Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

96/1996

Reglugerð um breytingu á reglugerð um notkun erlendra ökutækja, nr. 267 1. júlí 1993.

1. gr.

Við 4. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Einnig skal litið svo á að vátryggingarskyldunni hafi verið fullnægt að því er varðar ökutæki sem skráð eru í ríkjum sem ekki eiga aðild að marghliða ábyrgðarsamningi þeim sem greinir í 3. mgr. og koma hingað til lands frá öðru ríki sem er aðili Evrópska efnahagssvæðisins. Heimilt skal þó í einstaka tilvikum að kanna hvort vátryggingarskyldunni hafi verið fullnægt.

2. gr.

6. gr. orðist svo:

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 66. gr. og 1. mgr. 94. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, svo og með hliðsjón af 8., 9. og 10. tölul. IX. viðauka við EES samninginn (tilskipun 72/166/EBE með breytingum með tilskipunum 72/430/EBE, 84/5/EBE og 90/232/EBE og ákvörðunum 91/323/EBE og 93/43/EBE).

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 66. gr. og 1. mgr. 94. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 31. janúar 1996.

Þorsteinn Pálsson.

Ólafur W. Stefánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica