskipunar nr. 2000/53 eru uppfyllt.


2. gr.

Lágmarksgildi við Hópbifreið IIB í töflu 8.3 í lið 08.12 (3) í 8. gr. verður 680 mm.


3. gr.

Liður 12.20 (1) í 12. gr. hljóðar svo: Bifhjól skal búið hraðamæli.


4. gr.

Ný lína bætist við lista í viðauka II, sbr. svohljóðandi:

2000/53 Endurvinnsla 5 5 5 5 5
  
 
 5. gr.

Ný lína bætist við listann Bifreiðar og eftirvagnar í viðauka III, svohljóðandi:

2000/53/EB Endurvinnsla 03.01 (1)


6. gr.

Ný lína bætist við listann Bifreiðar og eftirvagnar í viðauka IV, svohljóðandi:

XX32e Endurvinnsla L 269 21.10.2000 ***162/2001, 92/2003


7. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 60. gr. umferðarlaga nr. 50 30. mars 1987 til innleiðingar á tilskipun 2000/53/EB, sem vísað er til í lið 32da, viðauka XX, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 162/2001, öðlast þegar gildi.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 20. nóvember 2003.

Björn Bjarnason.
Björn Friðfinnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica