Forsætisráðuneyti

459/2009

Reglugerð um starfshætti almannavarna- og öryggismálaráðs.

1. gr.

Fundi almannavarna- og öryggismálaráðs skal halda eftir þörfum. Forsætisráðherra boðar til funda að tillögu dómsmálaráðherra.

Umsýsla vegna starfa almannavarna- og öryggismálaráðs og undirbúningur vegna funda þess er í höndum dómsmálaráðherra.

Starfsmenn dómsmálaráðuneytis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra skulu sitja fundi almannavarnaráðs og hafa með höndum umsýslu vegna fundarins þ.m.t. fundar­ritun.

2. gr.

Dómsmálaráðherra leggur fyrir fund almanna- og öryggismálaráðs til samþykktar tillögu að stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum ásamt kostnaðarmati á helstu þáttum hennar. Tengiliðir tilnefndir af sérhverju ráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitar­félaga, Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og Rauða krossi Íslands skulu starfa með dómsmála­ráðuneytinu og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra að mótun tillögunnar svo sem þörf krefur.

Dómsmálaráðherra skal einnig leggja fram til kynningar ársskýrslu ríkislögreglustjóra um framkvæmd stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum.

3. gr.

Fulltrúar í almannavarna- og öryggismálaráði skulu gæta þagnarskyldu um það sem þeir verða áskynja um í störfum almannavarna- og öryggismálaráðs og leynt á að fara samkvæmt lögum, eðli máls eða samkvæmt sérstakri ákvörðun ráðsins eða formanns þess og undirrita þagnarheit áður en þeir taka til stafa.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 4. mgr. 34. gr. laga um almannavarnir, nr. 82 12. júní 2008, öðlast þegar gildi.

Jafnframt fellur úr gildi reglugerð fyrir almannavarnaráð, nr. 740 2. október 2000.

Forsætisráðuneytinu, 30. apríl 2009.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Ragnhildur Arnljótsdóttir.

Reglugerð sem fellur brott:


Þetta vefsvæði byggir á Eplica