Prentað þann 4. apríl 2025
19/1996
Reglugerð um breytingu á reglugerð um starfsháttu örorkunefndar nr. 335 16. ágúst 1993.
1. gr.
Síðari 5. gr. verði 6. gr. og orðist svo:
Gjald fyrir álit samkvæmt 1. gr. er 50.000 krónur og greiðist í ríkissjóð. Greiðslu skal fylgja beiðni um álit og er hún óendurkræf þótt nefndin kunni að vísa máli frá sér.
2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 10. gr. skaðabótalaga, nr. 50 19. maí 1993, öðlast gildi 1. febrúar 1996.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 4. janúar 1996.
F. h. r.
Þorsteinn Geirsson.
Jón Thors.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.