Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

116/1988

Reglugerð um breytingu á reglugerð um ökukennslu, próf ökumanns o.fl., nr.787 13.desember 1983. - Brottfallin

REGLUGERР

um breytingu á reglugerð um ökukennslu, próf ökumanna o. fl.,

nr. 787 13. desember 1983.

 

1. gr.

1. málsl. 1. mgr. 12. gr. orðist svo: Ökukennslu skal miða við að nemandi hafi næga aksturshæfni og nauðsynlega þekkingu á ökutækinu og meðferð þess og umferðarlöggjöf og geti staðist ökupróf.

 

2. gr.

42. gr. orðist svo:

Ökuskírteini eru tvenns konar: Bráðabirgðaskírteini og fullnaðarskírteini. Bráðabirgðaskírteini er gefið út til byrjanda og gildir í tvö ár frá útgáfudegi. Fullnaðarskírteini gildir þar til hlutaðeigandi er fullra 70 ára. Fullnaðarskírteini þess

sem náð hefur 65 ára aldri en er ekki fullra 70 ára skal gefið út til 5 ára frá útgáfudegi. Hafi umsækjandi náð 70 ára aldri skal gildistími ökuskírteinisins vera þessi:

70 ára                                       4 ár

71 árs                                       3 ár

72-79 ára                                  2 ár

80 ára og eldri                           1 ár

Ökuskírteini til að stjórna bifreið til farþegaflutninga í atvinnuskyni, vörubifreið fyrir 5 smálesta farm eða meira eða hópbifreið skal gefið út til 10 ára frá útgáfudegi nema annað leiði af ákvæðum 2. og 3. málsl. 3. mgr.

Gefa má ökuskírteini út til skemmri tíma en greinir í 3. og 4. mgr. ef ástæða þykir til vegna andlegs eða líkamlegs atgervis umsækjanda eða vafi þykir um reglusemi umsækjanda eða ökuhæfni.

 

3. gr.

Í stað "nafnnúmer" í 43. og 53. gr. komi: kennitala.

 

4. gr.

Á eftir 1. mgr. 51. gr. komi ný málsgrein, svo hljóðandi:

Sá sem hefur gilt ökuskírteini útgefið í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð má stjórna ökutækjum sem ökuskírteinið nær til, einnig eftir að hann hefur sest að hér á landi, þó ekki lengur en til 70 ára aldurs. Önnur gild erlend ökuskírteini veita slíka heimild í allt að einn mánuð eftir að skírteinishafi sest að hér á landi.

 

5. gr.

Ákvæði 2., 19., 22., 40. og 44. gr. um æfingaakstur og próf í akstri dráttarvéla gilda eftir því sem við á um æfingaakstur og próf í akstri torfærutækja.

 

6. gr.

Ákvæði 4. , 7. , 8. , 13. , 21. og 37. gr. og fyrirsagna á undan 13. , 35. og 37. gr. þar sem vísað er til leigubifreiða til mannflutninga og fólksbifreiða fyrir fleiri en 16 farþega gilda um bifreiðir til farþegaflutninga í atvinnuskyni og hópbifreiðir.

 

7. gr.

Fullnaðarskírteini sem gefin hafa verið út til 10 ára og í gildi eru 1. mars 1988 skulu gilda áfram án áritunar þar til hlutaðeigandi er fullra 70 ára.

 

8. gr.

Þeir sem fyrir 1. mars 1988 hafa öðlast rétt sem nú er krafist sérstakrar löggildingar til halda þeim rétti, enda fullnægi þeir almennum skilyrðum til þess, þannig:

a. Þeir sem fyrir 1. júlí 1958 hafa öðlast réttindi til að stjórna bifreið mega stjórna bifhjóli, svo og vörubifreið fyrir 5 smálesta farm eða meira.

b. Þeir sem fyrir 12. apríl 1960 hafa öðlast réttindi til að stjórna bifreið mega stjórna fólksbifreið fyrir fleiri en 16 farþega, þó ekki bifreið til farþegaflutninga í atvinnuskyni. c. Þeir sem fyrir 1. mars 1988 hafa öðlast réttindi til að stjórna bifreið mega stjórna

hópbifreið fyrir allt að 16 farþega, þó ekki bifreið til farþegaflutninga í atvinnuskyni.

d. Þeir sem fyrir 1. mars 1988 hafa öðlast réttindi til að stjórna leigubifreið til mannflutninga mega stjórna bifreið til farþegaflutninga í atvinnuskyni.

e. Þeir sem fyrir 1. janúar 1951 hafa öðlast réttindi til að stjórna leigubifreið til mannflutninga eiga rétt á að fá ótímabundin ökukennararéttindi.

 

9. gr.

Þar til fram hefur farið heildarendurskoðun reglugerðar um ökukennslu, próf öku­manna o.fl., nr. 787 13. desember 1983, gilda ákvæði hennar áfram með þeim breytingum sem leiða af gildistöku umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987.

 

10. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt umferðarlögum, nr. 50 30. mars 1987, öðlast gildi 1. mars 1988.

 

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 29. febrúar 1988.

 

Jón Sigurðsson.

Ólafur W. Stefánsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica