3. gr. liður 3.10 orðist svo:
3.10 | Verð fyrir hvern leik (röð) í Lottó 5/38 er kr. 50, Jóker kr. 100 og í Víkingalottói kr. 25. Aðeins er unnt að gerast þátttakandi hjá söluaðilum Íslenskrar getspár. |
5. gr. liður 5.5.2 orðist svo:
5.5.2 | Jóker: |
Vinningar ráðast af því hve margar útdregnar tölur þátttakandi fær miðað við rétta röð útdreginna talna þannig að, fyrir 5 tölur réttar greiðast kr. 1.500.000 fyrir 4 síðustu tölur réttar greiðast kr. 100.000 fyrir 3 síðustu tölur réttar greiðast kr. 10.000 fyrir 2 síðustu tölur réttar greiðast kr. 1.000 |
5. gr. liður 5.5.3.a orðist svo:
5.5.3 | Víkingalottó: |
a) Fyrsti vinningur er sameiginlegur hjá þátttökuaðilum sbr. 2. gr. Greiðir hvert talnagetraunafyrirtæki 0,040 evrur af andvirði hvers selds leiks til þessa vinnings. Verðmæti hans í íslenskum krónum ákvarðast af kaupgengi evru á útdráttardegi og skiptist jafnt á milli þeirra sem hafa allar 6 tölurnar réttar.
|
7. gr. liður 7.2 orðist svo:
7.2 | Vinningar, sem ekki nema kr. 25.000 skulu greiddir út hjá söluaðila frá fyrsta virkum degi eftir útdrátt. Vinningar, sem nema kr. 25.000 eða meira, skulu greiddir frá aðalskrifstofu Íslenskrar getspár innan tveggja vikna frá því að þátttökukvittun er framvísað til söluaðila eða aðalskrifstofu. Heimilt er að draga greiðslu vinninga, sem nema kr. 50.000 eða meira, til þess tíma að kærufrestur samkvæmt lið 9.1 er liðinn eða kærur hafa verið úrskurðaðar, hafi kæra borist. Þegar um vinning að fjárhæð kr. 15.000 eða meira er að ræða, skal vinningshafi framvísa þátttökukvittun sinni ásamt útfylltu útborgunareyðublaði, sem söluaðili lætur honum í té, til einhvers söluaðila eða aðalskrifstofu. Skal hann fá í hendur kvittað eintak útborgunareyðublaðsins til staðfestingar á afhendingu greiðslu vinningsins um leið og gengið hefur verið úr skugga um að leikreglum hafi verið fylgt. Vextir reiknast ekki á vinninga. |