Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

138/1995

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 411 11. nóvember 1993. - Brottfallin

Reglugerð

um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja,

nr. 411 11. nóvember 1993.

1. gr.

16. gr. breytist þannig:

a. Liður 16.02 (3) orðist svo:

Hjólbarðar fyrir ökutæki sem er 3500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd skulu vera negldir sem hér segir:

a. Lengd nagla út úr nýnegldum hjólbarða má að meðaltali ekki vera meiri en 1,2 mm.

b. Lengd nagla út úr hjólbarða má ekki vera minni en 0,9 mm.

c. Hámarksfjöldi nagla má vera sem hér segir:

90 fyrir felgustærð til og með 13"
110 fyrir felgustærð yfir 13" til og með 15"
150 fyrir felgustærð yfir 15".

d. Hámarksþyngd hvers nagla má vera 1,4 g. Í hjólbarða sem ætlaður er undir torfærubifreið (jeppa) eða sendibifreið (C eða LT hjólbarði) má þyngd hvers nagla þó mest vera 3 g.

e. Hámarks stöðukraftur nagla (sá kraftur sem þarf til þess að þrýsta nagla sem stendur 1,2 mm út úr sóla hjólbarða með eðlilegum loftþrýstingi inn þannig að hann sé sléttur við sólann) má við 20 C (+ 4 C) mestur vera:

- 120 N fyrir hjólbarða sem ætlaður er undir fólksbifreið.
- 340 N fyrir hjólbarða sem ætlaður er undir torfærubifreið (jeppa) eða sendibifreið (C eða LT hjólbarða).

f. Í hjólbarða sem er yfir 760 mm (30 þumlungar) í þvermál og ætlaður er undir torfærubifreið (jeppa) er heimilt að nota nagla sem hver um sig er allt að 4,7 g og mesta stöðukraft við 20 C (+ 4 C) 380 N.

b. Liður 16.02 (4) orðist svo:

Hjólbarðar fyrir ökutæki sem er meira en 3500 kg að leyfðri heildarþyngd skulu vera negldir sem hér segir:

a. Lengd nagla út úr nýnegldum hjólbarða má að meðaltali ekki vera meiri en 1,7 mm.

b. Lengd nagla út úr hjólbarða má ekki vera minni en 0,9 mm og ekki meiri en 2 mm.

c. Hámarksfjöldi nagla má vera sem hér segir:

110 fyrir felgustærð til og með 15"
150 fyrir felgustærð yfir 15". Naglarnir mega þó vera allt að 200 ef útfærsla og ísetning þeirra er í samræmi við ákvæði sem gilda um hjólbarða sem ætlaðir eru undir torfærubifreið (jeppa) eða sendibifreið.

d. Hámarksþyngd hvers nagla má vera 5,2 g.

e. Hámarks stöðukraftur nagla má við 20 C (+ 4 C) mestur vera 400 N.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt umferðarlögum, nr. 50 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.

Ákvæði reglugerðarinnar gilda um hjólbarða sem teknir verða í notkun frá 1. september 1995, nema negling hafi átt sér stað fyrir 1. maí 1995. Til þess tíma gilda ákvæði reglugerðar nr. 411/1993.

Heimilt er nú þegar að negla hjólbarða samkvæmt ákvæðum reglugerðar þessarar.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 3. mars 1995.

Þorsteinn Pálsson.

Ólafur W. Stefánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica