802/2003
Reglugerð um breyting á reglugerð um stjórnsýsluumdæmi sýslumanna, nr. 57 5. febrúar 1992. - Brottfallin
Stofnreglugerð:
Felld brott með:
802/2003
REGLUGERÐ
um breyting á reglugerð um stjórnsýsluumdæmi sýslumanna,
nr. 57 5. febrúar 1992.
1. gr.
Í stað orðanna "Búðahreppur" og "Stöðvarhreppur" í 17. tölulið 1. gr., sbr. reglugerð nr. 500 16. september 1996, sbr. reglugerð nr. 102 23. janúar 2001, komi: Austurbyggð.
2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 11. gr. laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, nr. 92 1. júní 1989, öðlast þegar gildi.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 17. október 2003.
Björn Bjarnason.
Björn Friðfinnsson.