1. gr. breytist þannig:
a. | Í stað 1. málsl. 1. mgr. komi tveir málsliðir, svohljóðandi: Útlendingi, sem fellur undir reglur samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES-útlendingi) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA-útlendingi), þó ekki útlendingi sem greinir í 2. mgr., er heimilt að koma til landsins án sérstaks leyfis og dveljast eða starfa hér á landi í allt að þrjá mánuði frá komu til landsins, eða allt að sex mánuðum ef hann er í atvinnuleit. |
b. | Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein, 2. mgr., svohljóðandi: |
Útlendingur, sem hvorki er ríkisborgari EES- eða EFTA-ríkis né aðstandandi, sbr. 9. gr., slíks borgara, og ráðinn er hjá aðila sem veitir þjónustu og er hluti af almennum vinnumarkaði EFTA-ríkis, má koma til landsins án sérstaks leyfis og veita þjónustu í allt að 90 starfsdaga á almanaksári. | |
c. | 2. mgr. (sem verður 3. mgr.) orðist svo: |
EES- eða EFTA-útlendingi, sem dvelst eða starfar hér á landi lengur en greinir í 1. mgr., er skylt að hafa dvalarleyfi. Þetta á þó ekki við um útlending sem starfar hér en hverfur að jafnaði til heimilis í öðru EES- eða EFTA-ríki a.m.k. einu sinni í viku. | |
d. | Í stað "2. mgr." í 3. mgr. (sem verður 4. mgr.) komi: 3. mgr. |
2. gr. breytist þannig:
Í stað "EES-ríkja" í 2. mgr. komi: EES- eða EFTA-ríkja.
Í stað "EES-útlendings" í 3. mgr. komi: EES- eða EFTA-útlendings, í stað "EES-ríkis" í sömu málsgrein komi: EES- eða EFTA-ríkis, og í stað "EES-ríkisborgarann" í sömu málsgrein komi: EES- eða EFTA-ríkisborgarann.
Í stað "EES-útlendingar" í fyrirsögn á undan 3. gr. komi: EES- eða EFTA-útlendingar.
Í stað "EES-útlendingur" í upphafi 3. gr. komi: EES- eða EFTA-útlendingur, þó ekki útlendingur sem greinir í 2. mgr. 1. gr.
Í stað "EES-útlendings" í fyrirsögn á undan 8. gr. og í 8. og 9. gr. komi: EES- eða EFTA-útlendings.
Í stað "12.-21. gr." í 11. gr. komi: 12.-21. gr. a.
Á eftir 21. gr. komi ný grein, 21. gr. a, svohljóðandi:
Ákvæði 12.-21. gr. gilda með hliðstæðum hætti um EFTA-ríkisborgara og aðstandendur þeirra.
Orðin "EES-útlendings" í 6. mgr. 22. gr. falli brott.
Í stað "EES útlendings" í 4. mgr. 23. gr. og 1. mgr. 25. gr. komi: EES- eða EFTA-útlendings.
Í stað "EES-útlendingi" í 26. gr., 27. gr. og 1., 2. og 3. mgr. 28. gr. komi: EES- eða EFTA-útlendingi.
Fyrirsögn reglugerðarinnar orðist svo:
Reglugerð um dvöl útlendinga, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, hér á landi.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga um eftirlit með útlendingum, nr. 45 12. maí 1965, sbr. 12. gr. laga nr. 133 31. desember 1993 og 1. gr. laga nr. 76 8. maí 2002, svo og með hliðsjón af 1.-5. tölul. V. viðauka (tilskipun 64/221/EBE, reglugerðir (EBE) 1612/68 og 312/76, tilskipun 68/360/EBE, reglugerð (EBE) 1251/70 og tilskipun 72/194/EBE) og 3.-8. tölul. VIII. viðauka (tilskipanir 73/148/EBE, 75/34/EBE, 75/35/EBE, 90/364/EBE, 90/365/EBE og 93/96/EBE) við EES samninginn, öðlast þegar gildi.
EB gerðirnar sem vísað er til eru birtar í sérritinu EES gerðir S 32, bls. 1-24, og S 35, bls. 14-25, sbr. auglýsingu nr. 31/1993 í C-deild Stjórnartíðinda, og í EES viðbæti við Stjórnartíðindi EB, sérstakri útgáfu, bók 4, bls. 135-136, sbr. EES viðbæti, 17. hefti 1994.