Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

740/1998

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 411 11. nóvember 1993. - Brottfallin

15. desember 1998                                Nr. 740

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja,

nr. 411 11. nóvember 1993.

1. gr.

                1. gr. breytist þannig:

                a.             Liðir 01.13 (1) og (2), sbr. reglugerð nr. 83/1997, orðist svo:

(1)           Bifreið með leyfða heildarþyngd 3500 kg eða minna sem aðallega er ætluð til vöruflutninga, eða hefur áfestan búnað, og hlotið hefur viðurkenningu sem sendibifreið skv. EBE tilskipun nr. 70/156 með síðari breytingum, síðast með tilskipun nr. 98/14, enda hafi bifreiðinni ekki verið breytt hvað varðar fólks- eða farmrými.

(2)           Bifreið með leyfða heildarþyngd 3500 kg eða minna, sem aðallega er ætluð til vöruflutninga eða hefur áfestan búnað og er að hámarki fyrir 6 farþega og ekki hefur hlotið viðurkenningu skv. lið (1) telst vera sendibifreið ef munur á burðargetu bifreiðar og reiknaðri þyngd ökumanns og farþega er meiri en sem nemur samanlagðri þyngd farþega samkvæmt eftirfarandi:

                P-(M+75+Nx68) > Nx68.

                                P = heildarþyngd bifreiðar

                                M = eiginþyngd bifreiðar

                                N = fjöldi farþega. *

                 * Ökumaður reiknast 75 kg en hver farþegi 68 kg.

            b.             Liður 01.14 (1), 1. mgr., orðist svo:

                Bifreið sem aðallega er ætluð til vöruflutninga, eða hefur áfestan búnað, með leyfða heildarþyngd meiri en 3500 kg og er að hámarki fyrir 6 farþega. Munur á burðargetu bifreiðar og reiknaðri þyngd ökumanns og farþega skal vera meiri en sem nemur samanlagðri þyngd farþega samkvæmt eftirfarandi:

                P-(M+75+Nx68) > Nx68.

                                P = heildarþyngd bifreiðar

                                M = eiginþyngd bifreiðar

                                N = fjöldi farþega. *

                * Ökumaður reiknast 75 kg en hver farþegi 68 kg.

2. gr.

                4. gr. breytist þannig:

                Liður 04.10 (3), sbr. reglugerð nr. 70/1998 og nr. 102/1998, orðist svo:

                Ef uppblásanlegur öryggispúði er við framsæti fyrir farþega skal á vel sýnilegum stað við sætið vera myndmerki skv. ECE reg. nr. 94. Þetta gildir þó ekki um sæti sem hefur búnað sem hindrar að púðinn geti blásist upp á meðan barnabílstóllinn er í sætinu.

3. gr.

                5. gr. breytist þannig:

                Liður 05.30 (3), sbr. reglugerð nr. 242/1994, orðist svo:

                Stýrisbúnaður dráttarvélar og virkni hans telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 75/321 með síðari breytingum, síðast með tilskipun nr. 98/39, eru uppfyllt.

4. gr.

                6. gr. breytist þannig:

a.             Liður 06.07 (1), orðist svo:

                Hemlarnir skulu uppfylla ákvæði EBE tilskipunar nr. 71/320 með síðari breytingum, síðast með tilskipun nr. 98/12, eða ákvæði ECE reglna nr. 13 hvað varðar gerð og uppbyggingu, eða sambærileg ákvæði.

b.             Liður 06.10 (9), sbr. reglugerð nr. 83/1997, orðist svo:

                Aksturshemill skal uppfylla kröfur um lágmarkshemlunargetu við heithemlun skv. EBE tilskipun nr. 71/320 með síðari breytingum, síðast með tilskipun nr. 98/12, eða sambærileg ákvæði.

            c.             Liður 06.10 (18), sbr. reglugerð nr. 401/1994, orðist svo:

                Hemlabúnaður bifreiðar og virkni hans telst vera fullnægjandi ef viðkomandi ákvæði EBE tilskipunar nr. 71/320 með síðari breytingum, síðast með tilskipun nr. 98/12, eru uppfyllt.

                d.             Liður 06.50 (16), sbr. reglugerð nr. 401/1994, orðist svo:

                Hemlabúnaður eftirvagns og virkni hans telst vera fullnægjandi ef viðkomandi ákvæði EBE tilskipunar nr. 71/320 með síðari breytingum, síðast með tilskipun nr. 98/12, eru uppfyllt.

                e.             Liður 06.52 (7), orðist svo:

                Aksturshemill skal uppfylla kröfur um lágmarks hemlunargetu við heithemlun skv. EBE tilskipun nr. 71/320 með síðari breytingum, síðast með tilskipun nr. 98/12, eða sambærileg ákvæði.

5. gr.

                7. gr. breytist þannig:

a.             Liður 7.10 (8), sbr. reglugerð nr. 242/1994, orðist svo:

                Glitaugu bifreiðar skulu vera viðurkennd og e-merkt í samræmi við EBE tilskipun nr. 76/757 með síðari breytingum, síðast með tilskipun nr. 97/29, E-merkt í samræmi við ECE reg. nr. 3.02 eða DOT-merkt í samræmi við FMVSS staðal nr. 571.108.

b.             Liður 07.50 (6), sbr. reglugerð nr. 242/1994, orðist svo:

                Glitaugu eftirvagns skulu vera viðurkennd og e-merkt í samræmi við EBE tilskipun nr. 76/757 með síðari breytingum, síðast með tilskipun nr. 97/29, E-merkt í samræmi við ECE reg. nr. 3.02 eða DOT-merkt í samræmi við FMVSS staðal nr. 571.108.

6. gr.

                9. gr. breytist þannig:

a.             Liður 09.10 (6), orðist svo:

                Bifreið sem dregur ökutæki sem hindrar baksýn með áskildum speglum skal búin viðbótar baksýnisspeglum á báðum hliðum. Speglarnir skulu gera ökumanni kleift að sjá beggja vegna aftur með ækinu.

b.             Liður 09.30 (4) orðist svo:

                Dráttarvél skal búin a.m.k. einum spegli í flokki I. Ef dráttarvélin dregur eftirvagn eða tengitæki sem hindrar baksýn skal hún búin viðbótar baksýnisspeglum á báðum hliðum. Speglarnir skulu gera ökumanni kleift að sjá beggja vegna aftur með ækinu.

c.             Liður 09.30 (7), sbr. reglugerð nr. 242/1994, orðist svo:

                Baksýnisspeglar dráttarvélar og speglunarsvið þeirra með tilliti til staðsetningar telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 74/346 með síðari breytingum, síðast með tilskipun nr. 98/40, eru uppfyllt.

7. gr.

                12. gr. breytist þannig:

                Nýr liður, 12.30 (8), orðist svo:

(8)           Hönnunarbundinn hámarkshraði dráttarvélar telst innan marka ef ákvæði í EB tilskipun nr. 97/54 eru uppfyllt.

8. gr.

                14. gr. breytist þannig:

                Liður 14.30 (3), sbr. reglugerð nr. 83/1997, orðist svo:

                Hámarksþyngd dráttarvélar og þyngd á ása hennar telst innan marka ef ákvæði EBE tilskipunar nr. 74/151 með síðari breytingum, síðast með tilskipun nr. 98/38, eru uppfyllt.

9. gr.

                18. gr. breytist þannig:

a.             Liður 18.10 (14), sbr. reglugerð nr. 70/1998, orðist svo:

                Ef bifreið með dísilhreyfli uppfyllir ekki ákvæði um takmörkun mengandi efna í útblæstri skv. EBE tilskipun nr. 70/220 með síðari breytingum, síðast með tilskipun nr. 98/77, skal dísilhreyfill bifreiðarinnar uppfylla ákvæði um takmörkun mengandi efna í útblæstri skv. EBE tilskipun nr. 88/77 með síðari breytingum, síðast með tilskipun nr. 96/1, eða sambærilegar reglur.

b.             Liður 18.11 (2), sbr. reglugerð nr. 283/1996 og nr. 70/1998, orðist svo:

                Fólksbifreið skal uppfylla ákvæði um takmörkun á mengandi efnum í útblæstri skv. EBE tilskipun nr. 70/220 með síðari breytingum, síðast með tilskipun nr. 98/77, eða sambærilegar reglur.

c.             Liður 18.12 (8), sbr. reglugerð nr. 401/1994 og nr.70/1998, orðist svo:

                Hópbifreið sem búin er hreyfli með rafkveikju skal uppfylla ákvæði um takmörkun mengandi efna í útblæstri skv. EBE tilskipun nr. 70/220 með síðari breytingum, síðast með tilskipun nr. 98/77 eða sambærilegar reglur.

d.             Liður 18.13 (2), sbr. reglugerð nr. 401/1994 og nr. 70/1998, orðist svo:

                Sendibifreið skal uppfylla ákvæði um takmörkun mengandi efna í útblæstri skv. EBE tilskipun nr. 70/220 með síðari breytingum, síðast með tilskipun nr. 98/77, eða sambærilegar reglur.

e.             Liður 18.14 (2), sbr. reglugerð nr. 401/1994 og nr. 70/1998, orðist svo:

                Vörubifreið sem búin er hreyfli með rafkveikju skal uppfylla ákvæði um takmörkun mengandi efna í útblæstri skv. EBE tilskipun nr. 70/220 með síðari breytingum, síðast með tilskipun nr. 98/77, eða sambærilegar reglur.

10. gr.

                19. gr. breytist þannig:

                Liður 19.12 (1), orðist svo:

                Ef í hópbifreið er höfuðrofi skal hann geta rofið straum til allra straumrása nema til ökurita, fjarskiptabúnaðar, hættuljóskera og opnunarrofa fyrir hurð að utanverðu.

11. gr.

                21. gr. breytist þannig:

a.             Liður 21.10 (5), orðist svo:

                Tengistóll fyrir festivagn skal þannig gerður og honum þannig komið fyrir að eðlilegur þungi komi frá vagninum á ása bifreiðarinnar og að vagninn hafi nægilegt rými við bifreiðina.

                Rofi til að aflétta læsingu á færanlegum tengistól skal tengdur gaumljósi og þannig gerður og frá læsingarbúnaðinum gengið að stóllinn haldist læstur þegar rofanum er ekki haldið í virkri stöðu.

b.             Nýr liður 21.10 (6), orðist svo:

(6)           Gildistaka: Ákvæði liðar 21.10 (4) og (5) gilda einnig um bifreið sem skráð er fyrir gildistöku reglugerðarinnar.

12. gr.

                Viðauki II, sbr. reglugerð nr. 83/1997, breytist þannig:

a.             Í stað _3" í kröfum við tilskipun nr. 72/245/EBE komi 4.

b.             Í niðurlag töflu komi:

                97/54/EB                Hönnunarbundinn               Talan 5 í dálkunum

                                hámarkshraði dráttarvélar.  D1 og D2

13. gr.

                Viðauki III, sbr. reglugerð nr. 83/1997, breytist þannig:

                Í niðurlag skrár undir liðnum _Dráttarvélar" komi:

                97/54/EB                12.30 (8) Hönnunarbundinn

                                            hámarkshraði dráttarvélar.

14. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 60. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, svo og með hliðsjón af I. og II. kafla II. viðauka við EES samninginn, öðlast þegar gildi.

EB gerðir sem vísað er til eru birtar í Stjórnartíðindum EB, EES viðbætum. Skráningarstofan hf. veitir nánari upplýsingar um efni einstakra tilskipana og hvar þær er að finna.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 15. desember 1998.

F. h. r.

Þorsteinn Geirsson.

Guðni Karlsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica