Reglugerð
um breytingu á reglugerð um eftirlit með útlendingum,
nr. 148 3. september 1965.
1. gr.
25. gr. orðist svo:
Útlendingar sem eiga íslenskan maka og útlendingar sem fæddir eru íslenskir ríkisborgarar þurfa ekki sérstakt dvalarleyfi ef þeir hafa haft fasta búsetu hér á landi um tveggja ára skeið og búa hér enn. Gildir þetta meðan hlutaðeigandi útlendingur hefur hér búsetu.
2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt lögum um eftirlit með útlendingum, nr. 45 12. maí 1965, öðlast þegar gildi.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 26. október 1989.
Óli Þ. Guðbjartsson.
Ólafur W. Stefánsson.