Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

135/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð um skráningu ökutækja, nr. 78 30. janúar 1997. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um skráningu ökutækja, nr. 78 30. janúar 1997.

1. gr.

36. gr., sbr. reglugerð nr. 533/1998, orðist svo:

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 60., 64., 64. gr. a og 67. gr. umferðalaga, nr. 50 30. mars 1987, með síðari breytingum, svo og með hliðsjón af 1. og 45. f tölul. I. hluta og 1. tölul. II. hluta II. viðauka við EES samninginn (tilskipun 70/156/EBE með síðari breytingum, síðast í tilskipunum 92/53/EBE, 93/81/EBE, 95/54/EB, 96/27/EB, 96/79/EB og 98/14/EB, tilskipun 92/61/EBE og tilskipun 74/150/EBE með síðari breytingum, síðast í tilskipun 97/54/EB).

EB gerðir sem vísað er til eru birtar í sérritunum EES gerðir S4, bls. 1-30 og S5, bls. 1-21, sbr. auglýsingu nr. 31/1993 í C-deild Stjórnartíðinda, í EES viðbæti við Stjórnartíðindi EB, sérstakri útgáfu, bók 2, bls. 297-387 og 517-518, og í EES viðbæti við Stjórnartíðindi EB, 16. hefti 1997, bls. 1-74, 5. hefti 1998, bls. 1-40, 6. hefti 1999, bls. 90-136 og _ hefti 1999, bls. _ (óbirt hefti).

2. gr.

Við 1. mgr. 3. gr. í viðauka, sbr. reglugerð nr. 291/1998, bætist: og síðari breytingum, síðast í tilskipun 98/14.

3. gr.

4. gr. í viðauka, sbr. reglugerð nr. 291/1998, breytist þannig:

a.             Á eftir 92/53 í 1. málsl. 1. mgr. komi: og síðari breytingum, síðast í tilskipun 98/14.

b.Á eftir 92/53 í 2. mgr. komi: og síðari breytingum, síðast í tilskipun 98/14.

4. gr.

Við 5. gr. í viðauka bætist: og síðari breytingum, síðast í tilskipun 98/14.

5. gr.

Við 6. gr. í viðauka bætist: og síðari breytingum, síðast í tilskipun 98/14.

6. gr.

Við 7. gr. í viðauka bætist: og síðari breytingum, síðast í tilskipun 98/14.

7. gr.

Við 25. gr. í viðauka bætist ný mgr. sem orðast svo:

Áður en ökutæki sem ætlað er til að flytja hættulegan farm er skráð þannig skal ganga úr skugga um að það uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til slíks ökutækis. Skrá skal fyrir hvaða hættulegan farm ökutækið er viðurkennt, sbr. reglugerð um flutning á hættulegum farmi, og hvernig viðurkenningu á ökutækinu er háttað.

8. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 60., 64., 64. gr. a og 67. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. mars 1999.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 19. febrúar 1999.

Þorsteinn Pálsson.

__________________

Ólafur W. Stefánsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica