Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

354/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 915 29. nóvember 2000. - Brottfallin

354/2001

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja,
nr. 915 29. nóvember 2000.

1. gr.

7. gr. breytist þannig:

a. Liður 7.10 (1), 8. þankastrik, orðist svo:
- stefnuljósker; tvö framvísandi, tvö afturvísandi og eitt á hvorri hlið. Bifreið frá Bandaríkjum Norður-Ameríku og Kanada, sem ekki er meira en 6,0 m að lengd, má undanþiggja ákvæðum um stefnuljósker á hlið.
b. Liður 7.10 (1), 10. þankastrik, orðist svo:
- þokuafturljósker; eitt eða tvö. Bifreið frá Bandaríkjum Norður-Ameríku og Kanada, sem ekki er meira en 6,0 m að lengd, má undanþiggja ákvæðum um þokuafturljósker.


2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 60. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 24. apríl 2001.

F. h. r.
Björn Friðfinnsson.
Ólafur W. Stefánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica