Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

746/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð um löggildingu ökukennara og starfsleyfi ökuskóla, nr. 327 3. maí 1999. - Brottfallin

1. gr.

Í stað orðsins "Umferðarráð" í 1. mgr. 3. gr. komi: Umferðarstofa.


2. gr.

Í stað orðsins "Umferðarráði" í 1. mgr. 4. gr. komi: Umferðarstofu.


3. gr.

5. grein orðist svo:
Nemandi sem lokið hefur ökukennaranámi skal gangast undir ökukennarapróf. Próf (námsmat) skal fara fram á vegum Kennaraháskóla Íslands og Umferðarstofu. Próf skal vera fræðilegt og verklegt samkvæmt nánari ákvæðum í námskrá.

Áður en verklegt próf fer fram skal lögreglustjóri kanna hvort skilyrðum 1. gr., eða 2. mgr. 2. gr. ef við á, fyrir veitingu löggildingar, er fullnægt.


4. gr.

6. grein orðist svo:
Nemandi sem stenst ökukennarapróf skal fá prófskírteini frá Kennaraháskóla Íslands. Jafnframt skal Kennaraháskólinn senda lögreglustjóra í því umdæmi þar sem nemandi á lögheimili afrit prófskírteinis ásamt framlögðum gögnum skv. 2. mgr. 5. gr.

Að uppfylltum skilyrðum og að fenginni umsögn Umferðarstofu gefur ríkislögreglustjóri út löggildingu. Umsókn um löggildingu skal lögð fram hjá lögreglustjóra, að jafnaði í því umdæmi sem viðkomandi á lögheimili. Löggilding ökukennara gildir í fimm ár, þó ekki lengur en hlutaðeigandi hefur ökuréttindi, og skal tilgreind með viðeigandi tákntölu í ökuskírteini viðkomandi, sbr. reglugerð um ökuskírteini. Tilkynna skal Umferðarstofu um útgefna löggildingu.

Ef ökukennari hefur lokið viðbótarprófi vegna nýrra flokka (flokks A eða flokkanna C, D og E) skal ríkislögreglustjóri, að ósk umsækjanda, gefa út nýja löggildingu og til fimm ára, þó ekki lengur en hlutaðeigandi ökukennari hefur ökuréttindi.

Leita skal umsagnar Umferðarstofu vegna löggildingar viðbótarréttinda og endurnýjunar á löggildingu.


5. gr.

7. gr. breytist þannig:

a. Í stað orðanna "Evrópska efnahagssvæðisins" í 1. mgr. 7. gr. komi: Evrópska efnahagssvæðisins eða Fríverslunarsamtaka Evrópu.
b. Í stað orðsins "Ráðherra" í 1. ml. 2. mgr. 7. gr. komi: Lögreglustjóri.
c. Í stað orðsins "ráðherra" í 2. ml. 2. mgr. 7. gr. komi: lögreglustjóri.


6. gr.

Í stað orðsins "Umferðarráð" í 8. gr. komi: Umferðarstofu.


7. gr.

9. gr. breytist þannig:

a. Í stað orðsins "Umferðarráði" í 3. mgr. komi: Umferðarstofu.
b. Í stað orðsins "dómsmálaráðherra" í 4. mgr. komi: ríkislögreglustjóri.
c. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Umsókn um endurnýjun löggildingar skal lögð fram hjá lögreglustjóra, að jafnaði í því umdæmi sem viðkomandi á lögheimili. Umsókninni skal fylgja vottorð frá Umferðarstofu.


8. gr.

10. gr. orðist svo:
Lögreglustjóri, í umboði ríkislögreglustjóra, getur hvenær sem er svipt ökukennara ökukennararéttindum, ef ástæða þykir til. Skal það gert ef ökukennari hefur verið staðinn að háttsemi sem ekki samrýmist starfi ökukennara eða hann að öðru leyti fullnægir ekki lengur skilyrðum til að öðlast löggildingu sem ökukennari. Það skal enn fremur gert ef ökukennari hefur verulega brotið gegn eða vikið frá gildandi reglum um ökukennslu eða ef hann sem forstöðumaður ökuskóla hefur borið ábyrgð á að slíkt hafi átt sér stað við skólann.

