Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

70/1998

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 411 11. nóvember 1993. - Brottfallin

1. gr.

                1. gr. breytist þannig:

a.             Við lið 01.50 (1) bætist ný málsgrein sem orðist svo:

                Um skráðan eftirvagn sem notaður er til fólksflutninga gilda sömu reglur og um bifreið sem gerð er til farþegaflutninga.

b.             Liður 01.74 falli niður.

2. gr.

                4. gr. breytist þannig:

a.             Nýr liður, 04.10 (3) orðist svo:

(3)           Ef uppblásanlegur öryggispúði er við framsæti fyrir farþega skal á vel sýnilegum stað við sætið vera myndmerki skv. ECE reg. nr. 94 ásamt eftirfarandi texta: "Hætta! Notið ekki afturvísandi barnabílstól í sæti með uppblásanlegum öryggispúða framan við það." Þetta gildir þó ekki um sæti sem hefur búnað sem hindrar að púðinn geti blásist upp á meðan barnabílstóllinn er í sætinu.

b.             3. málsl. í lið 04.83 (1), sbr. reglugerð nr. 83/1997, orðist svo:

                Merkin skulu gerð samkvæmt fyrirmælum dómsmálaráðuneytisins en skráningarstofa hefur umsjón með hönnun og framleiðslu þeirra.

3. gr.

                6. gr. breytist þannig:

a.             Liður 06.12 (8) falli niður.

b.             Liður 06.14 (6) falli niður.

c.             Liður 06.30 (9), sbr. reglugerð nr. 242/1994, orðist svo:

                Hemlun dráttarvélar, hemlabúnaður og virkni hans telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 76/432 með áorðnum breytingum, síðast með tilskipun nr. 96/63, eru uppfyllt.

d.             Við lið 06.50 (1) bætist nýr málsliður sem orðist svo: Á skráningarskyldum eftirvagni sem gerður er fyrir 30 km/klst. eða minni hámarkshraða skal þó ekki gera kröfu um stöðuhemil ef vagninn er búinn a.m.k. tveimur stöðufleygum til að setja við hjólin þegar hann er í halla og frátengdur dráttartækinu.

e.             Liður 06.52 (10) falli niður.

f.              Liður 06.74, sbr. reglugerð nr. 83/1997, falli niður.

4. gr.

                7. gr. breytist þannig:

a.             Liður 07.00 (1), 1. málsl., orðist svo:

                Óheimilt er að nota önnur ljósker, perur eða glitaugu á ökutæki en þau sem boðin eru í reglugerð þessari eða öðrum reglum sem ráðuneytið setur.

b.             Liður 07.00 (9) orðist svo:

                Ekki má breyta staðsetningu ljóskers eða bæta við ljóskerum á ökutæki án þess að búnaðurinn samræmist ákvæðum reglugerðarinnar.

c.             Á eftir 1. málsl. í 3. mgr. (Staðsetning) í lið 07.01 (4) komi nýr málsliður sem orðist svo: Framvísandi ljósker skulu ekki vera lægri en efri brún framrúðu.

d.             Í stað "Ljós skal vera sýnilegt" í 2. mgr. (Dreifing) í lið 07.01 (6) komi: Ljós frá ljóskerum í pari skal vera sýnilegt.

e.             Á eftir 4. mgr. (Staðsetning) í lið 07.01 (6) komi ný málsgrein sem orðist svo:

                Hæð hemlaljóskers fyrir miðju ökutækis skal vera meiri en annarra hemlaljóskera og ekki minni en 850 mm. Á ökutæki með afturrúðu má ljóskerið ekki vera neðar en 150 mm neðan við neðri brún hennar.

f.              Liður 07.01 (6), 6. mgr. (Auka hemlaljósker), falli niður.

g.             3. - 5. mgr. í lið 07.01 (8) orðist svo:

                Staðsetning: Ljóskerin skulu vera á báðum hliðum ökutækis. Hæð skal vera á milli 250 mm og 1500 mm. Hæð má þó vera allt að 2100 mm ef nauðsynlegt er vegna lögunar ökutækis.

                Á miðþriðjungi ökutækis skal vera a.m.k. eitt ljósker. Fjarlægð fremstu ljóskera frá framenda ökutækis má mest vera 3,0 m að beisli á eftirvagni meðtöldu. Fjarlægð öftustu ljóskera frá afturenda má mest vera 1,0 m. Bil á milli ljóskera á sömu hlið má mest vera 3,0 m. Bilið má þó vera allt að 4,0 m ef nauðsynlegt er vegna lögunar ökutækis.

                Á ökutæki sem er 6,0 m eða minna að lengd er þó heimilt að hafa aðeins fremstu og/eða öftustu ljóskerin.

h.             Við 3. mgr. (Staðsetning) í lið 07.01 (21) bætist nýr málsliður sem orðist svo: Fjarlægð frá ystu brún má ekki vera meiri en 400 mm.

i.              Nýr liður, 07.01 (22), orðist svo:

(22)         Gildistaka: Ákvæði liðar 07.01 (21), 3. mgr., 3. málsl., gildir um hámarksfjarlægð þokuljóskera frá ystu brún á ökutæki sem skráð er eftir 1. janúar 1999.

j.              Í stað "350 mm" í lið 07.02 (1), 3. mgr., 2. málsl., komi: 250 mm.

k.             Í stað "350 mm" í lið 07.02 (2), 3. mgr., 2. málsl., komi: 250 mm.

l.              Í stað "350 mm" í lið 07.02 (3), 3. mgr., 1. málsl., komi: 250 mm.

m.            Liður 07.10 (1), 6. þankastrik, sbr. reglugerð nr. 401/1994, orðist svo:

                - hliðarljósker; á bifreið sem er lengri en 6,0 m.

n.             Við lið 07.10 (1) bætist nýtt (11.) þankastrik sem orðist svo:

                - þokuafturljósker; eitt eða tvö.

o.             Liður 07.10 (2), 4. þankastrik, orðist svo:

                - hemlaljósker; eitt fyrir miðju.

p.             Liður 07.10 (2), 5. þankastrik, sbr. reglugerð nr. 401/1994, orðist svo:

                - hliðarljósker; á bifreið sem er styttri en 6,0 m.

q.             Liður 07.10 (2), 11. þankastrik (um þokuafturljósker), falli niður.

r.              Í stað "nr. 91/663" í lið 07.10 (9), 1. mgr., sbr. reglugerð nr. 401/1994, komi: nr. 97/28, eða ákvæði í ECE reg. nr. 48.

s.             Nýr liður, 07.10 (10), orðist svo:

(10)         Gildistaka: Ákvæði liða 07.10 (1), 6. þankastrik, og 07.10 (1), 11. þankastrik, gilda um bifreið sem skráð er eftir 1. janúar 1999.

t.              Nýr liður, 07.11, orðist svo:

                07.11 Fólksbifreið.

(1)           Áskilin ljósker:

                - hemlaljósker; eitt fyrir miðju.

(2)           Gildistaka: Ákvæði liðar 07.11 (1) gildir um fólksbifreið sem skráð er eftir 1. október 2000.

u.             Liður 07.50 (1), 3. þankastrik, sbr. reglugerð nr. 401/1994, orðist svo:

                - hliðarljósker; á eftirvagn sem er lengri en 6,0 m.

v.             Við lið 07.50 (1) bætist nýtt (7.) þankastrik sem orðist svo:

                - þokuafturljósker; eitt eða tvö.

w.            Liður 07.50 (2), 4. þankastrik, orðist svo:

                - hemlaljósker; eitt fyrir miðju.

x.             Liður 07.50 (2), 5. þankastrik, sbr. reglugerð nr. 401/1994, orðist svo:

                - hliðarljósker; á eftirvagn sem er styttri en 6,0 m.

y.             Liður 07.50 (2), 9. þankastrik (um þokuafturljósker), falli niður.

z.             Í stað "nr. 91/663" í lið 07.50 (8), 1. mgr., sbr. reglugerð nr. 401/1994, komi: nr. 97/28, eða ákvæði í ECE reg. nr. 48.

