REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um íslensk vegabréf, nr. 169 22. apríl 1987,
með síðari breytingum.
1. gr.
Við 5. gr. bætist ný málsgrein sem orðast svo:
Dómsmálaráðherra getur þegar sérstaklega stendur á ákveðið almennt að gefa megi út neyðarvegabréf sem gilda allt að einu ári. Að öðru leyti gilda ákvæði þessarar reglugerðar um útgáfu slíkra vegabréfa.
2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í lögum um íslensk vegabréf, nr. 18 11. febrúar 1953, öðlast þegar gildi.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 21. september 1998.
Þorsteinn Pálsson.
Kolbeinn Árnason.