1. gr.
Í stað 3. málsl. 1. mgr. 2. gr. komi: Ökutækið skal og búið
a. þjóðernismerki með þjóðernisbókstaf/stöfum að aftan í samræmi við ákvæði 20. gr. og viðauka 4 við Genfarsamninginn um umferð á vegum frá 19. september 1949 eða 37. gr. og viðauka 3 við Vínarsamninginn um umferð á vegum frá 8. nóvember 1968, og/eða
b. sömu þjóðernisbókstöfum á ökutæki frá ríki Evrópusambandsins sem komið er fyrir á vinstri hlið skráningarmerkisins í samræmi við ákvæði reglugerðar ráðsins (EB) nr. 2411/98.
2. gr.
Á eftir 1. mgr. 2. gr. bætist ný málsgrein, svo hljóðandi:
Ákvæði reglugerðar ráðsins (EB) nr. 2411/98 um viðurkenningu á þjóðernismerki skráningarlands bifreiða og bifhjóla og eftirvagna þeirra í umferð innan bandalagsins skulu gilda hér á landi með þeirri aðlögun sem leiðir af XIII. viðauka við EES samninginn, bókun I við samninginn og samningnum að öðru leyti.
3. gr.
6. gr., sbr. reglugerðir nr. 96/1996 og nr. 313/1999, orðist svo:
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 66. gr. og 1. mgr. 94. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, svo og með hliðsjón af 8., 9. og 10. tölul. IX. viðauka við EES samninginn (tilskipun 72/166/EBE með breytingum samkvæmt tilskipunum 72/430/EBE, 84/5/EBE og 90/232/EBE og ákvörðunum 91/323/EBE, 93/43/EBE, 97/828/EB og 99/103/EB) og 24. b tölul. XIII. viðauka við samninginn (reglugerð 98/2411/EB).
4. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 66. gr. og 1. mgr. 94. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 11. október 1999.
Sólveig Pétursdóttir.
Ólafur W. Stefánsson.