Í viðauka 2 bætist við nýr töluliður, 10. töluliður, er orðast svo:
10. | Gild ferðabréf fyrir íbúa Kosovo (UNMIK Travel Document) sem gefin eru út af skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Kosovo (UNMIK – United Nations Mission in Kosovo). |
Eftirfarandi breytingar verða á viðauka 3:
Orðið "Ekvador" í I. kafla fellur brott.
Orðin "Stóra-Bretlandi" í 1. tölulið II. kafla falla brott.
Eftirfarandi breyting verður á viðauka 5:
Í stað:
Nígería – Lagos – Sendiráð Noregs
kemur:
Nígería – Abuja – Sendiráð Noregs
Í viðauka 5 falla brott eftirtaldir staðir og sendistofnanir:
Bandaríkin – Washington – Sendiráð Danmerkur.
Jamaíka – Kingston – Sendiráð Hollands.
Kúveit – Kúveit – Sendiráð Finnlands.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 58. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um útlendinga nr. 96 15. maí 2002, öðlast þegar gildi.