Við 27. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Dómsmálaráðuneytið getur heimilað skoðunarstofu að skoða ökutæki sem er meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd á skoðunarstofu II, endurskoðunarverkstæði eða öðru verkstæði þótt hentug gryfja/lyfta, hristari eða hjólþeytir séu ekki til staðar. Ákvæði 1. mgr. um fjarlægðir gilda. Skal þá tryggt að hemlaprófari fyrir bifreiðir og eftirvagna, óháð leyfðri heildarþyngd, verði notaður við skoðunina. Tryggja skal að öll atriði verði skoðuð samkvæmt skoðunarhandbók þrátt fyrir að gryfja/lyfta, hristari og hjólþeytir séu ekki til staðar.
Í stað 1. málsl. 2. gr. í viðauka II komi: Í hverju kjördæmi eins og þau voru 1998 skal vera a.m.k. ein skoðunarstofa I. Þó skal litið á höfuðborgarsvæðið (Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi) sem eitt kjördæmi.
Í stað "30. september" í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða við viðauka II, sbr. reglugerðir nr. 779 23. desember 1998 og nr. 240 12. mars 2001, komi: 31. desember.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 60. og 67. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, sbr. lög nr. 44 7. maí 1993.
Ákvæði 1. og 2. gr. öðlast gildi 1. janúar 2002. Ákvæði 3. gr. öðlast þegar gildi.