Ef lögreglustjóri telur ökukennara hafa brotið þannig gegn settum reglum að varðað geti sviptingu réttinda skal hann gera ökukennaranum grein fyrir málavöxtum og gefa honum færi á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri áður en ákvörðun er tekin í málinu. Jafnframt skal málið sent Umferðarstofu og stjórn Ökukennarafélags Íslands til umsagnar.

Ef Umferðarstofa telur ökukennara hafa brotið þannig gegn settum reglum að varðað geti sviptingu réttinda skal hún gera viðkomandi lögreglustjóra viðvart. Sama á við ef Umferðarstofa telur að ökukennari fullnægi ekki lengur kröfum um þekkingu og hæfni til að öðlast löggildingu.

Ef ástæða þykir til að ætla að ökukennari fullnægi ekki lengur kröfum um þekkingu og hæfni til að öðlast löggildingu getur lögreglustjóri ákveðið að ökukennarinn skuli gangast undir hæfnispróf, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 9. gr.

Ef ökukennari hefur verið sviptur löggildingu vegna ástæðna sem greinir í 3. málsl. 1. mgr. skal leita umsagnar Umferðarstofu áður en löggilding verður veitt að nýju. Að öðru leyti má veita löggildingu að nýju þegar skilyrðum til þess er fullnægt.

Ákvörðun lögreglustjóra um sviptingu ökukennararéttinda er kæranleg til dómsmálaráðherra.


9. gr.

Í stað orðsins "Umferðarráð" í 1., 3. og 4. mgr. 11. gr. komi: Umferðarstofa.


10. gr.

Í stað orðsins "Umferðarráði" í 2. mgr. 12. gr. komi: Umferðarstofu.


11. gr.

Í stað orðsins "Umferðarráði" í a. og b. liðum 14. gr. komi: Umferðarstofu.


12. gr.

Í stað orðsins "Umferðarráði" í 15. gr. komi: Umferðarstofu.


13. gr.

Í stað orðsins "Umferðarráð" í 16. gr. komi: Umferðarstofa.


14. gr.

Í stað orðsins "Umferðarráð" í 1. mgr. 17. gr. komi: Umferðarstofa.


15. gr.

19. gr. breytist þannig:

a. Í stað "Umferðarráð" í 1. mgr. komi: Umferðarstofa.
b. 2. mgr. orðist svo:

Brjóti ökukennari ákvæði í umferðarlöggjöf, fremji önnur brot eða viðhafi háttsemi sem varðað getur löggildingu ökukennara, tekur lögreglustjóri til skoðunar hvort ástæða sé til að svipta viðkomandi löggildingu sbr. 10. gr. Lögreglustjóri skal jafnframt tilkynna Umferðarstofu um slík brot og niðurstöður athugunar sinnar.


16. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr.:

a. Í stað orðsins "Umferðarráðs" í 1., 2. og 4. mgr. komi: Umferðarstofu.
b. Í stað orðsins "Umferðarráð" í 3. mgr. komi: Umferðarstofa.


17. gr.

21. gr. orðist svo:
Fyrir verklegt próf til ökukennararéttinda skal greiða 8.000 krónur.

Fyrir hæfnispróf skal greiða sama gjald.

Fyrir útgáfu starfsleyfis fyrir ökuskóla skal greiða 5.000 krónur.

Fyrir löggildingu ökukennara skal greiða gjald sem tilgreint er í reglugerð um ökuskírteini.


18. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 56. gr. umferðarlaga nr. 50 30. mars 1987, sbr. lög nr. 138 18. desember 1996 og lög nr. 83 10. maí 2002, öðlast þegar gildi.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 17. október 2002.

Sólveig Pétursdóttir.
Björn Friðfinnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica