Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

533/1998

Reglugerð um breytingu á reglugerð um skráningu ökutækja, nr. 78 39. janúar 1997. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um skráningu ökutækja, nr. 78 30. janúar 1997.

1. gr.

            Á eftir 2. mgr. 28. gr. komi ný málsgrein, svo hljóðandi:

            Áður en eigendaskipti að ökutæki eru skráð skal liggja fyrir á staðfestan hátt að greidd hafi verið af ökutækinu tilskilin opinber gjöld og að hinn nýi eigandi (umráðamaður) hafi tryggt það lögmæltri vátryggingu.

2. gr.

            36. gr. orðist svo:

            Reglugerð þessi er sett samkvæmt 60., 64., 64. gr. a og 67. gr. umferðalaga, nr. 50 30. mars 1987, með síðari breytingum, svo og með hliðsjón af 1. og 45. f tölul. I. hluta og 1. tölul. II. hluta II. viðauka við EES samninginn (tilskipun 70/156/EBE með síðari breytingum, síðast í tilskipunum 92/53/EBE, 93/81/EBE, 95/54/EB, 96/27/EB og 96/79/EB, tilskipun 92/61/EBE og tilskipun 74/150/EBE með síðari breytingum, síðast í tilskipun 88/297/EBE).

            EB gerðir sem vísað er til eru birtar í sérritunum EES gerðir S4, bls. 1-30 og S5, bls. 1-21, sbr. auglýsingu nr. 31/1993 í C-deild Stjórnartíðinda, í EES viðbæti við Stjórnartíðindi EB, sérstakri útgáfu, bók 2, bls. 297-387 og 517-518, og í EES viðbæti við Stjórnartíðindi EB, 16. hefti 1997, bls. 1-74, 5. hefti 1998, bls. 1-40, og ... hefti 1998, bls. ...(óbirt hefti).

3. gr.

            Við 2. gr. í viðauka bætist nýr liður í stafrófsröð:

            Tækniþjónusta:

            Stofnun eða aðili sem er útnefndur sem prófunarstofa til að annast prófanir eða skoðanir fyrir hönd viðurkenningaryfirvalds í aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins, eða viðurkenningaryfirvald, ef það á við, sbr. 2. og 14. gr. EBE tilskipunar nr. 70/156, með breytingum í tilskipun nr. 92/53.

4. gr.

            Á eftir orðinu "ökutækisins" í a-lið 1. tölul. 22. gr. í viðauka bætist: eða tækniþjónustu.

5. gr.

            Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 60., 64., 64. gr. a og 67. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, með síðari breytingum, öðlast gildi 15. september 1998.

            Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 439 16. júlí 1998 um breytingu á reglugerð nr. 18 30. janúar 1987.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 31. ágúst 1998.

Þorsteinn Pálsson.

Ólafur W. Stefánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica