1. gr. breytist þannig:
a. | Við 1. mgr. bætist: ADRskoðun og vegaskoðun. |
b. | Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein er orðist svo: |
ADRskoðun: Athugun til að ganga úr skugga um að einstakir hlutar og kerfi ökutækis er varðar búnað til flutnings á hættulegum farmi uppfylli þær kröfur sem gerðar eru í reglum um það efni. | |
c. | Í stað orðanna "eða skráningarskoðun" í 6. mgr. komi: skráningarskoðun, ADRskoðun eða vegaskoðun. |
d. | Við greinina bætist ný málsgrein er orðist svo: |
Vegaskoðun: Athugun til að ganga úr skugga um að ástand ökutækja, sem stöðvuð eru í akstri, uppfylli þær kröfur sem gerðar eru í reglum um það efni. Skoðunin er framkvæmd utan skoðunarstofa. |
Fyrirsögn II. kafla verði svohljóðandi: SKOÐUN ÖKUTÆKJA.
2. gr. breytist þannig:
a. | Í stað orðanna "eða skráningarskoðunar" í 2. mgr. komi: skráningarskoðunar eða ADRskoðunar. |
b. | 3. mgr. falli brott. |
2. málsliður 9. gr. orðist svo: Sama er ef á ökutæki eru sett skráningarmerki af eldri gerð samkvæmt 35. gr. reglugerðar um skráningu ökutækja, nr. 78/1997, með síðari breytingum.
Á eftir 10. gr. koma tvær nýjar greinar, ásamt fyrirsögnum, er orðist svo, og breytist greinatala samkvæmt því:
ADRskoðun.
(11. gr.)
ADRskoðun. Ökutæki sem óskað er eftir að skráð verði til flutnings á hættulegum farmi skal skoða ADRskoðun, einnig skal ökutæki sem skráð er til flutnings á hættulegum farmi skoðað ADRskoðun við aðalskoðun.
Vegaskoðun.
(12. gr.)
Vegaskoðun. Skoðun sem framkvæmd er af skoðunarmanni á vettvangi á ökutæki sem stöðvað hefur verið af lögreglu.
Í stað orðanna "3. mgr. 11. gr." í 2. málsl. 12. gr. (er verður 14. gr.) komi: 3. mgr. 13. gr.
Í stað orðanna "2. mgr. 11. gr." í 2. málsl. 1. mgr. 15. gr. (er verður 17. gr.) komi: 2. mgr. 13. gr.
17. gr. (er verður 19. gr.) orðist svo:
Við skoðun ökutækis skal skoðunarmaður athuga hvort ökutækið sé rétt skráð og hvort verksmiðjunúmer þess sé í samræmi við skráningarskírteini. Skoðun og dæming ökutækis skal byggjast á ástandi þess hverju sinni.
Vegaskoðun fer að mestu fram sem sjónskoðun, virknisathugun og mæling útblástursmengunar.
4. mgr. 20. gr. (er verður 22. gr.) orðist svo:
Ef ökutæki er fært til endurskoðunar eftir að frestur sem gefinn var við undangengna skoðun eða vegaskoðun er útrunninn skal það skoðað á sama hátt og um aðalskoðun væri að ræða.
Í stað orðanna "31. gr." í 2. og 3. þankastriki 26. gr. (er verður 28. gr.) komi: 33. gr.
Í stað orðanna "31. gr." í 1. og 2. þankastriki 28. gr. (er verður 30. gr.) komi: 33. gr.
1. mgr. 33. gr. (er verður 35. gr.), sbr. reglugerð nr. 35 11. janúar 2002, orðist svo:
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 60. og 67. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, sbr. lög nr. 44 7. maí 1993, svo og með hliðsjón af 16. a tölul. XIII. viðauka við EES samninginn (tilskipun 96/96/EB með breytingum með tilskipunum 1999/52/EB, 2000/30/EB, 2001/9/EB og 2001/11/EB, sbr. EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, 41. hefti 1997, bls. 1-19, 57. hefti 2001 bls. 5-12, 11. hefti 2001, bls. 245-248 og 47. hefti 2001, bls. 8).
Á eftir viðauka I komi nýr viðauki, viðauki Ia, sem orðist svo:
a. | Mengunarmælar samkvæmt c-lið 2. gr. í viðauka I. |
b. | Hemlunarklukka sem mælir hemlunarvirkni í akstri. |
c. | Handljósaskoðunartæki. |
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 60. og 67. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, sbr. lög nr. 44 7. maí 1993, öðlast þegar gildi.