þ.             Við lið 07.50 (9), sbr. reglugerð nr. 242/1994, bætist ný málsgrein sem orðist svo:

                Ákvæði liða 07.50 (1), 3. þankastrik, og 07.50 (1), 7. þankastrik, gilda um eftirvagn sem skráður er eftir 1. janúar 1999.

5. gr.

                8. gr. breytist þannig:

a.             Í lið 08.00 (1) bætist ný málsgrein (1. mgr.) sem orðist svo:

                Fellisæti:

                Sæti sem hægt er að fella niður og breikka með því sætisbekk eða einstakt sæti.

b.             Liður 08.10 (2), sbr. reglugerð nr. 242/1994, orðist svo:

                                Styrkur sæta og sætisfestinga telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 74/408 með áorðnum breytingum, síðast með tilskipun nr. 96/37, eru uppfyllt.

c.             Í stað "veltisæti til framlengingar á honum ef veltisætið" í lið 08.12 (3) c., 3. mgr., komi: fellisæti til framlengingar honum ef það.

6. gr.

                9. gr. breytist þannig:

a.             Liður 09.10 (1), sbr. reglugerð nr. 83/1997, orðist svo:

                Framrúða skal vera úr lagskiptu öryggisgleri með viðurkenningarmerki. Rúður úr hertu öryggisgleri skulu bera viðurkenningarmerki. Viðurkenningarmerkið skal vera samþykkt af skráningarstofu.

b.             Í stað "framrúðu" í lið 09.10 (9), 1. mgr., sbr. reglugerð nr. 401/1994, komi: rúðum

c.             Liður 09.74 falli niður.

7. gr.

                11. gr. breytist þannig:

                Í stað "einn eða tvo fellistóla" í lið 11.12 (5) a, 3. þankastrik, komi: eitt eða tvö fellisæti.

8. gr.

                12. gr. breytist þannig:

                Liður 12.74 falli niður.

9. gr.

                14. gr. breytist þannig:

                Á eftir "nr. 77/389" í lið 14.10 (2), sbr. reglugerð nr. 242/1994, komi: með breytingum í tilskipun nr. 96/64.

10. gr.

                18. gr. breytist þannig:

a.             Í stað 2. og 3. mgr. í lið 18.10 (9), sbr. reglugerð nr. 242/1994, komi ný málsgrein sem orðist svo:

                Við prófun á sótmengun í útblæstri bifreiðar sem búin er dísilhreyfli, skv. EBE tilskipun nr. 72/306 með breytingum í tilskipun nr. 89/491, skulu ákvæði tilskipunarinnar um mesta leyfilegt magn mengandi efna vera uppfyllt.

b.             Liður 18.10 (14), sbr. reglugerðir nr. 242/1994, 401/1994 og 83/1997, orðist svo:

                Ef bifreið með dísilhreyfli uppfyllir ekki ákvæði um takmörkun mengandi efna í útblæstri skv. EBE tilskipun nr. 70/220 með áorðnum breytingum, síðast með tilskipunum nr. 96/44 og 96/69, skal dísilhreyfill bifreiðarinnar uppfylla ákvæði um takmörkun mengandi efna í útblæstri skv. EBE tilskipun nr. 88/77 með áorðnum breytingum, síðast með tilskipun nr. 96/1, eða sambærilegar reglur.

c.             Liður 18.10 (15), sbr. reglugerðir nr. 242/1994 og 401/1994, orðist svo:

                Óheimilt er að fjarlægja búnað sem er til að draga úr útblástursmengun. Skemmist slíkur búnaður eða dragi verulega úr virkni hans skal þegar endurnýja hann.

d.             Nýr liður, 18.10 (16), orðist svo:

                Gildistaka: Ákvæði liðar 18.10 (15) gilda um bifreið sem skráð er eftir 1. janúar 1995.

e.             Í stað "tilskipunum nr. 93/59 og 94/12" í lið 18.11 (2), sbr. reglugerðir nr. 401/1994 og 283/1996, komi: tilskipunum nr. 96/44 og 96/69.

f.              Í stað "tilskipun nr. 93/59" í lið 18.12 (8), sbr. reglugerð nr. 401/1994, komi: tilskipunum nr. 96/44 og 96/69.

g.             Liður 18.12 (10), sbr. reglugerð nr. 83/1997, falli niður.

h.             Í stað "tilskipun nr. 93/59" í lið 18.13 (2), sbr. reglugerð nr. 401/1994, komi: tilskipunum nr. 96/44 og 96/69.

i.              Í stað "tilskipun nr. 93/59" í lið 18.14 (2), sbr. reglugerð nr. 401/1994, komi: tilskipunum nr. 96/44 og 96/69.

j.              Liður 18.14 (4), sbr. reglugerð nr. 83/1997, falli niður.

11. gr.

                19. gr. breytist þannig:

a.             Í stað "eftirfarandi hátt" í lið 19.10 (4), 1. mgr., komi: einn af eftirfarandi háttum í samræmi við nafnspennu á rafkerfi bifreiðarinnar.

b.             Liður 19.10 (4), 2. tölul. a-liðar, orðist svo: Þokuafturljós.

c.             Liður 19.10 (4), 7. tölul. b-liðar, orðist svo: Þokuafturljós.

d.             Á eftir b-lið í lið 19.10 (4) komi mynd og nýr stafliður sem orðist svo:

c. Tengi skv. DIN staðli V 72570 fyrir 12 volta rafkerfi eftirvagns:

   

                Mynd 19.3

                1.             Stefnuljós vinstra megin.

                2.             Þokuafturljós.

                3.             Jörð fyrir tengingar 1 - 8.

                4.             Stefnuljós hægra megin.

5.             Eftirfarandi ljós hægra megin á eftirvagni: Afturljós, stöðuljós, breiddarljós og ljós fyrir skráningarmerki.

                6.             Hemlaljós.

7.             Eftirfarandi ljós vinstra megin á eftirvagni: Afturljós, stöðuljós, breiddarljós og ljós fyrir skráningarmerki.

                8.             Bakkljós.

                9.             Straumur frá rafkerfi bifreiðar.

                10.           Hleðslulögn fyrir rafgeymi eftirvagns.

                11.           Óráðstafað.

                12.           Óráðstafað.

                13.           Jörð fyrir tengingar 9 - 12.

12. gr.

                22. gr. breytist þannig:

a.             Í stað "Skilgreining" í lið 22.00 (1) komi: Skilgreiningar.

b.             Við lið 22.00 (1) bætist ný málsgrein sem orðist svo:

                Hjólhaf: Fjarlægð frá miðjum fremsta ási að miðjum afturási eða miðpunkti afturása ef um fleiri en einn ás er að ræða.

c.             Við lið 22.11 (4), sbr. reglugerð nr. 401/1994, bætist ný málsgrein sem orðist svo:

                Þyngd og stærð fólksbifreiðar telst innan marka ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 92/21, með breytingum í tilskipun nr. 95/48, eru uppfyllt.

d.             Nýr liður, 22.11 (5), orðist svo:

(5)           Styrkur yfirbyggingar fólksbifreiðar til verndar ökumanni og farþegum við árekstur frá hlið telst vera fullnægjandi ef ákvæði EB tilskipunar nr. 96/27 eru uppfyllt.

e.             Nýr liður, 22.11 (6), orðist svo:

(6)           Styrkur yfirbyggingar fólksbifreiðar með leyfða heildarþyngd 2500 kg eða minna til verndar ökumanni og farþegum við árekstur framanfrá telst vera fullnægjandi ef ákvæði EB tilskipunar nr. 96/79 eru uppfyllt.

f.              Nýr liður, 22.12 (7), orðist svo:

(7)           Efni í innrými hópbifreiðar IIB sem gerð er fyrir fleiri en 22 farþega skal vera eldfælið eða illbrennanlegt. Brunatregða efna í innrými hópbifreiðar telst vera fullnægjandi ef ákvæði EB tilskipunar nr. 95/28 eru uppfyllt.

g.             Nýr liður, 22.12 (8), orðist svo:

(8)           Gildistaka: Ákvæði liðar 22.12 (7), fyrri málsliður, gildir um hópbifreið sem skráð er eftir 1. janúar 1999.

h.             Nýr liður, 22.13 (3), orðist svo:

(3)           Styrkur yfirbyggingar sendibifreiðar til verndar ökumanni og farþegum við árekstur frá hlið telst vera fullnægjandi ef ákvæði EB tilskipunar nr. 96/27 eru uppfyllt.

13. gr.

                23. gr. breytist þannig:

a.             Í stað "skráningaraðili" í lið 23.01 (1) komi: skráningarstofa.

b.             Liður 23.01 (6), ákvæði 1. þankastriks, orðist svo:

                - bifreið sem skráð er til neyðaraksturs.

14. gr.

                24. gr. breytist þannig:

a.             Liður 24.01 (1), sbr. reglugerð nr. 401/1994, orðist svo:

                Öryggisbelti skulu vera tveggjafestu mjaðmarbelti, þriggjafestu mjaðmar- og axlarbelti eða fjögurrafestu belti.

b.             Í stað "90/628" í lið 24.10 (1), sbr. reglugerðir nr. 242/1994 og 401/1994, komi: 96/36.

c.             Í stað "90/629" í lið 24.10 (2), sbr. reglugerð nr. 401/1994, komi: 96/38.

d.             Liður 24.10 (3), sbr. reglugerð nr. 401/1994, orðist svo:

                Barnabílstóll skal vera viðurkenndur og E-merktur skv. ECE reg. nr. 44.03 eða viðurkenndur skv. viðeigandi FMVSS eða CMVSS stöðlum.

e.             Liður 24.10 (5), sbr. reglugerð nr. 242/1994, orðist svo:

                Gildistaka: Ákvæði liðar 24.10 (3) gilda um barnabílstóla sem teknir eru í notkun eftir 1. september 1998.

f.              Liður 24.11 (1), sbr. reglugerð nr. 401/1994, orðist svo:

                Framsæti og ytri aftursæti fólksbifreiðar skulu búin a.m.k. þriggjafestu rúlluöryggisbeltum. Önnur sæti skulu búin a.m.k. tveggjafestu öryggisbeltum.

g.             Liður 24.11 (2), sbr. reglugerð nr. 401/1994, orðist svo:

                Fólksbifreið sem er 3500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd skal búin höfuðpúðum á ystu framsætum.

h.             Nýr liður, 24.11 (4), orðist svo:

(4)           Gildistaka: Ákvæði liðar 24.11 (1) gilda um bifreið sem skráð er fyrsta sinni eftir 1. janúar 1999. Fram til þess tíma gilda ákvæði reglugerðar nr. 401/1994.

i.              Liður 24.12 (1), sbr. reglugerð nr. 401/1994, orðist svo:

                Sæti hópbifreiða IB og IIB skulu búin rúlluöryggisbeltum.

                Framsæti og sæti sem liggja að hlið hópbifreiðar IB sem er 3500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd skulu búin a.m.k. þriggjafestu öryggisbeltum. Önnur sæti skulu búin a.m.k. tveggjafestu öryggisbeltum. Ekki er krafist öryggisbeltis fyrir farþega í fellisæti. Afturhluti sætisbaks framan við sæti með tveggjafestu öryggisbelti skal vera úr höggmildandi efni.

                Sæti hópbifreiðar IB, sem er meira en 3500 kg að leyfðri heildarþyngd, og hópbifreiðar IIB sem ekki veita nægjanlega vörn með höggmildandi afturhluta sætisbaks eða slíkum fleti framan við farþega skulu búin a.m.k. þriggjafestu öryggisbeltum. Önnur sæti skulu búin a.m.k. tveggjafestu öryggisbeltum. Ekki er krafist öryggisbeltis fyrir farþega í fellisæti.

j.              Liður 24.12 (2) orðist svo:

                Hópbifreið sem er 3500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd skal búin höfuðpúðum á ystu framsætum.

k.             Á eftir 1. mgr. liðar 24.12 (6) komi ný málsgrein sem orðist svo:

                Ákvæði liðar 24.12 (1), 2. mgr., gilda um bifreið sem skráð er fyrsta sinni eftir 1. október 2001. Ákvæði liðar 24.12 (1), 3. mgr., gilda um bifreið sem skráð er fyrsta sinni eftir 1. október 1999. Fram til þess tíma gilda ákvæði reglugerðar nr. 401/1994.

l.              Liður 24.13 (1) orðist svo:

                Ytri framsæti skulu búin þriggjafestu rúlluöryggisbeltum. Framsæti fyrir miðju og önnur sæti sem ekki veita nægjanlega vörn með höggmildandi afturhluta sætisbaks eða slíkum fleti framan við farþega skulu búin a.m.k. tveggjafestu öryggisbeltum.

m.            Nýr liður, 24.13 (3), orðist svo:

(3)           Gildistaka: Ákvæði liðar 24.13 (1) gilda um bifreið sem skráð er fyrsta sinni eftir 1. janúar 1999. Fram til þess tíma gilda ákvæði reglugerðar nr. 411/1993.

n.             Nýr liður, 24.14, orðist svo:

                24.14 Vörubifreið.

(1)           Framsæti þar sem ökumanni eða farþega getur verið hætta búin vegna lítillar fjarlægðar frá framrúðu, skv. EBE tilskipun nr. 77/541 með áorðnum breytingum, síðast með tilskipun nr. 96/36, skulu búin þriggjafestu rúlluöryggisbeltum. Önnur framsæti, svo og önnur sæti sem ekki veita nægjanlega vörn með höggmildandi afturhluta sætisbaks eða slíkum fleti framan við farþega, skulu búin a.m.k. tveggjafestu öryggisbeltum.

(2)           Gildistaka: Ákvæði liðar 24.14 (1) gilda um bifreið sem skráð er fyrsta sinni eftir 1. janúar 1999.

15. gr.

                Á eftir 24. gr. komi ný grein, og breytist greinatala 25. gr. samkvæmt því, svohljóðandi:

25. gr.

BANN VIÐ VIÐSKIPTUM.

                Bönnuð eru viðskipti með:

a.             hemlarör og hemlaslöngur ásamt tengjum sem ætluð eru til notkunar í ökutæki og uppfylla ekki kröfur 1. og 2. mgr. liða 06.04 (6) og 06.05 (10) í 6. gr.

b.             önnur ljósker, perur eða glitaugu á ökutæki en þau sem boðin eru í 7. gr.

16. gr.

                Í viðauka I, sbr. reglugerð nr. 83/1997, falli niður liður 74 (Ökutæki til ökukennslu).

17. gr.

Í niðurlag töflu í viðauka II, sbr. reglugerð nr. 83/1997, komi:

95/ 28/EB

Brunatregða efna í innrými.

talan 4 í dálkinum M3

96/ 27/EB

Styrkur yfirbyggingar við hliðarárekstur.

talan 4 í dálkunum M1 og N1

96/ 79/EB

Styrkur yfirbyggingar við árekstur framanfrá.

talan 4 í dálkinum M1

18. gr.

Í niðurlag skrár undir liðnum "Bifreiðir og eftirvagnar" í viðauka III, sbr. reglugerð nr. 83/1997, komi:

95/28/EB

22.12 (7)

Brunatregða efna í innrými.

96/27/EB

22.11 (5), 22.13 (3)

Styrkur yfirbyggingar við hliðarárekstur.

96/79/EB

22.11 (6)

Styrkur yfirbyggingar við árekstur framanfrá.

19. gr.

                                Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 60. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, svo og með hliðsjón af I. og II. kafla II. viðauka við EES samninginn, öðlast þegar gildi.

                                EB gerðir sem vísað er til eru birtar í Stjórnartíðindum EB, EES viðbætum. Skráningarstofan hf. veitir nánari upplýsingar um efni einstaka tilskipana og hvar þær er að finna.

Ákvæði til bráðabirgða.

                Til 31. desember 2005 er heimilt að hraðatakmarkarar í vörubifreiðum, sbr. lið 12.14 (2), takmarki hámarkshraða bifreiðanna við 100 km/klst. Þetta ákvæði gildir þó ekki um vörubifreið sem notuð er í fjölþjóðlegri umferð.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 30. janúar 1998.

Þorsteinn Pálsson.

Ólafur W. Stefánsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica